A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Ómótmælanleg staðreynd er að við Íslendingar erum einhverjir mestu bruðlarar í heimi hér. Til dæmis hefur plastið tekið völdin og vex okkur yfir höfuð nema við gáum að okkur.

Örlítið dæmi af þúsundum:
Við höfum loftventla úr plasti í kaffipökkum sem við kaupum til daglegs brúks. Til hvers það er nauðsynlegt skilur enginn venjulegur maður. Flottar plastumbúðir kosta svo sennilega eins og helmingur af innihaldinu, enda lifum við í geggjuðu umbúðaþjóðfélagi. Þetta kalla þeir að þjóna neytandanum. Honum skal þjóna undir drep. Það verður að lofta um kaffið maður áður en hellt er upp á. Skilurðu það ekki? Skárra væri það nú!

Í gamla daga var maður sendur út í búð eftir einum kaffipakka og exporti. Kaabers kaffið og exportið var í bréfpokum og þótti gott. En nú er öldin önnur. Plast á plast ofan sem framleitt er úr olíu við endalausa mengun. Svo er plastkaffipakkinn auðvitað settur í annan plastpoka. Sem verða svo að milljónum plastpoka sem fara beint út í öskutunnu ásamt til dæmis gífurlegu magni matvæla sem komin eru á síðasta söludag, en eru þó mjög oft í fullu gildi.

Endalaust bruðl og hluti þjóðarinnar á ekki til hnífs og skeiðar. Og sorpið er svo eitt aðal vandamál flestra sveitarfélaga! Hvað annað? En fáum dettur í hug að minnka sorpumfangið. En allir skulu læra að flokka og flokka. En að minnka þetta sorprugl. Það má ekki.

Þetta er náttúrlega bilun og ekkert annað. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31