A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
Halldór Hermannsson frá Svalbarði í Ögurvík í berjamó inn Djúpi fyrir allmörgum árum. Dóri Hermanns var einn af þessum Vestfirðingum sem kunni að nýta landsins gæði og ekkert kjaftæði með það! Ljósm. H. S.
Halldór Hermannsson frá Svalbarði í Ögurvík í berjamó inn Djúpi fyrir allmörgum árum. Dóri Hermanns var einn af þessum Vestfirðingum sem kunni að nýta landsins gæði og ekkert kjaftæði með það! Ljósm. H. S.

Á fundi sínum í gærmorgun kl. 11 að Baulhúsum samþykkti hreppsnefnd Auðkúluhrepps að skora á alla sem vettlingi geta valdið að skutla sér nú í berjamó. Nefndin segir að ótrúlega víða séu ber, þó sumsstaðar sé að vísu einsog sviðin jörð. En hvað um það. Menn þurfa bara hafa samband við umráðamenn lands þar sem það á við. Og koma svo!

Fátt er betra en að ganga til berja. Krækiber, bláber og aðalbláber. Og hrútaber gætu leynst einhversstaðar. Í gamla daga voru oft tugir manna í einu í berjum á Baulhúsum í Auðkúluhreppi. Heilu fjölskyldurnar. Enda heimsfrægt krækiberjaland. En nú er hún Snorrabúð stekkur.

 

Fleiri hundruð tonn af berjum fara undir snjó á hverju hausti hér um slóðir, engum til gagns. Við eigum að nýta landsins gæði og ekkert múður, segir í ályktun hreppsnefndar Auðkúluhrepps. Það á líka við um vestfirsku berin sem eru alveg svakalega holl. Sulta, safta, frysta! Einn góður berjamór getur komið í staðinn fyrir margar töflur segir nefndin. 

Fram kom á fundinum tillaga um að leggja á berjaskatt í hreppnum. Oddvitinn var nú fljótur að afgreiða það mál. Það gerði hann með rökstuddri dagskrá, eins og þeir í Austurvallarleikhúsinu mættu gera oftar. Og tók svo bara fyrir næsta mál.

     
Fleira gerðist á fundinum og verður sagt frá því síðar eftir atvikum.

         Grelöð Bjartmarsdóttir, jarls á Írlandi

                 fundarritari 

   



« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30