A A A
  • 1968 - Viktor Pálsson
  • 1994 - Ţórđur Sigmundur Ragnarsson
03.05.2019 - 14:36 | Ísafjarđarbćr

Vortiltekt og grenndargámar

Þegar sólin lætur kræla á sér á vorin fer gróður að taka við sér og garðaeigendur fara á stjá og huga að tiltekt í görðunum sínum. Settir hafa verið gámar undir garðaúrgang á ýmsa staði í Ísafjarðarbæ. Gámurinn undir garðaúrgang fyrir Þingeyri hefur verið settur þar sem gámabíllinn stoppar, á malarplanið við höfnina. 

Við björgunarsveitarhúsið Stefánsbúð má einnig finna fatagám Rauða krossins en þar er tekið við fötum sem til stendur að henda. Rauði krossinn endurvinnur fötin og gefur bæði þurfandi hérlendis sem erlendis. Einnig eru endurnýttar flíkur seldar í Rauða krossbúðunum og svo eru fatapakkar seldir beint til útlanda en ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins. 
 

Mikilvægt að notendur gámanna séu tillitssamir og passi að setja ekkert annað en garðaúrgang í garðagáminn og að fatapokar séu settir lokaðir í Rauða kross gáminn.

Dagur harmóníkunnar verður haldinn í Félagsheimilinu Þingeyri laugardaginn 4. maí 2019. Dagskráin stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 17:00. Kvenfélagið Von sér um veitingar og verða kaffi og vöfflur til sölu á vægu verði. 
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 

 
27.04.2019 - 14:13 | Hallgrímur Sveinsson

Lóa, lóa, lóa, lóa, lóa!

Jæja. Nú er lóan komin í Arnarfjörð. Nánar tiltekið á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Gömlu brýnin, sem héldu uppi merki staðarins í 40 ár, sáu eina lóu á svokölluðu Húsatúni fyrir neðan fjárhús staðarins um kl. 16 í gær, 26. apríl. Það var ánægjuleg sjón.

Þegar þau svo fóru til baka í Dýrafjörð, hvað haldið þið að þau sjái á Brekkuhálsinum? Þar var bara lóupar að spóka sig á miðjum veginum! Nú vantar ekkert nema Frú Kríu og kallinn hennar. Og kannski einhverja fleiri ljúfa vorboða.

Nýjustu fregnir herma að lóan sé löngu komin á Eyjuna hjá þeim Berta, Ástu og Brandi í Hólum í Dýrafirði.

Hún er vön að steypa sér þar niður beint úr langfluginu að utan hundruðum saman. Sumir segja jafnvel í þúsundavís.

Og hún er líka komin að Auðkúlu í Arnarfirði. Og örugglega víðar.

Frábærar fréttir!

 
Starfsmenn Metrostav á haugnum eftir síđustu sprenginguna
Starfsmenn Metrostav á haugnum eftir síđustu sprenginguna
« 1 af 5 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 16 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Miðvikudaginn 17. apríl sprengdi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra síðustu sprenginguna í Dýrafjarðargöngum að viðstöddu miklu fjölmenni. Greftri ganganna er því lokið og næsta sem tekur við er að taka niður lagnir og klára styrkingar í veggjum og á stöku stað í þekjunni. Vinna við lagnavinnu, sem verið hefur í gangi undanfarnar vikur, verður haldið áfram.

 

Í Dýrafirði var sem fyrr haldið áfram með vegagerð og haldið áfram með vegskálann og er nú búið að steypa 6 hluta af sökklum, samtals 72 m.

 

 

21.04.2019 - 11:38 |

Gleđilega páska

Páskadagur er haldinn hátíðlegur til að fagna upprisu Jesú líkt og lýst er í Nýja Testamentinu, en samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á páskum gyðinga sem María Magdalena og María mey sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Páskar hafa allt frá árinu 325 borið upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori. Páskasunnudagur fellur í ár á sunnudaginn 21. apríl en hér koma nokkrir viðburðir úr sögunni sem tengjast þessari dagsetningu: 

- Þennan dag árið 753 f.Kr. er talið að Rómulus og Remus hafi stofnað Rómarborg.
- Árið 1509 var Hinrik VIII settur í embætti eftir fráfall föður hans Hinriks VII Englandskonungs.
- Í Setbergsannál segir að snjór hafi verið í mitti á sléttlendi á Suðvesturlandi. 
- Kristján VI Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn árið 1733. 
- Árið 1965 voru nafnskírteini gefin út til allra Íslendinga 12 ára og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.
- Fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, komu heim frá Danmörku árið 1971. 
- Árið 1991 var golfklúbburinn Gláma stofnaður á Þingeyri.


-Þingeyrarvefurinn óskar öllum lesendum gleðilegra páska-

 

17.04.2019 - 14:26 |

Páskadagskrá á Ţingeyri

Nú syttist í að páskahátíð fari í hönd og verður margt um að vera á Þingeyri líkt og endra nær. Mikið hefur verið lagt í og er dagskráin ekki af verri endanum. Undanfarin ár hefur leikdeild Höfrungs staðið fyrir barnaleiksýningum í Félagsheimilinu en í ár vinna saman Leikdeild Höfrungs og Kómedíuleikhúsið og bjóða barnaleikhúsveislu, brúðuleikhús sýninguna um Dimmalimm sem sýnd hefur verið fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu síðustu vikur ásamt hinu klassíska leikriti Thorbjorns Egner um bræðurna Karíus og Baktus. Fleira er á döfinni en hér fyrir neðan má nálgast yfirlit yfir þá viðburði sem verða í boði....
Meira
15.04.2019 - 23:06 | Blábankinn á Ţingeyri

Blábankinn hlýtur Landstólpann 2019

Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Andri Ţór Árnason
Eva Pandóra Baldursdóttir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Andri Ţór Árnason
« 1 af 2 »
Blábankinn hlaut á dögunum samfélagsviðurkenningu Byggðarstofnunnar, Landstólpann, sem veitt var í níunda sinn. Alls bárust stofuninni 12 tilnefningar og var Blábankinn valinn að þessu sinni. Landstólpinn er viðurkenning sem veitt er einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Blábankinn hefur verið starfræktur síðan 20. september 2017, en í umsögn viðurkenningarinnar segir að „Blábankinn sé einstaklega hvetjandi nýsköpunar- og samfélagsverkefni þar sem íbúarnir sjálfir höfðu frumkvæði af því að þróa og skipuleggja starfsemina með opinberum aðilum og þjónustuveitendum.“...
Meira
Þann 17. apríl verður hátíðleg stund í Dýrafjarðargöngunum en þá verður síðasta færan sprengd sem jafnframt verður viðhafnarsprenging. Vel hefur gengið við gangnagröft bæði Arnarfjarðarmegin fyrir áramót og nú eftir áramót Dýrafjarðarmegin. Á föstudaginn 12. apríl var gegnumbrot þar sem mátti sjá í gegn milli gangnahluta. 
Vegna viðhafnarsprengingarinnar miðvikudaginn 17. apríl býður verktakinn Suðurverk áhugasömum að taka þátt í hátíðarhöldum. Tvær rútur munu ferja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka eftir dagskrárlok....
Meira
Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30