A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
28.01.2009 - 11:43 | Hallgrímur Sveinsson

Heimskulegur eltingarleikur

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Margt mun vonandi breytast á Nýja Íslandi. Meðal annars það að hætt verði að hundelta eldri borgara landsins vegna ofgreiddra ellilauna. Það er með ólíkindum að lög og reglugerðir hljóða upp á það í dag að ef þessir heiðursborgarar landsins eignast einhverja aura þá skal minnka við þá miskunnarlaust greiddan ellistyrk eða einhverjar svokallaðar tekjutengdar bætur.

Á vissum tímum rignir yfir gamla fólkið bréfum frá Tryggingastofnun þar sem tilkynnt er um endurgreiðslu. Ef til dæmis eldri borgari selur eitthvað sem hann hefur komið sér upp og þegar greitt skatta og skyldur af, hlutabréf eða bara hvað sem er, til dæmis upp á eitt til tvö hundruð þúsund, þá fær hann bréf upp á það að hann verði að endurgreiða ellistyrkinn frá fyrra ári sem því nemur. Tekjuáætlunin var of lág. Slíkt er auðvitað stór hættulegt fyrir Ríkissjóð eins og allir sjá! Og það er fjöldi manns í vinnu við að fylgjast með þessu.

Þetta er alveg með ólíkindum. Ef gamla fólkið vinnur sér inn einhverja aura, rignir inn bréfunum frá tryggingunum. Þetta er niðurlægjandi og veldur mörgu eldra fólki miklum áhyggjum, jafnvel andvökunóttum. Enginn vill frekar standa í skilum en heiðursborgarar landsins. En gamla fólkið skilur alls ekki þessi bréf og alveg er óvíst að þeir skilji þau heldur sem senda. Við eigum að hætta þessum heimskulega eltingarleik. Ríkissjóður mundi trúlega græða á þvi þegar allt kemur til alls. Hér er ekki verið að tala um eldri borgara sem eiga miklar eignir og hafa miklar tekjur, heldur hina sem hafa rétt fyrir sig og vilja heldur vera veitendur en þiggjendur.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31