A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
21.09.2014 - 07:25 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hættuástand í Dýrafirði!

Vegurinn út að Núpi var lagður bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
Vegurinn út að Núpi var lagður bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins  fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.

Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:

  „Vegurinn er svo svakalegur að ég varð að taka út úr mér fölsku tennurnar svo þær brotnuðu ekki uppi í mér.“

  Svo vildi til að Kári skólastjóri var fréttaritari New York Times eða eitthvað. Hann sendi fréttina um fölsku tönnurnar á öldum ljósvakans. Þannig komst ástand vega í Dýrafirði í heimsfréttirnar!

   Frá því er að segja að malarvegirnir á svokallaðri Vesturleið frá Hlíð á Þingeyri í Vatnsfjörð hafa verið prýðilegir í sumar og Vegagerðinni til sóma. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Og biðjum við nú menn að halda sér! Vegarkaflinn fyrir ofan Brekku í Brekkudal, um einn kílómetri að lengd, hefur verið alveg svakalegur síðastliðinn hálfan mánuð. Það er hola, hola hola og hola! Allt að 10 sm djúpar! Þegar við vorum að mæla að gamni okkar, óku fram á okkur erlendir ferðamenn. Þeir mæltu svo: „Do you need any help?‘“ Svo var ekki sem betur fer. Við viljum benda  vegfarendum á umræddri leið, sem eru með lausar tönnur, að hafa allan varann á  eins og meistarinn í Hlíð forðum, svo þeir verði ekki fyrir óvæntu tjóni. Við biðjum hinn svokallaða ferðamannaiðnað að huga að þessu. Og svo auðvitað ráðherra samgöngumála.

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31