A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
17.04.2018 - 09:59 | Hallgrímur Sveinsson

Fyrir þremur árum á Þingeyrarvefnum: Plastruglið

Mynd: Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!
Mynd: Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!

Kenyamenn banna plastpoka, en hvað með okkur Íslendinga?

Nú berast fréttir af því frá Afríku, af öllum stöðum nánar tiltekið frá Kenya, að þeir hafi bannað plastpoka þar með harðri hendi. Við skrifuðum nokkrar greinar hér á Þingeyrarvefinn fyrir nokkrum árum um plastruglið í okkur Íslendingum. Rifjum það nú lítils háttar upp af þessu gefna tilefni frá Afríku.

„Við förum út í búð. Kaupum lítinn hlut sem er í þessari fínu pappaöskju, sem verndar hlutinn mjög vel. Auðvitað plast eða sellofan þar utan yfir. Og svo býður afgreiðsludaman okkur plastpoka. Vitanlega. Er útilokað að setja þennan litla hlut í vasann eða töskuna án þess að troða honum í plastpoka áður?

Margir brúka einnota borðbúnað í hagræðingar-og heilsubótarskyni og til að losna við uppvask. Þykir ógurlega fínt. Það er nú meiri hagræðingin. Ekki veit ég betur en íslenskir sjómenn séu einhverjir hraustustu menn undir sólinni. Sumir þeirra nota sama kaffifantinn vikum og jafnvel mánuðum saman án þess að láta sér detta í hug að skola af þeim einu sinni. Sama kannan, jafnvel ekki þvegin vikum eða mánuðum saman. Hefur einhver heyrt af því að þessir menn séu eitthvað veiklaðri en við landkrabbarnir sem drekkum úr plastmálum og hendum þeim svo?“ 


Búið er að banna plastpoka í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og kannski víðar. Hvað með okkur Íslendinga?
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31