A A A
  • 1969 - Ásta Sólveig Gýmisdóttir
  • 1975 - Guđrún Snćbjörg Sigţórsdóttir
  • 1975 - Gunnhildur Ţ. Sigţórsdóttir
  • 2001 - Svanhildur Björt Siggeirsdóttir
03.04.2018 - 15:15 | Vestfirska forlagiđ

Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins: Hjálpsemi

Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurđur Guđmundsson ljósmyndari)
Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurđur Guđmundsson ljósmyndari)
„Þeir voru báðir, bæði pabbi heitinn og afi, svolítið framsýnir menn. Afi var til dæmis einna fyrstur til að fá sér vél í bát hér fyrir vestan. Og mér er minnisstætt að pabbi keypti prjónavél, heljarstóra. Og það var prjónað á alla fjölskylduna og fjölskyldurnar á Nesinu. Ég man eftir að frúrnar á næstu bæjum unnu bara fyrir mömmu í eldhúsinu meðan hún var að prjóna fyrir þær. Ég man sérstaklega eftir Sigríði Ragnarsdóttur frá Hrafnabjörgum, sem þá var ung stúlka.“...
Meira

Á fjölmennu íbúaþingi á Þingeyri um daginn kom fram fjöldinn allur af tillögum frá íbúum staðarins og velunnurum um uppbyggingu og endurreisn í Dýrafirði. Allar þær tillögur falla undir skilgreininguna Öll vötn til Dýrafjarðar. Síðan fundurinn var haldinn hafa nokkur félagasamtök og verktakar í firðinum lagt á borðið mjög nýstárlegar hugmyndir sem hafa það að markmiði eins og vatnatillögurnar, að rífa Dýrafjörð upp.

...
Meira

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var sett í fimmtánda skiptið í gær. Mikill mannfjöldi er í Ísafjarðarbæ og njóta bæði heimamenn og aðkomufólk skemmtilegra viðburða og þjónustu í veðurblíðunni á Ísafirði sem og í öðrum nálægum bæjum. Tónlistarhátíðin er líkt og fyrri ár fjölskylduhátíð og veitir frían aðgang öllum sem vilja njóta tónlistarinar, en hátíðin hefur unnið sér sess sem mikilvægur þáttur í menningar- og tónlistarlífi landsins. 

Hljómsveitin Ateria, sem vann Músíktilraunir fyrir tæpri viku, hóf hátíðina í gærkvöldi en hljómsveitina skipa þrjár stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Tvær aðrar hljómsveitir frá nýliðnum Músíktilraunum stigu á stokk í gær og er það mikilvæg viðurkenning og styrkur fyrir ungt tónlistarfólk að fá slíkt tækfiæri. 

 

Talið er að metfjöldi gesta haldi páskana hátíðlega á Aldrei fór ég suður. Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri hátíðarinnar segir að hátt í fimm þúsund tónleikagestir séu komnir vestur og íbúafjöldi Ísafjarðar hafi því rúmlega tvöfaldast. „Í fyrra þá slógum við öll met en núna held ég að við séum að toppa okkur. Sem ég hélt að væri hreinlega ekki hægt.“

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær styrk og ábyrgðir vegna starfsemi lýðháskóla á Flateyri. Um er að ræða 10 m.kr. ábyrgð bæjarins, endurgjaldslausa aðstöðu fyrir skólann til kennslu og félagsstarfs, og niðurgreiðslu á mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Lýðháskólinn á Flateyri hyggst hefja kennslu haustið 2018, með það að markmiði að skapa nýjan og nánast óþekktan valkost í íslensku menntakerfi og skapa mikilvæga viðbót við mannlíf og möguleika á Flateyri og nágrenni. Byggt verður á hugmyndafræði lýðháskóla með áherslu á mannrækt, listsköpun, sjálfbærni, þjálfun og persónuleg gildi menntunar sem slíkrar. "Sá stuðningur sem stofnun Lýðháskólans á Flateyri hefur hlotið í heimabyggð og hjá Ísafjarðarbæ er okkur gríðarlega mikils virði. Þessi samningur er stór liður í því að tryggja fjármögnun skólans" segir Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. "Þar sem skólinn verður alfarið rekinn af sjálfsaflafé hefur fjármögnun verið stór þáttur í vinnu okkar síðustu mánuði og það í nokkru kappi við tímann. Með samningnum kemur Ísafjarðarbær ekki aðeins að fjármögnun á mjög stórum liðum í rekstraráætlun skólans heldur tryggir að hægt sé að opna fyrir umsóknir 15. apríl og taka á móti nemendum á fyrsta skólaár í haust, jafnvel þó svo fari að fjármögnun verði ekki að fullu lokið.“

 

Gísli Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fagnar sömuleiðis samstarfi við Lýðháskólann: „Þetta er ákaflega mikilvægt skref í að auðga Ísafjarðarbæ og þá alveg sérstaklega Flateyri, það er því bæjaryfirvöldum kappsmál að lýðháskólinn hefji starfsemi sína í haust. Nemendum mun bjóðast skemmtilegt og skapandi nám í glæstri náttúru og hlýlegu umhverfi sem hentar fullkomlega til starfseminnar. Flateyringum og öðrum bæjarbúum mun hinsvegar bjóðast sköpunarkraftur og atgervi aðkomunemenda og starfsfólks. Lýðháskólinn mun treysta byggð á Flateyri og flýta mjög framþróun og vexti í sveitarfélaginu okkar."

Blóðbankinn á Íslandi verður 65 ára í ár, en hlutverk hans er að veita örugga blóðbankaþjónustu á landsvísu. Staðbundin blóðsöfnunarátök eru fjarri því að verið eina leið Blóðbankans til að ýta undir blóðgjafir og auka birgðir sínar. Sem hluta af þessari stefnu hefur Blóðbankinn um árabil í samvinnu við Rauða kross Íslands haldið úti Blóðbankabíl. Fyrsti bíllinn var keyptur fyrir tilstilli gjafafés árið 1965 en þá var hlutverk hans að mestu að flytja á milli búnað, frekar en að bíllinn sjálfur væri ætlaður til að taka á móti blóðgjöfum. Bílarnir hafa gengið úr sér og aðrir bílar tekið við en núverandi bíll er frá árinu 2002 og var gjöf frá Rauða kross Íslands.
Bíllinn er sá fullkomnasti hingað til, sannkallaður Blóðbanki á hjólum. Hann er í grunninn sérútbúin Scania langferðabiðfreið, þrettán og hálfur metri að lengd og búinn öllum nauðsynlegum tækjum til blóðtöku. Í bílnum eru samtals fjórir bekkir fyrir blóðgjafa og mögulegt að taka á móti fimmtíu til hundrað blóðgjöfum á dag og jafnvel fleiri í neyðartilvikum. Í bílnum er dálítil kaffiaðstaða fyrir blóðgjafa en hann er auk þess nettengdur og þannig beintengdur tölvukerfi Blóðbankans. Blóðbankabíllinn fékk síðast heilmikla andlitslyftingu sumarið 2013 og skipar stóran sess í reglubundinni starfsemi Blóðbankans.

Blóðgjöf er lífgjöf.
Blóðsöfnun á vegum Blóðbankans verður á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 2. hæð. 
Opið verður fyrir blóðgjafir þriðjudaginn 3. apríl frá kl 12:00-18:00 og miðvikudaginn 4. apríl frá kl 08:30-14:00.
Frekari upplýsingar um Blóðbankann má nálgast hér

 

 

23.03.2018 - 11:36 |

Aldrei fór ég norđur

« 1 af 3 »
Páskadagskrá á Þingeyri er nú komin út en þar ber að líta viðburði sem og opnunartíma þjónustuaðila yfir páskahátíðina sem nú gengur brátt í garð. Dagskráin ber að þessu sinni heitið Aldrei fór ég norður og er vísun í hina geysivinsælu hátíð Ísafjarðar, Aldrei fór ég suður sem í ár er haldin í 14. sinn. Í ár verður ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir heimamenn jafnt sem aðkomufólk á Þingeyri.

Meðal þess sem í boði verður eru leiksýningar leikdeildar Höfrungs á verki Astridar Lindgren, Ronju ræningjadóttur. Í sundlauginni verða í boði tímar í jóga í vatni og leiddri slökun í vatni með flothettum ásamt því að trúbador mætir á svæðið og syngur fyrir sundlaugargesti. Þingeyrarprestakall býður til lengri eða styttri gangna á föstudaginn langa, helgigöngu og píslagöngu. Á Gíslastöðum verður hægt að sjá Gísla á uppsölum en þar verður einnig hægt að taka átt í sögugöngu um slóðir Gísla sögu Súrssonar. Íþróttafélagið Höfrungur býður að vanda til páskaeggjaleitar á laugardag ásamt öðrum íþróttaviðburðum og margt annað skemmtilegt verður á döfinni. Fyrir frekari upplýsingar um tíma, staðsetningar og verð má sjá mynd sem fylgir frétt. 

Um þessar mundir standa yfir stífar æfingar hjá leikdeild Höfrungs á Þingeyri en verið er að leggja lokahönd á eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren. Leikstjórn annast Elfar Logi Hannesson líkt og fyrri ár. 

Síðustu ár hefur verið starfandi blómlegt leiklistarlíf hér á Þingeyri en árið 2009 er stofnuð sérstök leikdeild innan íþróttafélagsins Höfrungs. Fyrsta uppfærslan var á frumsömdum leik Dragedukken. Var þar á ferðinni leikur byggður á sögu Þingeyrar er fjallaði um kaupmanninn Andreas M. Steinbach sem á síðkvöldum dundaði sér við að semja tónlist við norska leikverkið Dragedukken. Leikurinn sló í gegn og næstu tvö árin voru frumfluttir tveir sögulegir dýrfirskir leikir, Eikin ættar minnar, 2010, og Höfrungur á leiksviði, 2011. Þá var tekin stutt kúnstpása en leikurinn svo hafinn að nýju með brumandi krafti með uppsetningu á Línu Langsokk, 2014, sem sló öll met. Síðustu tvö ár hafa verið sett á svið leikverk eftir annað vinsælt barnaleikritaskáld, Thorbjörn Egner, Kardemommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Í ár liggur leiðin aftur til Lindgrenheima, nánar tiltekið í Matthíasarskóg hvar Ronja ræningjadóttir býr. 

Að vanda er leikritið sýnt um páska og eru sýningarnar vel sóttar af bæði heimamönnum sem og aðkomufólki sem sækir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Leikararnir sem fara með hlutverk hinna ungu vina Ronju og Birkis eru efnileg þó ung séu að árum, en Katrín Júlía Helgadóttir er 8 ára og Ástvaldur Mateusz Kristjánsson er 11 ára. Frumsýnt verður laugardaginn 24. mars í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðaverð er 3.000 kr og miðasölusími: 863-1015.

Sýningartímar eftirfarandi: 

 

Frumsýning laugardaginn 24. mars kl: 13.00.
2. sýning sunnudaginn 25. mars kl: 13.00
3. sýning fimmtudaginn 29. mars kl:13.00
4. sýning fimmtudaginn 29. mars kl:16.00
5. sýning föstudaginn 30.mars kl: 13.00
6. sýning föstudaginn 30. mars kl:16.00

Þingeyrarprestakall býður til gönguveislu á föstudaginn langa en um er að ræða annars vegar stutta helgigöngu milli Mýrakirkju og Núpskirkju í Dýrafirði en hins vegar 26 km langa píslagöngu frá Núpi að Þingeyri.

Helgigangan hefst kl. 10:45 með stuttri bænagjörð í Mýrakirkju, en gangan sjálf hefst kl 11:00. Gengið verður frá Mýrakirkju að Núpskirkju og er gönguleiðin um 6 km. og tekur u.þ.b. 1 klst. Gönguleiðin er einstaklega falleg og göngunni lokinni er þátttakendum boðið upp á léttan hádegisverð í Núpsskóla.

Píslagangan fer frá Núpskirkju til Þingeyrar og er gangan líkt og áður sagði um 26 km. Göngustjóri er Ólafur Kristján Skúlason og er áætlaður göngutími er 6 klst. Boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni sem og akstur að Núpi til að sækja bíla þátttakenda. Nauðsynlegt er að skrá sig í píslagönguna fyrir kl. 18:00 þann 27. mars. Skráning og frekari upplýsingar eru í síma 869-4993 eða netfangið hildurir@simnet.is.
Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30