A A A
  • 1981 - Gunnar Jakob Lķnason
  • 1985 - Helgi Snęr Ragnarsson
04.03.2017 - 20:37 | Vestfirska forlagiš,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason

Panamaskjölin og Brśneggjamįliš veršlaunuš

Lengst til vinstri er  Önfiršingurinn Jóhannes Kr. Kristjįnsson. Ljósm.: RUV
Lengst til vinstri er Önfiršingurinn Jóhannes Kr. Kristjįnsson. Ljósm.: RUV
Önfirðingurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson hlaut í dag blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim hluta Panamaskjalanna sem vörðuðu íslenska hagsmuni og umfjöllun um mikil viðskipti í skattaskjólum í samstarfi við aðra miðla.
Tryggvi Aðalbjörnsson, fréttamaður RÚV, fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um Brúnegg....
Meira
03.03.2017 - 21:02 | Dżrfiršingafélagiš

Kaffidagur Dżrfiršingafélagsins 12. mars n.k.

Nýtt starfsár Dýrfirðingafélagsins hefst með árlegum Kaffidegi félagsins sunnudaginn 12. mars 2017 í Fella- og Hólakirkju. Guðsþjónusta kl. 14:00 er fyrst á dagskrá en sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þeir sem vilja taka þátt í söngnum eru hvattir til að hafa samband við Ragnar Gunnarsson í síma 8614651, senda honum skilaboð, eða kynna sér æfingartíma á fésbókarsíðu félagsins.

Að guðsþjónustunni lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1500,- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn....
Meira
03.03.2017 - 07:00 | Vestfirska forlagiš,Morgunblašiš,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Ķslendingar - Jón Žorlįksson

Jón Žorlįksson (1877 - 1935).
Jón Žorlįksson (1877 - 1935).
Jón Þorláksson forsætisráðherra fæddist í Vesturhópshólum 3. mars 1877. Foreldrar hans voru Þorlákur Þorláksson, hreppstjóri þar, og k.h., Margrét Jónsdóttir húsfreyja.

Föðurbróðir Jóns var Þórarinn Þorláksson listmálari, en systir Jóns var dr. Björg Þorláksson, fyrsti íslenski kvendoktorinn.
Kona Jóns var Ingibjörg, dóttir Jean Valgard vann Deurs Claessen, landsféhirðis, og Kristín Eggertsdóttur Briem. Þau Jón og Ingibjörg áttu tvær kjördætur.


Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1897, með hæstu einkunn í sögu skólans, og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1903, þriðji Íslendingurinn sem lauk verkfræðiprófi.
Jón rannsakaði byggingarefni og brúargerð hér á landi 1903-1905, var skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík frá stofnun 1904-1911, landsverkfræðingur 1905-1917, rak sjálfstæða verkfræðistofu og byggingavöruverslun í Reykjavík 1917-1923 og síðan verslunina í samvinnu við Óskar Norðmann til æviloka, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1906-1908 og 1910-22, alþingismaður 1921-33, fjármálaráðherra 1924-27, forsætisráðherra 1926-27 og borgarstjóri í Reykjavík frá 1933 og til dauðadags. Hann var formaður Verkfræðingafélags Íslands, einn helsti stofnandi og seinni formaður Íhaldsflokksins 1926-29 og fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins.

...
Meira
02.03.2017 - 22:25 | visir.is,Vestfirska forlagiš,Stöš 2,Björn Ingi Bjarnason

Žessir vegir lenda ķ tķu milljarša nišurskurši samgönguįętlunar

Jón Gunnarsson samgöngurįšherra: „Žetta eru mikil vonbrigši vķša um land, žvķ mišur.
Jón Gunnarsson samgöngurįšherra: „Žetta eru mikil vonbrigši vķša um land, žvķ mišur." STÖŠ 2/BJÖRN SIGURŠSSON
« 1 af 2 »
Ríkisstjórnin er langt komin með að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða króna. Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. Fjallað var um niðurskurðinn í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. 
Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti þann 12. október, rétt fyrir þingkosningar, var tveimur mánuðum síðar orðin marklaus, með samþykkt fjárlaga. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngumála, segir að það muni tæpum tíu milljörðum króna. Þurft hefði 14 milljarða en um 4,5 milljarðar hefðu komið í fjárlagafrumvarpi til nýrra framkvæmda.
Niðurskurðurinn verður mestur á Vestfjörðum. 1200 milljónir króna voru markaðar í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin af. 400 milljónir áttu að fara í Dynjandisheiði, það allt sömuleiðis verður tekið af í ár....
Meira
02.03.2017 - 21:24 | Vegageršin,ruv.is,Björn Ingi Bjarnason,bb.is,Vestfirska forlagiš

TEIGSSKÓGUR: - VEGAGERŠIN VELUR ÓDŻRASTA KOSTINN

Veglķnurnar sem eru bornar saman ķ matsskżrslunni
Veglķnurnar sem eru bornar saman ķ matsskżrslunni

Vega­gerðin tel­ur að leið Þ-H um Gufu­dals­sveit sé besti kost­ur­inn við val á nýrri leið um Gufu­dals­sveit. Sú leið ligg­ur meðal ann­ars um Teigs­skóg í Þorskafirði. Í mats­skýrslu sem Vega­gerðin hef­ur nú lagt fram vegna um­hverf­is­mats kem­ur fram að vega­gerðin hafi óhjá­kvæmi­lega nei­kvæð áhrif á um­hverfið og er leið Þ-H önn­ur af tveim­ur leiðum sem hafa mest áhrif á lands­lagið. Þegar Skipu­lags­stofn­un hef­ur gefið út álit sitt á mats­skýrsl­unni sæk­ir Vega­gerðin um fram­kvæmda­leyfi til Reyk­hóla­hrepps. Stefnt hef­ur verið að því að hefjast handa í ár. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er álits Skipulagsstofnunar að vænta í síðasta lagi 27. mars 2017.


Leið Þ-H þver­ar Þorska­fjörð, fer um Teigs­skóg og þver­ar Djúpa­fjörð og Gufu­fjörð. Hún stytt­ir Vest­fjarðaveg um helm­ing, eða rúma 20 km, á þess­um kafla og ligg­ur öll um lág­lendi.

...
Meira
01.03.2017 - 21:47 | Vestfirska forlagiš,Morgunblašiš,Björn Ingi Bjarnason

1. mars 1915 - Kol śr Dufansdal ķ Arnarfirši

Dufansdalur ķ Arnarfirši.
Dufansdalur ķ Arnarfirši.
« 1 af 2 »
Íslensk kol voru seld í fyrsta sinn í Reykjavík þann 1. mars 1915. 

Þau voru frá Dufansdal við Arnarfjörð, voru ódýrari en innflutt kol og sögð gefa góðan hita....
Meira
01.03.2017 - 21:36 | Vestfirska forlagiš,Morgunblašiš,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Ķslendingar - Siguršur Eggerz

Siguršur Eggerz (1875 - 1945).
Siguršur Eggerz (1875 - 1945).
Sigurður Eggerz ráðherra fæddist á Borðeyri 1. mars 1875. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson Eggerz, kaupstjóri þar, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja.

Í ættum Sigurðar og fjölskyldu eru óvenju margir alþingismenn og ráðherrar, s.s. bróðir hans, Guðmundur, alþingismaður og sýslumaður, og tveir mágar hans, Páll Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, og Ólafur Thorlacius alþingismaður, faðir Kristjáns Thorlacius sem var formanns BSRB og varaþingmaður.
Þá var Sigurður kvæntur Solveigu, dóttur Kristjáns Jónssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra og Steingríms, alþingismanns og bæjarfógeta á Akureyri, en þeir voru synir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns og héraðshöfðingja á Gautlöndum, og eru því af Gautlandsætt og Reykjahlíðarætt, fjölmennustu ráðherraætt landsins.
Tengdamóðir Sigurðar var hins vegar Anna Þórarinsdóttir, dóttir Þórarins Böðvarssonar alþingismanns sem átti ræturnar að Holti í Önundarfirði.

...
Meira
01.03.2017 - 15:28 | Vestfirska forlagiš,Fręšslumišstöš Vestfjarša,Björn Ingi Bjarnason

Smįri Haraldsson lętur af störfum hjį Fręšslumišstöš Vestfjarša

Smįri Haraldsson.
Smįri Haraldsson.
« 1 af 3 »

Smári Haraldsson forstöðumaður vann sinn síðasta dag hjá Fræðslumiðstöðinni í gær, þriðjudaginn 28. febrúar 2017. Hann lætur nú af störfum eftir tæplega 16 ár.


Samstarfsfólk kvaddi sinn gamla yfirmann með góðum gjöfum, fögrum orðum og ómældu knúsi. Valið á gjöfunum sýndu að fólkið þekkir allar langanir og þrár yfirmanns síns. Þau gáfu honum bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreinsson, en þessi bók var einmitt efst á óskalista Smára. Þá gáfu þau honum vinkil, tommustokk og tréblýant til að auðvelda honum viðhald og tómstundastarf, en Smári hefur oft kvartað sálega yfir því að hann mældi vitlaust og sagaði skakkt. Ennfremur fékk hann sérlega haganlega gerða bjórdós sem ekkert klikk heyrist í þegar hún er opnuð, þannig að Helga hans heyrir ekki þegar hann fær sér bjórinn. Bjórnum fylgdi súkkulaðistykki sem þau sögðu að væri aðeins fyrir Helgu þar sem þau fullyrtu að Smári segðist vera hættur að borða sætindi. Smári kannaðist reyndar ekkert við það. Til að kóróna þetta allt fylgdi gjöfinni svo fallegur blómvöndur.

...
Meira
Eldri fęrslur
« Mars »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör