A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson.
Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson.

4. grein

„Ég man varla eftir því á öllum mínum ferli að nokkur sem ég hef verið að skemmta með hafi náð þvílíkum tökum á salnum eins og Ragnar gerði á Eskifirði 1971 á héraðsmóti Sjálfstæðisflokksins- í gervi dansks búfræðings.

   Fyrst þegar þátturinn var sýndur fékk hann aðeins sæmilegar undirtektir og varla það. Okkur fannst vanta meira púður í hann en fundum ekki hvað það var. Síðan segir ekki meir af honum en við vorum að borða saman rétt fyrir skemmtun í Búðardal.
Þá segi ég si svona við Ragnar:
„Heyrðu! Af hverju prófarðu ekki að breyta búfræðingnum og láta hann tala svolítið bjagað?“ Hann tók mig á orðinu og prófaði að láta hann tala með dönskum hreimi. Og þarna spratt upp alveg stórkostleg, ný týpa við matborðið. Raggi náði hreimnum vel enda hafði hann dvalist í Danmörku um skeið. Hann prófaði síðan þessa breyttu mynd af búfræðingnum á Dalamönnum við frábærar undirtektir. Þetta varð síðan besta atriðið okkar allt sumarið.

   Og á Eskifirði náðist þvílík stemmning í þessu atriði frá upphafi til enda að engin orð fá lýst því. Dagsformið hjá Ragnari getur verið misjafnt en í þetta sinn var hann á réttu róli og þá getur hann færst svo í aukana að það verður til nýtt handrit, nýr þáttur–eins og gerðist þarna fyrir austan. Fólkið var að deyja úr hlátri og það endaði með því að sýslumannsfrúin, sem sat á fremsta bekk, datt fram af stólnum sínum og lagðist á gólfið í krampakasti. Ég hef aldrei upplifað annað eins!

   Þetta var hápunkturinn á leikferli Ragga. Enginn skemmtikraftur í öllum heiminum hefði getað gert þetta betur en hann.“

                      
     (Eðvarð Ingólfsson: Lífssaga Ragga Bjarna, bls. 14-15. Bókaútg. Æskan 1992)

 

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30