Tilkynning frá Vestfirska forlaginu: Forlagið segir glæpasögunum stríð á hendur!!
Þó glæpasögur séu margar góðar sem slíkar, er hæpið að láta þær verða aðal lesmál þjóðarinnar. Með tilliti til þess hefur Vestfirska forlagið nú ákveðið að skora glæpasögurnar á Hólm!
Í vestfirskum sagnaarfi er bæði spenna og dramatík, að ekki sé nú talað um húmorinn. Fólk hugsar oft ekki út í þetta. Það talar um þjóðlegan fróðleik með neikvæðum teiknum og jafnvel lítilsvirðingu. Vill frekar lesa í massavís einhverjar spennu- og glæpasögur sem kallaðar eru. En það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru, eða átti að hafa gerst og stundum miklu meiri.
Glæpa- og spennusögum er hampað í fjömiðlum árið út og árið inn. Það er auðvitað bara ágætt finnst sjálfsagt mörgum. En væri ekki gott að hafa svolítið meira af öðru efni í bland? Mætti ekki vera meira jafnvægi í þeirri umfjöllun?
Fyrsta framlag Vestfirska forlagsins í glæpasögubardaganum er Hornstrandir og Jökulfirðir, alls 5 bækur sem forlagið gaf út fyrir nokkrum árum. Hornstrandabækurnar eru bæði spennandi og skemmtilegar og það sem meira er: Skilja heilmikið eftir til umhugsunar fyrir lesandann. En glæpasögurnar gleypa menn bara í sig með húð og hári og búið á punktum!
Svo má nefna allar vestfirsku gamansögurnar undir ýmsum nöfnum. Hinn miðlægi vestfirski gagnagrunnur gamansagna hjá Vestfirska forlaginu er orðinn mjög umfangsmikill, eitthvað milli 30-40 bækur. Forlagið verður með mörg leynivopn í átökunum, til dæmis hinar miklu örlagasögur úr Árneshreppi eftir hann Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og nefndu það bara! Það er af nógu að taka hér fyrir vestan í þeim bardögum sem framundan eru, eða þannig!
Glæpasögubardaginn er hafinn!