A A A
  • 1990 - Karen Lind Richardsdóttir
08.01.2019 - 09:56 |

Dýrafjarđargöng á nýju ári

« 1 af 3 »
Vinna við Dýrafjarðargöng, eftir jólafrí, hófst á ný í vikunni sem var að líða. Verktaki mætti á svæðið þann 2. janúar s.l. og hóf þá að opna svæðið og gera klárt fyrir áframhaldandi gangagröft og vegagerð. Vinna við gangagerð hófst síðan á fimmdudagskvöldið þann 3. janúar.

Eins og komið hefur fram hefur verktaki verið að fara í gegnum svæði þar sem þykkt setlag hefur kallað eftir umtalsverðum styrkingum og framvinda verið eftir því. Í lok árs 2018 v
ar lengd ganga Dýrafjarðarmegin orðin 438,2 m og samanlögð lengd ganga 4.095,8 m sem er um 77,3% af heildarlengd.

Þessa fyrstu vinnudaga ársins 2019 hafa göngin síðan lengst um 8 m og það jákvæða er að nú sér fyrir endann á notkun styrktarboga og því vona á hærri framvindutölum framundan. Alls voru settir upp 25 styrktarbogar á um 56 m löngum kafla og var sá síðasti settur upp á aðfaranótt sunnudagsins.

Lengd að gegnumbroti er nú 1.197,2 m.
05.01.2019 - 18:15 |

Ţrettándagleđi 2019

Eftirfarandi tilkynning barst frá Björgunarsveitinni Dýra og Íþróttafélaginu Höfrungi:

Björgunarsveitin Dýri og Íþróttafélagið Höfrungur verða með sína árlegu þrettándagleði, sem haldin verður sunnudaginn 6. janúar og hefst kl. 17:00. Komið er saman að venju innst á Brekkugötu. Þar verða seldir kyndlar á vægu verði. Athugið að aðeins 10 ára og eldri fá leyfi til að vera með kyndla. Er það von okkar að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti enn sem fyrr í sínum fínu fötum og heiðri okkur með nærveru sinnu. Gengið verður sömu leið og áður og gangan endar við Stefánsbúð, hús Björgunarsveitarinnar. Kveiktur verður langeldur og sungið. Samkoman endar svo með flugeldasýningu. Gleðilegt ár.
03.01.2019 - 09:58 | Hallgrímur Sveinsson

Hemma Gunn minnst í sundlauginni á Ţingeyri

Hemmi međ frćnku sinni, Ţorbjörgu Gunnarsdóttur forstöđukonu í Íţróttamiđstöđinni á Ţingeyri. Ljósm. H. S.
Hemmi međ frćnku sinni, Ţorbjörgu Gunnarsdóttur forstöđukonu í Íţróttamiđstöđinni á Ţingeyri. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Á nýliðnu ári voru liðin fimm ár frá því að Hemmi Gunn kvaddi okkur. Þess var lítillega minnst í sundlauginni á Þingeyri á gamlársdag. Hemmi var nefnilega einn af máttarstólpunum í sundlaugarmenningunni á Þingeyri. Þá var kveikt á kerti  og flett upp í viðtali sem tekið var við þennan Dýrafjarðardreng, sem allri þjóðinni þótti vænt um. Í umræddu viðtali, sem birtist fyrir 14 árum í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi, 8. bindi, segir meðal annars svo:

Fyrsti kossinn

-Var ekki eitthvað af fallegum stelpum þarna í dalnum?

-Jú, jú að sjálfsögðu. Það voru fallegar stelpur í Höllinni svo eftir var tekið. Þar kviknaði til dæmis fyrsti ástarblossinn hjá mér. Það var stelpa sem þar var í sveit.  

-Hvað hét hún?

-Hún hét Margrét. Leiðir okkar lágu síðar saman hjá Útvarpinu. Hún hefur unnið þar nánast allt sitt líf. Hún var ári eldri en ég. Þetta var alveg skelfing að vera svona ástfanginn og þora ekkert að gera! Það minnti um margt á afa minn, Hermann, sem vann við að slá sefið í Haukadal upp úr aldamótunum 1900, með sitt gulllitaða hár, eins og Gunnar á Hlíðarenda og þeir kappar. Hann stóð í Seftjörninni og sló og horfði á allar heimasæturnar en þorði ekkert að gera af því hann átti engan pening! Ég var alveg máttvana frammi fyrir þessari miklu fegurð í Möggu 10 ára. Ég þorði náttúrlega aldrei að tjá henni ást mína. Svo var það sem gerði illt verra, að undir lokin, skömmu áður en við fórum suður, þá smellti hún á mig kossi! Alveg á nákvæmlega sama hátt og amma mín hafði smellt kossi á Hermann afa minn, þá kostgangara í Reykjavík, að læra. Þá brast stífla hjá honum og þau urðu síðar hjón. Hún var úr Garðinum. 

   Ég var gjörsamlega meðvitundarlaus eftir þennan koss og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að finna út hvar hún byggi í Reykjavík og hafði upp á því. Hún bjó á Laugavegi. Ég var kominn með símanúmerið og allt hvað eina, en þorði aldrei að hringja og var ekki mönnum sinnandi allan veturinn, en beið spenntur eftir að komast í sveitina til að hitta hana og láta þá af þessari feimni minni. Þá brá svo við að ég varð sennilega fyrir mesta áfalli mínu á lífsleiðinni.

    Í fyrsta lagi var það tík sem hét Lubba, eins og Lubba á Húsatúni í dag og ég hafði bundið miklum tryggðaböndum við. Hún hafði hlaupið fyrir bíl tveimur dögum áður en ég kom í sveitina það vorið. Og svo gerðist það hrikalega: Frú Margrét kom alls ekki í sveitina! Ég var niðurbrotinn maður fyrsta mánuðinn.

 

Landsleikur í Svalvogum 

 Þá var að bæta þetta upp einhvernveginn og ég reyndi að koma kynnum mínum af íþróttunum til strákahópsins. Það gekk mjög vel og við vorum endalaust í fótbolta og síðan í frjálsum íþróttum inn á grundinni á þúfunum þar sem Ungmennafélagið Gísli Súrsson, sem stofnað var eftir stríðið, hafði haft aðstöðu sína, meira að segja var þarna langstökksgryfja og kúluvarpshringur. Þarna stofnuðum við til okkar Haukadalsmóta. Við vildum gjarnan etja kappi við Þingeyringa, en skorti kjark þó við teldum okkur eiga fullt erindi í þá. En við byrjuðum samt á landsleikjum. 

   Þegar við töldum okkur vera orðna nógu sterka, skoruðum við á alla bæina frá Haukadal og út í Svalvoga í landsleik í knattspyrnu. Það var semsagt landsliðið á móti úrvalsliðinu. Þá var fullt af krökkum þar á bæjunum.Við gengum alla leið út í Keldudal og áðum þar eins og sagt er. Fengum þar mjólkursopa hjá Ella og Jönu. Síðan var haldið áfram og gengið alla leið út í Svalvoga. Þá var vegurinn hans Ella Kjaran ekki kominn, þannig að við þurftum að sæta sjávarföllum og allt eftir því. Við kölluðum ekki allt ömmu okkar, landsliðsmennirnir í Haukadal í þá daga og úrvalsliðsmennirnir á bæjunum í kring!

   Landsleikurinn fór fram á þýfðu túninu í Svalvogum og við sigruðum auðvitað! Fengum svo að leik loknum eina jólakökusneið og volga mjólk með rjómakekkjum sem ekki allir voru vanir. Svo var bara gengið til baka og komið heim síðla kvölds. Svo komu úrvalsliðsmennirnir inn í Haukadal síðar um sumarið, því það var leikið heima og heiman. Þetta var alvörukeppni.

03.01.2019 - 09:48 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirsk menning blómstrar í Sundlauginni á Ţingeyri

Dr. Eiríkur Bergmann sagði í Smartland á mbl.is að sundlaugarmenning okkar Íslendinga sé framlag okkar til siðmenningar. Sjálfur fer hann helst daglega í sund og saknar Vesturbæjarlaugarinnar mest þegar hann er erlendis utan vina og ættingja. Eiríkur segir sundlaugarferðir allra meina bót og samfélagið þar oft mjög sérstakt. 


Lesið upp úr vestfirskum og jafnvel heimsbókmenntum!


Þetta eru orð að sönnu. Nærtækt er að nefna, að í sundlauginni á Þingeyri hefur í mörg ár ekki einungis verið hugsað um líkamlegu hliðina. Hin andlega hliðin kemur þar einnig við sögu. Í mörg ár hefur nefnilega verið lesið þar upp úr vestfirskum bókmenntum og jafnvel heimsbókmenntum. Þar sem margir spekingar koma saman, verður svo auðvitað að stofna akademíu. Þingeyrarakademían starfar af fullum þrótti í heita pottinum og við kaffiborðið hjá henni Þorbjörgu Gunnarsdóttur, sem stjórnar öllu til sjós og lands í Íþróttamiðstöðinni. Þar eru innanlandsmálin og  heimsmálin krufin til mergjar og stundum bara hreinlega leyst! 

Snorri gekk til laugar


Og skal nú nefndur til sögu Snorri nokkur Sturluson. Fróðir menn segja að hann hafi gengið  til laugar upp á hvern dag er hann var í Reykholti. Sumir telja að þar hafi hann sagt skrifurum sínum fyrir ódauðlegar bókmenntir. Þeir hafa jafnvel verið á laugarbakkanum og mundað þar fjaðurpenna sína, heimatilbúið blek og kálfsskinn. Og þeir voru fleiri sem gengu til laugar fyrstu aldir Íslandsbyggðar: Grettir Ásmundarson, Egill Skallagrímsson, Guðrún Ósvífursdóttir, Kjartan Ólafsson. Vituð ér enn eða hvat? Og baðstofur voru þá nánast á hverjum bæ.

Fyrsta laug sem getið er um á landinu er einmitt Snorralaug í Reykholti. Hún er frægust laug á Íslandi vegna aldurs og gerðar. Eignuð Snorra Sturlusyni sem sagnir herma að hafi látið gera laugina í þeirri mynd sem hún er nú, fyrir nærri 800 árum. Svo segir Jón Þorsteinsson heitinn læknir í Læknablaðinu 07. 08. 2005.

29.12.2018 - 11:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guđmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Smáskammtalćkningar leysa ekki vandann

Samgöngumálin: Smáskammtalækningar leysa ekki vandann


Við félagarnir höfum verið að hamra á því, ásamt fleirum, að það er löngu kominn tími til að við lítum á land okkar sem eina heild. Til dæmis í samgöngumálum. En smáskammtalækningar þær sem tíðkast hafa með happa-og glappaaðferð, leysa ekki þann mikla vanda sem við er að etja. Þar þarf fyrst og fremst stórhug, kjark og vilja.

Við teljum rétt einmitt núna að rifja upp tillögu okkar sem svo hljóðar: 

Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft markaðsverð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. 

Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta! 

Ríkissjóður hefur ekkert að gera með að eiga tvo banka af þremur aðalbönkum landsins. Það ætti að vera honum nóg að eiga Landsbankann að fullu eins og er í dag. En það á ekki að selja fimmeyring í honum að okkar mati og margra fleiri.
   

Hver og einn bær er hlekkur í keðjunni!

Umrædd tillaga um sölu Íslandsbanka mundi hafa margt gott í för með sér.  Í öllum landsfjórðungum yrðu t. d. starfandi verktakar allan ársins hring sem kæmu samgöngum markvisst í almennilegt horf á örfáum árum. Ekkert væl, eða jaml, japl og fuður, heldur samræmdar aðgerðir þar sem grundvöllurinn verði að landið allt er ein heild. Hver og einn bær er hlekkur í þeirri keðju. Töku veggjalda gæti Alþingi svo rætt nánar eftir hentugleikum. „Skrifaðu flugvöll“ yrði eitthvað sem ekki þýddi að bjóða fólki upp á fyrir kosningar. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjörbreytast. Endurtökum: Seljum Íslandsbanka og brúkum peningana í samgöngur!

                                                                      
Gleðilegt ár.

24.12.2018 - 08:42 | Hallgrímur Sveinsson

Einu sinni voru mćlingamenn í Auđkúluhreppi....

Mćlingamenn ađ störfum. Ekki er nú mćlirinn amalegur! Sófus til vinstri en Elli dýfir höndum í ylvolgt vatniđ. Ljósm. Hallgr. Sveinsson.
Mćlingamenn ađ störfum. Ekki er nú mćlirinn amalegur! Sófus til vinstri en Elli dýfir höndum í ylvolgt vatniđ. Ljósm. Hallgr. Sveinsson.

Jólasaga af léttara taginu:

 

Þann 19. september 1996 ákváðum við þrír félagar að gera nú gangskör að því að mæla hitann í lauginni á Dynjanda í Auðkúluhreppi, sem enginn maður veit hvar er! Með mér í för voru hinir valinkunnu sómamenn og góðu drengir, Elís Kjaran frá Kjaransstöðum og Sófus Guðmundsson frá Brekku sem ekki eru lengur á meðal vor. En þeir brosa nú örugglega í kampinn þegar þessi skemmtisaga er rifjuð upp.

   Jæja. Þarf ekki að orðlengja það að áður en við lögðum upp frá Hrafnseyri þótti rétt að hafa með sér hitamæli. Hvers konar mælir ætti það að vera? Nú auðvitað apparat sem mælir hita í vatni. Þótti okkur kjörið að taka mjólkur- og skyrhitamæli hjá staðarins frú traustataki og það án formlegs leyfis. Hann væri flottur í það djobb. Mikið verkfæri. 

   Nú, nú. Fórum sem leið lá inn að Dynjanda. Þar var tekinn upp mælirinn góði. Þóttumst við vera vel í stakk búnir með mælinguna, engu síður en Þorvaldur Thoroddsen. Hann mældi hitann í lauginni 26. júlí 1887 (Ferðabókin) og reyndist hann þá vera 26,5 gráður á Celsíus. Ekki er vitað til að  aðrir menn en við félagar og Þorvaldur hafi staðið í slíkum mælingum. Er þó vel á aðra öld  á milli mælinganna.

   Hófust nú mælingar. En hvað er þetta! Mælir ekki helv. mælirinn neitt! Það koma engar tölur. Hvurslags er þetta eiginlega. Þetta er kolvitlaus mælir maður,  sagði sá elsti í hópnum. Þetta er ekki vatnshitamælir! Og við það sat. Léttadrengurinn mátti nú pilla sig heim aftur, hvað hann og gerði og kom svo eftir klukkutíma með vatnshitamæli. Hvar sem hann fékk hann nú. Gat þá mæling farið fram samkvæmt Morthensbók. Reyndist laugarhitinn þá vera 27,3 gráður. Þannig að það hafði hitnað aðeins í kolunum frá því Þorvald okkar leið. Og lýkur þar sögunni af mælingamönnunum miklu í Auðkúluhreppi. Og allir ánægðir. Hitaveita er nú á einum bæ í hreppnum. Það er auðvitað á Laugabóli. Hvað annað!

21.12.2018 - 16:57 |

Kertasníkir

Á þorláksmessu kl. 11 kemur góður gestur í heimsókn í íþróttahúsið. Dýrfirðingar, ungir sem aldnir, eru hvattir til að koma og heilsa upp á kauða.
20.12.2018 - 11:02 | Hallgrímur Sveinsson

Leyndardómar Vestfjarđa 3: Silfurbergsnáman í Međaldal

Galvaskir námumenn. Frá vinstri: Einar Einarsson, Jón Bjarnason og Jónas Ţorsteinsson.
Galvaskir námumenn. Frá vinstri: Einar Einarsson, Jón Bjarnason og Jónas Ţorsteinsson.

Í botni Meðaldals í Dýrafirði áttu sér stað framkvæmdir nokkrar um 1910. Var það námugröftur og var leitað eftir silfurbergi, sem þá var í háu verði og notað í smásjár og fleiri slík tæki. 

   Þeir sem unnu að verkinu voru Einar Einarsson (1880-1939) bátasmiður úr Reykjavík, Jón Bjarnason (1894-1912) frá Þingeyri, sonur Bjarna Guðbrandar Jónssonar, frumherja í járn-og vélsmíði á Þingeyri og Jónas Þorsteinsson (1880-1918) steinsmiður úr Reykjavík, en hann var kunnáttumaður um sprengingar og hefur líklega verið verkstjóri við námavinnsluna. Náman mun vera 10-15 metrar að lengd, en námuopið er um 2,5 metrar á hæð. 

   Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, úrskurðaði að í námunni sé ekki um silfurberg að ræða heldur aðallega aragónít, sem er skylt silfurberginu. 

                                                                                            (Mannlíf og saga 1. hefti)

 

Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31