A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Sigþór Gunnarsson landpóstur á Þingeyri. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Sigríður Þórarinsdóttir. Hún réttir kallinum oft hendi þegar mikið er um að vera. Hvar værum við líka án kvenna!  (Stækkaðu myndina nokkuð í fókus svo þau sjáist betur)
Sigþór Gunnarsson landpóstur á Þingeyri. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Sigríður Þórarinsdóttir. Hún réttir kallinum oft hendi þegar mikið er um að vera. Hvar værum við líka án kvenna! (Stækkaðu myndina nokkuð í fókus svo þau sjáist betur)

Íslandspóstur, áður Póstur og sími, fær einstaka sinnum skömm í hattinn frá viðskiptavinum sínum. Stundum er það verðskuldð en alls ekki alltaf. Það er eins og gengur í lífinu. Margir starfsmanna þessa ríkisfyrirtækis skilja hlutverk sitt vel og hafa gert í gegnum tíðina. Þeir eiga að greiða fyrir póstinum. Að hann komist sem fyrst til viðtakenda. Fólkið sem vann hjá Pósti og síma á Þingeyri í áratugi, með Póstarann í fararbroddi, er eftirminnilegt svo dæmi sé nefnt. Það vissi að þau voru ráðin til að þjóna samborgurunum.


Sama gildir með póstinn Pál á Þingeyri í dag, eða þannig. Það er hann Sigþór okkar Gunnarsson, af dýrfirskum aðalsættum, sem gegnir því hlutverki með miklum sóma. Alltaf kátur og glaður og leysir hvers manns vanda með bros á vör. 


Og það eru alls konar trix í gangi. Hjá Vestfirska forlaginu og póstinum brosandi er til dæmis það kerfi í gangi, að kveikt er útiljósið hjá forlaginu ef Sigþór póstur þarf að taka bókasendingar eða bréf til Ísafjarðar að morgni dags. Ef ekkert er um að vera er ekki kveikt.  Þannig að póssi þarf ekkert að ómaka sig út úr bílnum ef svo er! Þetta er flott fyrir báða aðila.

Við bræðurnir og Gaui veitum Sigþóri Dýrafjarðarpósti hrós dagsins með heiðri og sóma.

    

 

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31