18.01.2009 - 11:45 | Hallgrímur Sveinsson
Hvers vegna?
Það er óskiljanlegt með öllu að yfirmenn
bankanna þriggja skyldu ekki leggja spilin á borðið tímanlega. Vissu
þeir ekki hvert stefndi? Hver átti að vita það ef ekki þeir?
Þessir menn héldu á fjármálalegu fjöreggi þjóðarinnar. Þeir voru ráðnir til að gæta þess og fengu ofurlaun fyrir. Hvers vegna komu þeir ekki tímanlega til yfirvalda og sögðu frá? Hvers vegna þjöppuðu þeir sér ekki saman meðan tækifæri var til? Margir einstaklingar í landinu sáu hvert stefndi og vöruðu við. Enginn hlustaði á þá.
Hafi ofurbankastjórarnir vitað hvert stefndi án þess að skýra frá því, þá er það svo alvarlegt mál að óhjákvæmilegt er að sækja þá til þeirra saka. Hafi þeir ekki vitað stöðuna í bönkum sínum, þá er það jafnvel enn alvarlegra. Þá þurfa þessir menn á sálfræðilegri aðstoð að halda og hefðu betur fengið hana fyrr.
Að lokum er spurt: Er ekki kominn tími til að yfirheyra þessa menn, eða á alþingi götunnar kannski að sjá um þá hlið málsins? Hvers vegna eru þeir ekki settir í farbann? Hvers vegna eru þeir ekki settir í stofufangelsi í villum sínum eins og Madoff hinn ameríski?
Þessir menn héldu á fjármálalegu fjöreggi þjóðarinnar. Þeir voru ráðnir til að gæta þess og fengu ofurlaun fyrir. Hvers vegna komu þeir ekki tímanlega til yfirvalda og sögðu frá? Hvers vegna þjöppuðu þeir sér ekki saman meðan tækifæri var til? Margir einstaklingar í landinu sáu hvert stefndi og vöruðu við. Enginn hlustaði á þá.
Hafi ofurbankastjórarnir vitað hvert stefndi án þess að skýra frá því, þá er það svo alvarlegt mál að óhjákvæmilegt er að sækja þá til þeirra saka. Hafi þeir ekki vitað stöðuna í bönkum sínum, þá er það jafnvel enn alvarlegra. Þá þurfa þessir menn á sálfræðilegri aðstoð að halda og hefðu betur fengið hana fyrr.
Að lokum er spurt: Er ekki kominn tími til að yfirheyra þessa menn, eða á alþingi götunnar kannski að sjá um þá hlið málsins? Hvers vegna eru þeir ekki settir í farbann? Hvers vegna eru þeir ekki settir í stofufangelsi í villum sínum eins og Madoff hinn ameríski?