A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
02.05.2018 - 11:31 | Hallgrímur Sveinsson

Hvenær kemur krían?

Mynd:  Krían. Ljósm. Davíð Davíðsson.
Mynd: Krían. Ljósm. Davíð Davíðsson.

Hópur af kríum mætti í Arnarfjörðinn 3. maí í fyrra kl. 11 fyrir hádegi. Frúin á Eyri tók þá sjálf á móti þessum aufúsugesti. Vorið 2016 sást þessi stórkostlegi fugl fyrst í æðarvörpunum á Eyri og Auðkúlu Arnarfirði 8. maí og vorið 2015 lét hún sjá sig þar 9. maí. Það verður spennandi að sjá hvenær frú kría og bóndi hennar koma á þessu frekar kalda vori það sem af er.  

Krían er einstakur fugl eins og allir vita. Þegar hún er mætt á svæðið er eins og allt breyti um svip. Sérfræðingar segja reyndar að krían sé stundvísasti farfuglinn. Öll náttúran lifnar er þessi langföruli farfugl kemur fljúgandi af Suðurskautslandinu og bætist í hóp hinna sem komnir eru. 

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári!


 

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31