A A A
  • 1972 - Edda Björk Magnúsdóttir
  • 1980 - Erna Höskuldsdóttir
  • 1998 - Dýrleif Arna Ómarsdóttir
06.03.2016 - 06:57 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Ţórarinn Vagnsson í Hrauni

Ţórarinn Vagnsson (1893-1976), bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríđur Guđrún Mikaelsdóttir (1893-1971). Börn ţeirra sem upp komust voru: Unnur, Valdimar, Kristinn Pétur, Ađalheiđur Guđmunda, Elías Mikael Vagn, Vilborg Jórunn, Kristján Rafn Vignir og Ingólfur. Ljósm. Sigurđur Guđmundsson.   (Úr fórum Katrínar Gunnarsdóttur)
Ţórarinn Vagnsson (1893-1976), bóndi í Hrauni og eiginkona hans, Sigríđur Guđrún Mikaelsdóttir (1893-1971). Börn ţeirra sem upp komust voru: Unnur, Valdimar, Kristinn Pétur, Ađalheiđur Guđmunda, Elías Mikael Vagn, Vilborg Jórunn, Kristján Rafn Vignir og Ingólfur. Ljósm. Sigurđur Guđmundsson. (Úr fórum Katrínar Gunnarsdóttur)

     Þórarinn Vagnsson í Hrauni var greindur karl og kunni hafsjó af fróðleik. Hann var einn af þessum óborganlegu sagnaþulum sem gaman var að hlusta á. Afburða sögumaður. En það var sama með hann og Kristján Jakobsson. Þeir sögðu sögur af þeirri list sem ekki verður endurflutt. Slíkt verður aðeins reykurinn af réttunum.


     "Þá hef ég ekki verið uppi"


     Það var seinnipart sumars að mikið smokkfiskírí var í Arnarfirði sem oftar. Leifur Þorbergsson var þá skipstjóri á Gullfaxa og þeir fóru vestur í Arnarfjörð að veiða smokk. Til að þurfa ekki að keyra fyrir nesið, var smokkinum landað við Kúlusjóinn og fluttur á bílum yfir til Þingeyrar. Þórarinn fékk að vera með þeim á smokkinum. Ég man nú ekki hvað margir voru á, en Egill Halldórsson, kenndur við Dýrhól, var þar einn af skipverjum.

...
Meira
03.03.2016 - 10:24 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Komiđ ađ luktum dyrum

Elís Ţórarinsson til vinstri og Jóhannes Davíđsson frá Neđri-Hjarđardal. Ţeir bćndurnir eru ađ spjalla saman í beinaverksmiđjunni á Ţingeyri í 60 ára afmćli Kaupfélags Dýrfirđinga 1979. Ljósm. Gunnar frá Hofi.
Elís Ţórarinsson til vinstri og Jóhannes Davíđsson frá Neđri-Hjarđardal. Ţeir bćndurnir eru ađ spjalla saman í beinaverksmiđjunni á Ţingeyri í 60 ára afmćli Kaupfélags Dýrfirđinga 1979. Ljósm. Gunnar frá Hofi.

Örlögin spá engu góðu


andinn stendur kyrr.


Áður fyrr mér ávallt stóðu


opnar þessar dyr.


   Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni, hirðskáld Dýrfirðinga, orkti er hann kom að luktum dyrum í Höfn vorið 1943, eftir að Kristján Jakobsson og fjölskylda fluttu þaðan alfarin til Þingeyrar. (Mannlíf og saga, 2. hefti. Sögn Elísar Kjaran) Sjá frásögn hér neðst á síðunni.

...
Meira
27.02.2016 - 20:22 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Kristján Jakobsson í Höfn

Höfn í Dýrafirđi. Myndin er tekin á búskaparárum ţeirra Kristjáns og Guđrúnar. Ljósm.: Ókunnur.
Höfn í Dýrafirđi. Myndin er tekin á búskaparárum ţeirra Kristjáns og Guđrúnar. Ljósm.: Ókunnur.
Kristján Jakobsson, bóndi í Höfn, var einstakt snyrtimenni að öllu leyti. Hann var ágætur smiður. Mjög vel lagtækur maður á tré, smíðaði orf og hrífur. Og hann kunni að segja frá. Það var oft gaman að hlusta á hann Kristján. Hann hafði sérstakan frásagnarstíl sem ekki verður endurtekinn. Hann hafði ánægju af að segja gamansögur af náunganum, sérstaklega úr Mýrahreppnum, en þaðan var hann ættaður og ólst þar upp. Það er landlægt þar í sveit að segja gamansögur af nágrönnum sínum og virðist lifa enn í þeim glæðum. Kristjáni dugði ekki að segja frá þessum körlum og kerlingum, heldur lék hann persónurnar líka....
Meira
19.02.2016 - 21:51 | Hallgrímur Sveinsson,Guđmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Erlent ferđafólk: - Mundi ţađ ekki greiđa sérstakt Íslandsgjald međ ánćgju?

Ónefndur foss í Stúfudalsá í Galtardal í Dýrafirđi. Táknrćnn fyrir íslenska náttúru. Ljósm. H. S.
Ónefndur foss í Stúfudalsá í Galtardal í Dýrafirđi. Táknrćnn fyrir íslenska náttúru. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »
Við höfum verið beðnir um nánari útfærslu á hugmyndum okkar um ýmsa þætti ferðamála sem við höfum birt að undanförnu. Er okkur ljúft að verða við því.
    Lykilatriði málsins er þetta: Það er útilokað að íslenska þjóðin geti búið við þá happa-og glappaaðferð sem ríkir í dag. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Við leggjum til að erlendir ferðamenn sem ætla að skoða og ferðast um landið greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Þeir fjármunir og þeir sem síðar innheimtast verði notaðir undanbragðalaust í uppbyggingu innviða og rekstur vegna löggæslu hreppstjóra eða svæðisumsjónarmanna. Kostnaður vegna fræðslu um landið og rekstur björgunarsveita einnig innifalinn....
Meira
12.02.2016 - 21:42 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr Hornstrandir og Jökulfirđir 5. bók: - Hvers vegna fóru Hornstrandir í eyđi?

Guđmundína Einarsdóttir Bćringssonar á Dynjanda, húsfreyja Ólafs Samúelssonar uppi á Bökkum í Furufirđi situr í söđli á Tátu sinni á leiđ vestur yfir Skorarheiđi. Í baksýn er bćr ţeirra hjóna. Myndin er tekin um 1930. Ljósm. ókunnur. Úr Grunnvíkingabók 1.
Guđmundína Einarsdóttir Bćringssonar á Dynjanda, húsfreyja Ólafs Samúelssonar uppi á Bökkum í Furufirđi situr í söđli á Tátu sinni á leiđ vestur yfir Skorarheiđi. Í baksýn er bćr ţeirra hjóna. Myndin er tekin um 1930. Ljósm. ókunnur. Úr Grunnvíkingabók 1.

Þessi spurning berst stundum í tal milli manna. Við henni er ekki til neitt einhlýtt svar. En margt hjálpaðist að segja þeir sem þekkja til. Skoðum aðeins hvað tveir þekktir aðilar og gjörkunnugir hafa að segja um mannauðnina í sveitarfélögunum tveimur.


 Sléttuhreppur


„Margir hafa talið miskunnarlaus vetrarveður, fámennið og skort á samgöngum á landi og sjó meginorsakir þess, að allt þetta stóra landsvæði skyldi fara í eyði á tiltölulega skömmum tíma. Víðast stóðu bæirnir einir og afskekktir, en þó hafði myndast þéttari byggð á nokkrum stöðum, nokkrir bæir þétt saman, eins og í Furufirði og Hornvík, eða jafnvel bæjaþyrpingar eða vísir að þorpum, sem höfðu myndast að Látrum og Sæbóli í Aðalvík og á Hesteyri. Innan marka núverandi Hornstrandafriðlands var Sléttuhreppur því fjölmennastur, en þar bjuggu um 420 manns árið 1942. – Á aðeins 10 árum fluttu allir íbúar Sléttuhrepps í burtu, og haustið 1952 fluttust þeir síðustu úr fyrri heimkynnum.“  Hjálmar R. Bárðarson í bók sinni Vestfirðir, bls. 287, Rvk. 1993.


 Grunnavíkurhreppur

...
Meira
10.02.2016 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson

Ţađ er Jón Reynir Sigurđsson sem er fjórđi mađurinn!

Í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirđinga. Ljósm.: BG
Í gömlu mjölskemmunni hjá Kaupfélagi Dýrfirđinga. Ljósm.: BG
Jón Reynir Sigurðsson frá Ketilseyri hafði samband og fræddi okkur á því að það væri hann sem væri fjórði maðurinn á myndinni úr myndalbúminu þar sem þeir eru að slægja fiskinn hjá K. D. Þeir voru í akkorði. Þegar gota og lifur fóru að koma í fiskinn var bætt við fimmta manninum. Það voru auðvitað mikil verðmæti fólgin í þeim afurðum líka. Maðurinn við hlið Guðmundar Friðgeirs er ekki Gunnar Þ. Einarsson heldur Guðmundur Sören Magnússon, bróðir hans. Jón segir að það hafi verið mikil forréttindi að fá að vinna með þessum mönnum, sem voru höfðingjar hver á sinn hátt. Þetta var mikil vinna og aldrei slegið af fyrr en allt var klappað og klárt. ...
Meira
Tómas tekur lagiđ í grunnskólanum á efri árum.
Tómas tekur lagiđ í grunnskólanum á efri árum.

Tómas Jónsson fæddist á Gili í Mýrahreppi í Dýrafirði 6. júní 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 15. ágúst 1999. Foreldrar hans voru Jón Júlíus Sigurðsson, skósmiður og síðar bóndi og Valgerður Efimía Tómasdóttir. Systkini hans, sem öll eru látin, voru Haraldur, Sigurður (dóu ungir), Ingibjörg, Jóhannes og Oddur.


    Tómas var einn þeirra persónuleika sem fjölhæfnin gerir þá um flesta hluti ólíka öðrum mönnum. Hann var húmoristi, sagnamaður og söngmaður. Íþróttamaður, hestamaður og bridgemaður prýðilegur. Bókhaldsmaður, trésmiður og múrari. Fyrirtaks ræðumaður, gleðimaður í góðra vina hópi og á mannamótum. Liðtækur leikari og afbragðs smali, svo nokkuð sé nefnt. Allt þetta og margir fleiri góðir eiginleikar einkenndu þennan sérstæða Dýrfirðing. Hæfileika sína setti hann ekki undir mæliker. Hann fór yfirleitt fremstur í flokki. Þó án þess að trana sér fram.

...
Meira
29.01.2016 - 11:19 | Hallgrímur Sveinsson,Guđmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Ný sýn í ferđamálum: - Viđ ţurfum hvorki náttúrupassa, gistináttagjald eđa annađ vesen

Dýrafjörđur.
Dýrafjörđur.

Það er borðleggjandi að Ísland á sér fáar ef nokkrar hliðstæður í víðri veröld. Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Og það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af hæfilegri festu ef ekki á illa að fara.


Hver erlendur ferðamaður greiði 5 þúsund krónur í aðgangseyri

...
Meira
26.01.2016 - 22:13 | Lilja Rafney Magnúsdóttir

Lilja Rafney: Áfram er dregiđ úr ţjónustu á landsbyggđinni!

Lilja Rafney Magnúsdóttir á fundi á Ţingeyri.
Lilja Rafney Magnúsdóttir á fundi á Ţingeyri.

Íslandspóstur hf ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins.
Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnartíma Alþingis þar sem innanríkisráðherra var til svara og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.


Ráðherra taldi að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið. Ég vil benda á að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.


 Mótmæli frá fulltrúum landsbyggðarinnar

...
Meira
23.12.2015 - 20:40 | Vestfirska forlagiđ

Tveir vestfirskir höfundar kvaddir

Tryggvi Ţorsteinsson skurđlćknir frá Vatnsfirđi í Djúpi.
Tryggvi Ţorsteinsson skurđlćknir frá Vatnsfirđi í Djúpi.
« 1 af 2 »

Ekki fer hjá því að forleggjarar sem gefa út jafn viðamikið efni og Vestfirska forlagið hefur borið gæfu til að standa að á örfáum árum, kynnast mörgum karakterum. Höfundar bóka og annars efnis skipta þar hundruðum. Þetta fólk hefur upp til hópa gefið undirrituðum mikið. Ánægjuleg og prúðmannleg samskipti hafa verið þar í öndvegi.


    Nú hafa tveir heiðursmenn úr þessum hópi kvatt okkur með tveggja daga millibili, báðir háaldraðir. Þetta eru þeir Tryggvi Þorsteinsson skurðlæknir frá Vatnsfirði í Djúpi og Torfi Þorkell Guðbrandsson skólastjóri frá Heydalsá í Strandasýslu. Þessir tveir Vestfirðingar voru góðir fulltrúar sinna byggða. Þeir voru hógværir, hressilegir, kurteisir og gamansamir þegar það átti við. Heilsteyptir menn og æðrulausir.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör