A A A
  • 1902 - fęddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafķa Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Frišfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnśs Freyr Jónasson
21.08.2008 - 00:48 |

Eigum viš aš trśa žessu?

Ólafur B. Halldórsson.
Ólafur B. Halldórsson.
Það er ekki laust við að okkur Vestfirðingum berist kyndugur boðskapur frá hæstvirtum samgönguráðherra þessa dagana. Hann ber ,,ónefnda sveitarstjórnarmenn" og ,,ónefndan almúga" fyrir því að þeir kæri sig lítt um að rofin sé einangrun byggða á Vestfjörðum sem einar mega búa við það að hafa ekki árssamgöngur á vegum á tuttugustu og fyrstu öld. Að minnsta kosti á þetta ekki að vera forgangsmál. Það er enginn að bera á móti því að það hafi komið upp tímabundin vandamál vegna veðurs og vályndrar náttúru á leiðinni milli Súðavíkur og Ísafjarðar en það vandamál á ekki að leiða til þess að samgönguráðherra geti farið að hrófla við löngu ákveðinni áætlun um samgöngubætur til handa þeim byggðarlögum sem verst eru sett á Íslandi hvað varðar samgöngur á vegum....
Meira
Siguršur Pétursson, bęjarfulltrśi  Ķsafjaršarbę.
Siguršur Pétursson, bęjarfulltrśi Ķsafjaršarbę.
Hugmyndir um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og áfram yfir í Barðastrandarsýslu hafa lengi verið til umræðu og fyrir mörgum árum tókst að koma á samgönguáætlun fyrri hluta þeirrar framkvæmdar, jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Dýrafjarðargöng koma í staðinn fyrir einn hæsta og hrikalegasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um nálægt 30 kílómetra. Þessi mikilvæga samgöngubót hefur æ ofan í æ orðið fyrir niðurskurðarhnífi framkvæmdavaldsins og verið frestað og færð afturfyrir aðrar samgöngubætur. Á meðan hefur svæðið allt liðið fyrir....
Meira
Ólķna Žorvaršardóttir.
Ólķna Žorvaršardóttir.
Kristján Möller samgönguráðherra sagði í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær að hann hefði orðið fyrir þrýstingi frá ýmsum "Vestfirðingum" að breyta áherslum í jarðgangagerð á Vestfjörðum. Verið væri að þrýsta á hann að fresta Arnarfjarðargöngum (hætta við?) en taka þess í stað göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar fram fyrir.

Eitthvað er hér málum blandið varðandi "þrýstinginn" sem ráðherrann verður fyrir. Mér vitanlega hefur hvergi nokkurs staðar verið samin ályktun eða samþykkt um að breyta forgangsröðun verkefna varðandi jarðgöng á Vestfjörðum. Þvert á móti hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar áréttað fyrri samþykktir um nauðsyn á gerð Arnarfjarðarganga nú nýlega, ef mig misminnir ekki. Á síðasta ári var samþykkt í ríkisstjórn að flýta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012 í stað 2014.
...
Meira
Sķša 26 af 26
Eldri fęrslur
« Aprķl »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30