A A A
  • 1949 - Guđberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Vegavinna í Dýrafirđi
Vegavinna í Dýrafirđi
« 1 af 8 »

Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl og var lagt bæði í göngunum og í hluta vegskálanna. 

 

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. Gróft áætlað er búið að setja upp um helminginn af vatnsklæðingunni og búið að sprautusteypa yfir tæplega fjórðung af því sem er áætlað að þurfi.

 

Búið er að steypa 5 hluta í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði og 7 hluta af sökklum en í heildina verður skálinn steyptur í 14 hlutum. Unnið var við fyllingar meðfram vegskálanum í Dýrafirði og í veginum í skálanum sjálfum.

 

Í Dýrafirði var unnið við fyllingar og þá helst í veginum inn að Dröngum sem liggur inn fjörðinn. Að auki var unnið í frágangi á fláafleygum og skeringum og lagningu vegræsa.

 

Brýrnar yfir Mjólká og Hófsá voru spenntar upp og klárað að setja vegrið á þær.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá vegavinnu í Dýrafirði, steypuvinnu við vegskálann í Arnarfirði, fyllingavinnu að vegskálanum í Dýrafirði, aðkomuna að göngunum í Dýrafirði og brúna yfir Hófsá.

Síra Gunnar Björnsson spilađi í kapellunni á Hrafnseyri 17. júní 2087. Ljósm. H. S.
Síra Gunnar Björnsson spilađi í kapellunni á Hrafnseyri 17. júní 2087. Ljósm. H. S.

Í tilefni af 75 ára afmæli síra Gunnars Björnssonar 15. október næstkomandi heldur hann þrenna tónleika.  Afmælisbarnið leikur á celló, en meðleikarar á píanó verða þau Agnes Löve og Haukur Guðlaugsson.

Hinir fyrstu verða Í Forsæti í Flóahreppi þriðjudaginn 15. okt. kl. 21,00.

Þeir verða svo endurteknir, ef Guð lofar, í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 20. október kl. 17,00 og á Grund við Hringbraut í Reykjavík þriðjudaginn 22. október kl. 16,30.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


 
06.10.2019 - 15:29 | Hallgrímur Sveinsson,Guđmundur Ingvarsson,Bjarni Einarsson

Geggjuđ hugmynd ađ vestan: Í stađinn fyrir neyđarástand í Sćluborginni fái menn greitt fyrir minni akstur!

Hallgrímur Sveinsson, Bjarni Einarsson og Guđmundur Ingvarsson
Hallgrímur Sveinsson, Bjarni Einarsson og Guđmundur Ingvarsson

„Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu er að verða óbærilegt fyrir íbúa þessa svæðis. Snemma á morgnana og síðdegis er umferðin svo gríðarleg að fólk kemst lítið áfram. Þessi staða mála er ákaflega þreytandi fyrir þá, sem á annað borð eru á ferðinni á þessum tímum. Það liggur í augum uppi að samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og sjálfsagt hefur fjölgun bíla orðið langt umfram það, sem reiknað var með. Öngþveitið er eftir sem áður staðreynd.“ 
Nú gætu lesendur haldið að þessi orð hafi verið sett á blað í gær. Svo er nú ekki, heldur birtust þau í forystugrein Morgunblaðsins 1. nóvember 2006. Fyrir 13 árum. Já, fyrir 13 árum! Grein sinni lýkur höfundur á þessa leið:  „Þetta er mesti vandi íbúa höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta hefði einhverntíma verið kallað neyðarástand. En er svarið við því meiri steypa, stál, malbik og álögur? 


Orsakir og afleiðingar


Við Íslendingar erum sífellt að glíma við afleiðingar af öllum sköpuðum hlutum. En alltof oft dettur engum heilvita manni í hug að takast á við orsök vandamálanna. Skáldið okkar sagði sem svo, að í hvert sinn sem komið er að kjarna máls hlaupa Íslendingar út og suður. Hver kannast ekki við það?

...
Meira

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 37-38 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu.

 

Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar. 

 

Búið er að steypa 3 hluta í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði og 5 hluta af sökklum. Unnið var við fyllingar meðfram vegskálanum í Dýrafirði og fyllingar á plani utan við munna undir fjarskiptahús og mastur.

 

Í Dýrafirði var haldið áfram með lagningu á neðra burðarlagi og frágangi á fláafleygum og skeringum. Sem fyrr var efnisvinnsla í fullum gangi í Arnarfirði og er verið að framleiða efni sem fer í veginn í göngunum. Í Arnarfirði voru einnig lögð ræsi og keyrt í fyllingar og fláafleyga.

 

Brúargólfið á brúnni yfir Hófsá var steypt og á nú einungis eftir að steypa sigplötur við brúna og verður þá allri steypuvinnu lokið í brúnum tveimur í Arnarfirði.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá lagningu á vegræsi í Arnarfirði, munnann í Arnarfirði, neðra burðarlag í Dýrafirði og sprautusteypun á vatnsklæðingar.

Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina. 


Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Um er að ræða 75-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. desember eða eftir nánara samkomulagi. 

...
Meira
Úff, ţađ er ýmislegt sem menn verđa ađ láta sig hafa í ţrengslunum! Myndin er úr bílakjallara í verslunarmiđstöđ, líklega USA. Ljósm. af síđu jensgud@simnet.is
Úff, ţađ er ýmislegt sem menn verđa ađ láta sig hafa í ţrengslunum! Myndin er úr bílakjallara í verslunarmiđstöđ, líklega USA. Ljósm. af síđu jensgud@simnet.is
„Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu er að verða óbærilegt fyrir íbúa þessa svæðis. Snemma á morgnana og síðdegis er umferðin svo gríðarleg að fólk kemst lítið áfram. Þessi staða mála er ákaflega þreytandi fyrir þá, sem á annað borð eru á ferðinni á þessum tímum. Það liggur í augum uppi að samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og sjálfsagt hefur fjölgun bíla orðið langt umfram það, sem reiknað var með. Öngþveitið er eftir sem áður staðreynd.“ 
Þessi orð eru úr forystugrein Morgunblaðsins 1. nóvember 2006. Fyrir 13 árum. Já, fyrir 13 árum! Grein sinni lauk höfundur á þessa leið: „Þetta er mesti vandi íbúa höfuðborgarsvæðisins.“...
Meira
„Kolbeinn“ kapteinn undir stýri. Eins og klipptur út úr Tinnabókunum. Vantar bara Tinna sjálfan og Tobba! Ljósmynd: Sigţór Gunnarsson.
„Kolbeinn“ kapteinn undir stýri. Eins og klipptur út úr Tinnabókunum. Vantar bara Tinna sjálfan og Tobba! Ljósmynd: Sigţór Gunnarsson.
« 1 af 2 »

Laugardaginn 17. ágúst bauð Rauðakrossdeild Dýrafjarðar heiðursfélögum í firðinum í ferðalag í Perluna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Alls voru þetta 32 borgarar og spekingar miklir sem fóru í umrædda ferð. Farið var í stórri hvítri rútu sem Ástþór Ágústsson, fyrrum bóndi í Múla, stýrði styrkri hendi. Jónína Símonardóttir, formaður Dýrafjarðardeildarinnar ávarpaði liðið og bauð borgarana velkomna. Skipaði hún öllum í bílbeltin og að vera stilltir og prúðir á leiðinni. Bergur Torfason og Þorbjörg Gunnarsdóttir stóðu  svo heldur betur við hlið hennar í fararstjórninni ásamt fleirum. Fór ekkert úrskeiðis, enda undirbúningur allur eins og hjá fagfólki. Bergur las svo nokkrar gamansögur á leiðinni norður úr bókinni sem hann var með. Þar sagði meðal annars frá bóndanum hér fyrir vestan sem seldi sóffann, frekar en að reka vinnumanninn og skilja við konuna. Förum ekki nánar út í það. 

...
Meira
Ţorp verđur til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guđrúnu Kristjánsdóttur
Ţorp verđur til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guđrúnu Kristjánsdóttur

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu Þorp verður til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur. Með þessari þriðju bók um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóðum í árdaga byggðar þar á mölinni.
Flateyri varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, voru fiskveiðar og vinnsla aflans, ásamt þjónustu við nærliggjandi sveitir, grundvöllur byggðarinnar.  


Undirstaða verksins er fréttaefni úr sendibréfum sem rituð voru um aldamótin 1900. Þau eru hluti tveggja bréfasafna sem hafa legið í ferðakofforti og kommóðuskúffu á Flateyri allar götur síðan. 

...
Meira
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31