21.09.2015 - 08:12 | Hallgrímur Sveinsson
Útvarpspistill: - Harmonikan er vanmetið hljóðfæri í Útvarpinu!
Sannleikurinn er sá, að það mætti oftar heyrast í harmonikunni í Útvarpinu okkar.
Þátturinn Dragspilið dunar þar sem Friðjón Hallgrímsson situr við grammófóninn er alveg frábær. Þetta er að vísu endurtekið efni frá 2007 en það gerir að sjálfsögðu ekkert til! Útvarpið þarf að draga fram menn eins og Toralf Tollefsen, John Molinari og Braga Hlíðberg og ótal aðra snillinga. Svo má alveg nefna þýska parið Kirmesmusikanten sem þenja dagspilið af snilld, rússnesku stelpurnar þrjár og ég veit ekki hvað og hvað.
Og má ekki alveg nefna Harmonikukarlana og Lóu? Þau mættu nú alveg koma í Landanum!
Hallgrímur Sveinsson.