30.03.2011 - 17:42 | Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir
Þingeyrarkirkja í Dýrafirði 100 ára
Á vori komanda verður Þingeyrarkirkja í Dýrafirði 100 ára. Hún var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911. Áður stóð kirkja á Söndum utan og ofan við Þingeyri a.m.k. frá því á 13. öld. Árið 1909 var ákveðið að byggja kirkju á Þingeyri því að kauptúnið var að byggjast upp. Íbúar í Sandasókn voru þá 618.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju. Hún er steinsteypt í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Arkitektinn lét kirkjuna snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar.
Yfirsmiður við steypuvinnuna við kirkjubygginguna var Bergsveinn Jóhannesson en Jóhannes Ólafsson þáverandi hreppsstjóri var yfirsmiður við trésmíðina. Auk þeirra unnu sex menn í byggingavinnu með þeim.
Að söfnuðinum tókst að ljúka kirkjusmíðinni á svo skömmum tíma sem raun ber vitni er vegna þess hve margir lögðu á sig fórnfúst starf í sambandi við vinnu og fjáröflun. Sérstaklega vann sóknarnefndin vel og skipulega að öllum undirbúningi. Fjöldi fólks vann í sjálfboðavinnu við bygginguna. Ein leið til fjáröflunar var sú að hver sjómaður á þilskipum var fenginn til að gefa einn fisk úr róðri og hver trilla einn fisk. Þá voru sóknargjöld hækkuð um helming meðan verið var að greiða niður kostnað við bygginguna.
Þingeyrarkirkja er vel búin gripum enda hafa góðar gjafir borist kirkjunni frá upphafi. Altaristaflan, stórt olíumálverk frá 1911, var gjöf Gramsverslunar og er hún máluð af Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Altaristaflan sýnir Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og blessar þrjú börn sem hjá honum standa. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera, en skírnarskálin er forn skál úr Sandakirkju. Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum á fimmtíu ára afmælisárinu 1961. Þrír steindir gluggar eru á kórgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur. Kirkjan á tvær ljósastikur úr Sandakirkju frá árinu 1656 auk fleiri gripi þaðan.
Miklar endurbætur fóru fram á Þingeyrarkirkju á árunum 2001 - 2005 til þess að hún mætti standa sem ný á 100 ára afmælinu. Þingeyrarkirkja er friðuð og þess vegna varð að fara eftir reglum Húsafriðunarnefndar við endurbæturnar. Sóknarnefnd kaus endurbótanefnd sem hafði umsjón með framkvæmdunum ásamt arkitektum frá Húsafriðunarnefnd. Þingeyrarkirkja var endurbætt að utan og innan og fjölmargir afar vandvirkir iðnaðarmenn lögðu fram krafta sína við þessar framkvæmdir til þess að allt yrði sem best úr garði gert og það tókst. Öllum eru þökkuð þeirra góðu störf við endurbæturnar á kirkjunni. Þær voru mjög kostnaðarsamar en kirkjan naut velvildar margra m.a. Jöfnunarsjóðs og Húsafriðunarnefndar við endurbæturnar. Þingeyrarkirkja er fagurt hús og merkilegt guðshús frá mörgum sjónarhornum séð og nauðsynlegt er að henni sé haldið vel við svo að hún fái staðið og þjónað söfnuðinum um ókomna tíð.
Í tilefni af afmælinu ákvað sóknarnefndin að opna sálmabókasjóð í Sparisjóðnum. Númer hans er kt. 710269-1309, 1128 05 000470. Ný sálmabók verður gefin út á næstu árum og er afmælisgjöfum til Þingeyrarkirkju vel varið í þennan sjóð til að kirkjan eignist nýjar sálmabækur þegar þar að kemur.
10. apríl verður hátíðarmessa í tilefni af 100 ára afmæli Þingeyrarkirkju kl. 14.00. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir prófastur og sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir þjóna fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar syngur og organisti er Krista Sildoja. Forspil leika Selvadore Rähni á klarinett og Tuuli Rähni á orgel. Eftir messuna verður kaffisamsæti með hátíðardagskrá í Félagsheimilinu í boði sóknarnefndar.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og húsameistari teiknaði Þingeyrarkirkju. Hún er steinsteypt í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki. Rögnvaldur var Dýrfirðingur og réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Arkitektinn lét kirkjuna snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar.
Yfirsmiður við steypuvinnuna við kirkjubygginguna var Bergsveinn Jóhannesson en Jóhannes Ólafsson þáverandi hreppsstjóri var yfirsmiður við trésmíðina. Auk þeirra unnu sex menn í byggingavinnu með þeim.
Að söfnuðinum tókst að ljúka kirkjusmíðinni á svo skömmum tíma sem raun ber vitni er vegna þess hve margir lögðu á sig fórnfúst starf í sambandi við vinnu og fjáröflun. Sérstaklega vann sóknarnefndin vel og skipulega að öllum undirbúningi. Fjöldi fólks vann í sjálfboðavinnu við bygginguna. Ein leið til fjáröflunar var sú að hver sjómaður á þilskipum var fenginn til að gefa einn fisk úr róðri og hver trilla einn fisk. Þá voru sóknargjöld hækkuð um helming meðan verið var að greiða niður kostnað við bygginguna.
Þingeyrarkirkja er vel búin gripum enda hafa góðar gjafir borist kirkjunni frá upphafi. Altaristaflan, stórt olíumálverk frá 1911, var gjöf Gramsverslunar og er hún máluð af Þórarni B. Þorlákssyni, listmálara. Altaristaflan sýnir Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og blessar þrjú börn sem hjá honum standa. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera, en skírnarskálin er forn skál úr Sandakirkju. Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum á fimmtíu ára afmælisárinu 1961. Þrír steindir gluggar eru á kórgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur. Kirkjan á tvær ljósastikur úr Sandakirkju frá árinu 1656 auk fleiri gripi þaðan.
Miklar endurbætur fóru fram á Þingeyrarkirkju á árunum 2001 - 2005 til þess að hún mætti standa sem ný á 100 ára afmælinu. Þingeyrarkirkja er friðuð og þess vegna varð að fara eftir reglum Húsafriðunarnefndar við endurbæturnar. Sóknarnefnd kaus endurbótanefnd sem hafði umsjón með framkvæmdunum ásamt arkitektum frá Húsafriðunarnefnd. Þingeyrarkirkja var endurbætt að utan og innan og fjölmargir afar vandvirkir iðnaðarmenn lögðu fram krafta sína við þessar framkvæmdir til þess að allt yrði sem best úr garði gert og það tókst. Öllum eru þökkuð þeirra góðu störf við endurbæturnar á kirkjunni. Þær voru mjög kostnaðarsamar en kirkjan naut velvildar margra m.a. Jöfnunarsjóðs og Húsafriðunarnefndar við endurbæturnar. Þingeyrarkirkja er fagurt hús og merkilegt guðshús frá mörgum sjónarhornum séð og nauðsynlegt er að henni sé haldið vel við svo að hún fái staðið og þjónað söfnuðinum um ókomna tíð.
Í tilefni af afmælinu ákvað sóknarnefndin að opna sálmabókasjóð í Sparisjóðnum. Númer hans er kt. 710269-1309, 1128 05 000470. Ný sálmabók verður gefin út á næstu árum og er afmælisgjöfum til Þingeyrarkirkju vel varið í þennan sjóð til að kirkjan eignist nýjar sálmabækur þegar þar að kemur.
10. apríl verður hátíðarmessa í tilefni af 100 ára afmæli Þingeyrarkirkju kl. 14.00. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir prófastur og sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir þjóna fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar syngur og organisti er Krista Sildoja. Forspil leika Selvadore Rähni á klarinett og Tuuli Rähni á orgel. Eftir messuna verður kaffisamsæti með hátíðardagskrá í Félagsheimilinu í boði sóknarnefndar.
Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir
Sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli
Sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli