A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
10.01.2009 - 11:46 | Hallgrímur Sveinsson

Hugleiðing dagsins: Röng aðferðafræði?

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Þess er að minnast, að Ragnar nokkur Arnalds var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983. Einn góðan veðurdag var gefið út dírektív að ofan um það að spara ætti í menntakerfinu um eitt og hálft prósent eða svo vegna erfiðleika í ríkisbúskapnum. Er skemmst frá því að segja að það varð allt brjálað. Man ég ekki betur en Arnalds hafi orðið að lúffa með þennan sparnað sinn, eins og sagt er.

Ungi heilbrigðisráðherrann okkar hefur nú gengið fram fyrir skjöldu og tilkynnt uppstokkun í sparnaðarskyni á heilbrigðisstofnunum landsins og ætlar nú allt af göflunum að ganga sem forðum. Eins og oft áður, þarf enginn að fara í grafgötur með það að við verðum að spara. Oft var þörf en nú er lífsnauðsyn. En sá grunur læðist að manni að hér sé eins og fyrri daginn ekki farið rétt að. Vitlaust gefið.

Í stað þess að ráðgast við starfsfólkið á spítölum landsins um það hvar sé verið að bruðla, þá gefur drengurinn í heilbrigðisráðuneytinu út dírektvív að ofan, þannig að mannskapurinn sjokkerast og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Af hverju má ekki ráðgast við starfsfólkið á spítölunum um það sem betur má fara? Eftir því sem fjölmiðlar segja veit fólkið ekkert um það sem ungi, duglegi maðurinn er að aðhafast. Það er skautað fram hjá því eins og fyrri daginn og virðist það vera reglan þegar sjúkrahús á landinu eiga í hlut.

Heilbrigðast hefði verið fyrir heilbrigðisráðherra að segja við starfsmennina: “Veskú. Þið hafið þessar fjárveitingar til ráðstöfunar. Nú er það ykkar að koma með tillögur um hvernig þeim verður best varið!”
Það sem hér hefur verið nefnt, mætti setja í formúlu: Ef ekki er haft samráð og leitað til starfsfólks þegar verið er að huga að sparnaði í rekstri opinberra stofnana, er sá sparnaður mjög oft dæmdur til að mistakast. Í framhaldi er óhjákvæmilegt að nefna að ef ríkisstjórnin hefur ekki lag á að virkja fólkið í landinu og fá það til að hjálpa sér, þá vinnur hún fyrir gýg.
Ekki verður annað séð en komið sé fram á elleftu stundu.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31