A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
16.04.2009 - 11:30 | Hallgrímur Sveinsson

Útrásarvíkingurinn Albert Guðmundsson - 2.grein

Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áður en hann flutti heim.
Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áður en hann flutti heim.
Í fyrstu grein sögðum við frá þvi við hvers konar aðstæður Albert ólst upp í Reykjavík kreppu-og stríðsáranna seinni. Það var ekki mulið undir hann frekar en marga aðra á þeim árum.

Albert fór út í heim með nesti og nýja skó eins og segir í ævintýrunum. Hann átti lítið sem ekkert af veraldlegum gæðum. En hann bjó að heilbrigðu uppeldi og ákveðnum metnaði. Hann varð skær stjarna í hinum harða heimi atvinnuknattspyrnunnar, sem að vísu var ekki eins ofboðslega harður eins og hann er í dag.

Þessi útrásarvíkingur lagði fyrir stóran hluta þess fjár sem hann aflaði. Þegar hann kom svo heim 1955 mátti hann teljast efnaður maður á þeirra tíma mælikvarða. Hann lagði fjármuni sína meðal annars í Heildverslun Alberts Guðmundssonar og byggði hana upp. Albert segir svo: “Auðsöfnun hefur aldrei verið tilgangurinn í mínu lífi. Eftir að ég fór að hafa miklar tekjur, fyrst erlendis og svo heima, þá hef ég aldrei safnað peningum. Ég hef gefið mikið af mínu fé, hjálpað mörgum, bæði vinum mínum og svo börnunum, þegar þau komust á legg og þurftu á að halda. Ég hef aldrei talið það geta verið tilgang að safna einu eða neinu. Ég hef þó alltaf lagt áherslu á að lenda aldrei sjálfur á flæðiskeri. Ég var einu sinni fátækur og veit hvað það er, en þegar minn eigin grunnur er traustur, þegar ég sjálfur hef það sem ég þarf, þá er allt það sem umfram er mér laust í hendi til þeirra sem eru í þörf.

Gróðahyggjan er oft nefnd í tengslum við heildverslunina; það er rétt. En þessi peninga- eða gróðahyggja ríkir ekki aðeins á meðal sjálfstæðra atvinnurekenda, heldur ríkir hún í þjóðfélaginu öllu. Það er sama hvar í stétt menn eru komnir, peningahyggjan er hvöt, sem margir láta stjórnast af.”
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31