A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
15.06.2010 - 16:58 |

Opið bréf til Dýrfirðinga

Myndin er tekin inn í ungbarnakastalann þar sem búið var að reyna að kveikja í m.a. hluta af nýgróðursettum matjurtum.
Myndin er tekin inn í ungbarnakastalann þar sem búið var að reyna að kveikja í m.a. hluta af nýgróðursettum matjurtum.
Ég ætla að leyfa mér að hugsa aðeins upphátt hér og deila vangaveltum mínum varðandi umgengni á leikskólalóðinni með ykkur. Ég hef alltaf heyrt utan frá, hvað það sé snyrtilegt og vel um gengið á Þingeyri og að þetta sé eitt af fallegustu þorpum á Vestfjörðum. Ég er hjartanlega sammála þeim sem þetta segja. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég keyri niður Gemlufallsheiðina og þegar ég horfi hér yfir fjörðinn yfirleitt. Ég er, eins og ég held að flestir aðrir sem hér starfa og búa, mjög stolt af nýju leikskólalóðinni okkar. Það er talað um það hér í Ísafjarðarbæ og nágrenni hversu vönduð og hreinlega flott hún er. Þegar gestir koma hér sem starfa við leik- og grunnskóla annarsstaðar á landinu og þeim er sýnd lóðin með prýði og stolti í huga, dást allir að henni....
Meira
28.04.2010 - 23:50 | BB.is

Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!

Sigurður Pétursson
Sigurður Pétursson
„Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfjarða skorar á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á Samgönguáætlun áranna 2009 - 2012 framlög til Dýrafjarðarganga, og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum."

 


Þannig hljóðar áskorun sem var samþykkt á fundi Samgöngunefndar Fjórðungssambandsins 26. apríl, eftir að samgönguráðherra lagði fram nýja samgönguáætlun til 2012, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum til að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Nú ríður á að Vestfirðingar standi saman um þá kröfu að fjármagn verði lagt til verksins á næstu árum, svo framkvæmdir geti hafist við þessa lífsnauðsynlegu samgöngubót fyrir Vestfirði og Vestfirðinga. Allur undirbúningur er í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að bjóða verkið út, nema fjárframlög sem vantar...

...
Meira
26.04.2010 - 11:41 |

Enn um Dýrafjarðargöng

Dýrafjörður
Dýrafjörður
Ágætir lesendur Þingeyrarvefsins !


Samgönguráðherra, Kristján L. Möller gerir heiðarlega tilraun til að útskýra, í bréfi sem m.a. hefur birst á vefmiðlum, að Dýrafjarðargöng hafi ekki verið slegin af - heldur hafi þeim verið seinkað. Er það nú allskostar rétt ? Í tillögu að matsáætlun um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, sem unnin var af Vegagerðinni, og dagsett er í ágúst 2008, kemur fram að fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við þau á síðari hluta árs 2009. Vorið 2009, sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra frá því á kosningafundi á Akureyri að þegar hann kom í samgönguráðuneytið, - 18 mánuðum fyrr, hafi ekki verið byrjað að hanna Norðfjarðargöng en nú (í maí 2009) væru þau að verða tilbúin til útboðs. Ef fullyrðing samgönguráðherra um, - að vegna efnahagsástandsins verði að seinka öllum framkvæmdum allsstaðar á landinu, er rétt, - þá hljóta þær framkvæmdir að koma fyrst í röðinni sem fyrst var byrjað á að hanna og engst komnar í undirbúningsferlinu...

...
Meira
29.03.2010 - 23:38 |

Góðverk

Börnin á Laufási með flöskurnar sem þau söfnuðu.
Börnin á Laufási með flöskurnar sem þau söfnuðu.
« 1 af 4 »
Við höfum verið að vinna með lífsleikni verkefni sem heitir Hjálpfús. Hjálpfús er strákur hjá Rauða Krossinum og kennir börnunum hversu mikilvægt það er að rétta öðrum hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Þið þekkið hann kannski þar sem hann hefur verið í Stundinni okkar. Þetta námsefni fellur undir aðalnámskra leikskólans um Lífsleikni - til aukins tilifnninga- félags- og vitsmunaþroska, aukins samkenndar og samstöðu.

Við höfum einnig verið að ræða um umhverfið okkar og mikilvægi þessa að halda því hreinu. Farið var í ferð þar sem við vorum að hreinsa til í umhverfinu og fundum m.a. nokkrar plastflöskur og dósir. Umræðan spannst um hvað væri rusl og hvað ekki, einnig um hvað sé brennanlegt og hvað ekki. Flöskur og dósir eru að sjálfsögðu ekkert annað en peningar. Okkur langaði að fylgja þessari umræðu eftir, að búa til peninga úr þessum flöskum og að láta gott af okkur leiða og auka samkennd barnanna á sama tíma. Foreldrar lögðu okkur lið og gáfu okkur fleiri flöskur í verkefnið. Kærar þakkir...

...
Meira
15.03.2010 - 22:44 | Hallgrímur Sveinsson

Ártíðir og afmæli

Ótrúlega margir rugla saman afmælum og ártíðum. Á afmælum og afmælisdögum halda menn upp á fæðingardag eða halda minningarhátíð, svo sem eins og þegar menn héldu upp á 100 ára afmæli Þorsteins Erlingssonar árið 1958, en þá voru liðin hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Svo segir í hinni gömlu góðu Íslenzku orðabók Menningarsjóðs handa skólum og almenningi, í ritstjórn Árna Böðvarssonar.

Aftur á móti vandast málið þegar kemur að ártíðunum. Þá kemur alls konar ruglingur til sögunnar...

...
Meira
24.01.2010 - 22:55 | Hallgrímur Sveinsson

Lok lok og læs og allt í stáli

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Það er almennt viðurkennt að Vegagerðin okkar er merkilegt fyrirtæki sem hefur unnið margt stórvirkið í tímans rás í okkar strjálbýla og fjöllótta landi. Margir frábærir vegagerðamenn hafa komið þar við sögu, ekki síst hér fyrir vestan og enn eru þar að störfum menn sem skilja að Vegagerðin er þjónustufyrtæki almennings. Hinn sami almenningur á samt oft bágt með að skilja að það eru fjárveitingar löggjafarvaldsins sem setja mönnum stólinn fyrir dyrnar á þeim bæ sem annarsstaðar. En það er ekki alltaf svo að fjárveitingar segi stopp. Stundum er nefnilega staðið þannig að málum að almenn skynsemi virðist út í hafsauga og skal nú nefnt einfalt dæmi um það....
Meira
24.12.2009 - 14:02 |

Aðfangadagur jóla

Úr Þingeyrarkirkju
Úr Þingeyrarkirkju
Nú eru jólin alveg að ganga í garð og bærinn ljómar. Jólaljósin sem lýsa svo fallega upp dimmasta skammdegið ná með birtu sinni alla leið inn í hjörtu okkar og við komumst ekki hjá því að brosa í hvert sinn sem við sjáum fallegt ljós í glugga eða fagurlega skreyttan garð.

 


Á þessum árstíma leitar hugur minn þó alltaf í hús sem ekki var lýst upp með svo fallegum ljósum. Kannski var þar svolítil týra -lýsislampi með fífukveik kemur einhvern veginn alltaf upp í hugann. Ilmur af vel verkuðu heyi í bland við lyktina af skepnunum og þó ekki sé minnst á sauðfé  -finnst mér ég alltaf heyra í bakgrunninum í hyrndu fé á garða.  Þó ég viti ósköp vel  -að frelsarinn hafi fæðst í Betlehem, fæðist hann í huga mér í íslensku fjárhúsi um hver jól. Ég er líka viss um að ég er ekki ein um það...

...
Meira
Karlakórinn Ernir er skipaður drengjum úr fjölmörgum starfsstéttum. Hér er hann á fjölunum á Þingeyri um daginn.
Karlakórinn Ernir er skipaður drengjum úr fjölmörgum starfsstéttum. Hér er hann á fjölunum á Þingeyri um daginn.
« 1 af 2 »
Karlakórinn Ernir hélt Dýrfirðingum jólatónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri á þriðjudagsvöld 8. desember, en þar hafa þeir oft sungið á liðnum árum. Voru þeir karlarnir með fjórar myndarlegar konur sér við hlið. Það voru þær Beatá Joó, stjórnandi, undirleikararnir Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir og Guðrún Jónsdóttir sem söng einsöng með kórnum í nokkrum lögum.
Skemmst er frá því að segja að kórinn komst mjög vel frá söng sínum. Var lagavalið almættinu til dýrðar eins og hentar
á þessari árstíð. Kórinn byrjaði ljúft og rótt og skrúfaði sig svo upp í lagið Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar í útsetningu Guðmundar Óla Gunnarssonar. Var það fagmannlega gert. Þrjú amerísk lög, Stjarna á himni hátt, Far seg þá frétt og Hi-Ho the Holly, virtust liggja sérlega létt fyrir kórnum. Þetta er eiginlega nokkurs konar Gospel tónlist og eru drengirnir greinilega þar á heimavelli......
Meira
22.11.2009 - 12:42 | Hallgrímur Sveinsson

Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?

Höfundur greinarinnar, Hallgrímur Sveinsson
Höfundur greinarinnar, Hallgrímur Sveinsson
Svo spurði Jóhann Jónsson (1896-1932). Þessi ljóðlína skáldsins úr kvæðinu Söknuður er sígild og má vel yfirfæra á heilu þjóðfélögin jafnt og einstaklinga, ef svo ber undir. Spyrja má: Hvar hefur okkur Íslendinga borið af leið? Skyldi byrjunin hafa verið þegar þjóðin fór að ala upp kynslóðir sem sjaldan eða aldrei hafa þurft að dýfa hendi í kalt vatn?
Við skulum nú vitna í þrjá menn. Allir gengu þeir í háskóla alþýðunnar, skóla hins vinnandi manns, uxu af því, urðu menn að meiri og skilningur þeirra á gildi vinnunnar varð þeim til mikillar blessunar. Fyrstan skulum við kalla til Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir svo í sínum merku endurminningum, sem Dagur B. Eggertsson skráði, 2. bindi, bls. 28, Vaka-Helgafell hf. Rvk. 1999: "Kynni mín af Vestfirðingum eru á við að ganga í marga háskóla. Þannig hef ég komist að orði allt frá fyrstu kosningabaráttu minni árið 1967. Þau kynni hefðu nægt mér sem fullgild ástæða til að fara í framboð. Þarna var alþýðan að störfum og hvergi var látið bugast þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi eða hamfarir náttúrunnar. Sú saga sem fólst í samtökum fólksins og starfsháttum var mér ótæmandi lærdómssjóður. Af viðtölum við eldra fólk mátti læra margt um tíma sem var horfinn en varðveittist í frásögnum og endurminningum."...
Meira
16.10.2009 - 11:04 | Hallgrímur Sveinsson

Er ekki komið nóg?

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Jafnvel þó hin fleygu orð Friðriks mikla, að því
betur sem hann kynntist mönnunum, þess vænna þætti honum um hundinn
sinn, séu sígild, þá finnst mörgum að í bili sé komið nóg af
hrunfréttum og umfjöllun um stórgáfuð fífl. Við getum okkur að
meinalausu sleppt frekari kynningu á þessum blessuðu mönnum. Endalaus
dans í fjölmiðlum kringum hruninn gullkálf er beinlínis mannskemmandi.
Við þurfum ekki meira í bili. Réttvísin á næsta leik. En þetta hefur
verið góður hundur hjá kallinum.
...
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31