A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Karlakórinn Ernir er skipaður drengjum úr fjölmörgum starfsstéttum. Hér er hann á fjölunum á Þingeyri um daginn.
Karlakórinn Ernir er skipaður drengjum úr fjölmörgum starfsstéttum. Hér er hann á fjölunum á Þingeyri um daginn.
« 1 af 2 »
Karlakórinn Ernir hélt Dýrfirðingum jólatónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri á þriðjudagsvöld 8. desember, en þar hafa þeir oft sungið á liðnum árum. Voru þeir karlarnir með fjórar myndarlegar konur sér við hlið. Það voru þær Beatá Joó, stjórnandi, undirleikararnir Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir og Guðrún Jónsdóttir sem söng einsöng með kórnum í nokkrum lögum.
Skemmst er frá því að segja að kórinn komst mjög vel frá söng sínum. Var lagavalið almættinu til dýrðar eins og hentar
á þessari árstíð. Kórinn byrjaði ljúft og rótt og skrúfaði sig svo upp í lagið Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar í útsetningu Guðmundar Óla Gunnarssonar. Var það fagmannlega gert. Þrjú amerísk lög, Stjarna á himni hátt, Far seg þá frétt og Hi-Ho the Holly, virtust liggja sérlega létt fyrir kórnum. Þetta er eiginlega nokkurs konar Gospel tónlist og eru drengirnir greinilega þar á heimavelli.
Hápunktur tónleikanna voru svo lögin þar sem hin geðþekka og prúða söngkona, Guðrún Jónsdóttir, söng einsöng með kórnum. Guðrún hefur reyndar tekið drengina í gegn í raddþjálfun að undanförnu og er greinilegt að þeir hafa ekki þorað annað en hlýða henni í einu og öllu! Lag Árna Thorsteinssonar, Friður á jörðu, við ljóð Guðmundar Guðmundssonar, hljómaði ótrúlega vel í sal Félagsheimilisins, þar sem hljómburður er kannski ekki alveg upp á það besta. Svo var auðvitað Kaldalóns klassíkin Kirkjan ómar öll við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Nóttin var sú ágæt ein, við ljóð Einars Sigurðssonar og hið dásamlega Ave Maria, við ljóð Indriða Einarssonar, sem er ekkert minna en heimsklassík, en þar fóru Guðrún og kórinn á kostum.  Guðún Jónsdóttir minnir talsvert á ísfirsku ópettusöngkonuna Sigrúnu Magnúsdóttur, sem gerði garðinn frægan um miðja 20. öld. og naut fádæma vinsælda. Röddin svipuð og léttleikinn sá sami. Kannski þær séu bara eitthvað skyldar?
Kórinn lagði allt í söng sinn, bæði á mjúkum og sterkum nótum. Leikmaðurinn skynjaði að þar var allt með felldu og greinilegt að mikil vinna lá að baki söngskránni hjá körlunum og stjórnandanum, Beötu Joó, sem greinilega veit hvað hún syngur. Undirleikur var einnig vel og fagmannlega af hendi leystur hjá þeim Margréti og Guðrúnu Bjarnveigu. Dýrfirðingar, sem eru með ríka sönghefð í blóðinu og músík í æðum frá fornu fari og hafa þess vegna vit á söng, tóku kórnum og hjáparmeyjum hans einkar vel. Húsfyllir var.
Karlakórinnn Ernir er skipaður alls 42 áhugamönnum úr ýmsum starfsstéttum á norðanverðum Vestfjörðum. Þar erubændur, verkamenn, læknar, trésmiðir, vélsmiðir, framkvæmdastjórar, skrifstofumenn, endurskoðendur, bílstjórar og vinnuvélamenn,  svo nokkrar þeirra séu nefndar. Þessir sveinar koma saman til æfinga tvisvar í viku og er ótrúlegt hvað menn leggja á sig til að þjóna sönggyðjunni á norðanverðum Vestfjörðum. Þykir sumum þeirra ekki mikið að aka 100 kílómetra fram og til baka heiman frá sér til að komast á æfingar í alls konar veðrum.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31