Björgunarsjóður Jóns Sigurðssonar
Hann grætur af því að það er viðurkennd staðreynd að sum okkar þurfa að betla til að eiga fyrir nauðsynjum.
Hann grætur af því við Íslendingar erum svo miklir aumingjar að við virðumst ekki skilja þetta og viljum ekki breyta þessu. Hann grætur af því að þeir sem hafa meira en nóg eru alltaf að heimta meira og meira. Þetta lið vill ekki gefa tommu eftir. Þess vegna grefur það sína eigin gröf. Ef rússneski aðallinn hefði þekkt sinn vitjunartíma og gefið svolítið eftir handa þeim sem sveltu, hefði byltingin í Rússlandi aldrei orðið.
Hann grætur af því við Íslendingar, þjóðin hans, hendum mat alveg blygðunarlaust. Sennilega er ekki ofreiknað að einn þriðji af öllum matvælum sem við kaupum lendi í ruslatunnunni. Ætlumst við virkilega til að þeir sem eru bjargarlausir sæki sér næringu þangað?
Meira