Opið bréf til Dýrfirðinga
Meira
Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Nú ríður á að Vestfirðingar standi saman um þá kröfu að fjármagn verði lagt til verksins á næstu árum, svo framkvæmdir geti hafist við þessa lífsnauðsynlegu samgöngubót fyrir Vestfirði og Vestfirðinga. Allur undirbúningur er í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að bjóða verkið út, nema fjárframlög sem vantar...
...
Samgönguráðherra, Kristján L. Möller gerir heiðarlega tilraun til að útskýra, í bréfi sem m.a. hefur birst á vefmiðlum, að Dýrafjarðargöng hafi ekki verið slegin af - heldur hafi þeim verið seinkað. Er það nú allskostar rétt ? Í tillögu að matsáætlun um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, sem unnin var af Vegagerðinni, og dagsett er í ágúst 2008, kemur fram að fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við þau á síðari hluta árs 2009. Vorið 2009, sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra frá því á kosningafundi á Akureyri að þegar hann kom í samgönguráðuneytið, - 18 mánuðum fyrr, hafi ekki verið byrjað að hanna Norðfjarðargöng en nú (í maí 2009) væru þau að verða tilbúin til útboðs. Ef fullyrðing samgönguráðherra um, - að vegna efnahagsástandsins verði að seinka öllum framkvæmdum allsstaðar á landinu, er rétt, - þá hljóta þær framkvæmdir að koma fyrst í röðinni sem fyrst var byrjað á að hanna og engst komnar í undirbúningsferlinu...
Við höfum einnig verið að ræða um umhverfið okkar og mikilvægi þessa að halda því hreinu. Farið var í ferð þar sem við vorum að hreinsa til í umhverfinu og fundum m.a. nokkrar plastflöskur og dósir. Umræðan spannst um hvað væri rusl og hvað ekki, einnig um hvað sé brennanlegt og hvað ekki. Flöskur og dósir eru að sjálfsögðu ekkert annað en peningar. Okkur langaði að fylgja þessari umræðu eftir, að búa til peninga úr þessum flöskum og að láta gott af okkur leiða og auka samkennd barnanna á sama tíma. Foreldrar lögðu okkur lið og gáfu okkur fleiri flöskur í verkefnið. Kærar þakkir...
...Aftur á móti vandast málið þegar kemur að ártíðunum. Þá kemur alls konar ruglingur til sögunnar...
...
Á þessum árstíma leitar hugur minn þó alltaf í hús sem ekki var lýst upp með svo fallegum ljósum. Kannski var þar svolítil týra -lýsislampi með fífukveik kemur einhvern veginn alltaf upp í hugann. Ilmur af vel verkuðu heyi í bland við lyktina af skepnunum og þó ekki sé minnst á sauðfé -finnst mér ég alltaf heyra í bakgrunninum í hyrndu fé á garða. Þó ég viti ósköp vel -að frelsarinn hafi fæðst í Betlehem, fæðist hann í huga mér í íslensku fjárhúsi um hver jól. Ég er líka viss um að ég er ekki ein um það...
...