A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Kristbjörg Bjarnadóttir
Kristbjörg Bjarnadóttir
Kristjbjörg Bjarnadóttir er brottfluttur Dýrfirðingur sem býr núna á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni.

Fjölskylduhagir og hverra manna ertu?

Dóttir Bjarna Georgs Einarssonar og Sylvíu Ólafsdóttur. Númer 6 í röð sjö systkina. Gift, Sævari Gunnarssyni. Á fjögur börn elstur er Róbert Aron Pálmason, Þór Líni Sævarsson, Dagbjört Sævarsdóttir og Perla Sævarsdóttir. Svo er tengdadóttirin Heiða Gehringer. Og einnig eigum við hundin Hvata. Gaman að geta þess að Róbert okkar er orðinn pabbi og ég þá orðin amma og Sævar afi bara gaman. Það var 2. september að lítil stúlka kom í heiminn hjá þeim Róberti og kærustunni hans henni Heiðu, og nú ber hún nafnið Sóley, mikið uppáhald og algjör gullmoli.


Hvað hefurðu verið að bralla síðan þú fluttir frá Dýrafirði?
Þegar ég flutti fór ég að leysa af sem bílstjóri á hjólastólabíl, við að keyra fatlaða, svo fór ég að vinna sem kokkur í mötuneyti á vinnustofu fyrir fatlaða var í því í þrjú ár. Svo lét ég flytja mig til í húsinu og er nú orðin yfirmanneskja á hæfingu sem er lítil eining innan vinnustofunnar. Vinnan felst í hæfingu og þjálfun fjölfatlaðra, mjög spennandi búin að vera rúm 3 ár í því, og á meðan þessi þrjú ár liðu framhjá var ég að læra að verða Félagsliði, sem kemur sér ákaflega vel við þessa vinnu. Það tók 4 annir í dreifnámi í Borgarholtsskóla.Nú svo hefur maður verið að reyna að venjast því að búa annarsstaðar en heima hjá sér, það eru komin sex og hálft ár og ég held að ég sé að venjast Flóanum .


Fallegasti staðurinn í Dýrafirði?
Já fallegasti staðurinn er bara allur fjörðurinn það er erfitt að gera upp á milli staða innan fjarðar, þegar augun eru opin er fegurðin um allan fjörð.

 

Besta minningin?
Bestu minningarnar skipta þúsundatali og spanna yfir alla mína ævi. Það var alltaf gaman að fara í blómasölur fyrir Kvenfélagið með henni Ýlfu, við hlógum alltaf svo mikið að við héldum ekki vatni. Svo þegar við hjóluðum fyrir Nes ég, Sævar, Þór Líni, Hemmi Drengs og Tobba, það var frábær ferð. Skríplakagginn var skemmtilegt farartæki það voru oft ævintýraleg kvöld þegar við rúntuðum á honum. Þegar hún Beta varð 30 ára alveg ógleymanlegt gleðikvöld, þá las Gunnar heitinn Einarsson Lúlla og símann fyrir hana og Beta kerlingin með bundið fyrir augun. Margt brallaði saumaklúbburinn saman, þegar ég hugsa um það þá held ég að ég hafi svolítið hlegið mig í gegnum lífið. Mottóið er að sjá alltaf það jákvæðasta út úr öllu.

 

Hvað er ómissandi að gera þegar þú kemur til Dýrafjarðar?
Fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim í fjörðinn fagra er að stökkva út úr bílnum hlaupa niður brekkuna inn til mömmu og pabba og knús kyssa þau, spjalla við þau stund og hlaupa svo til tengdamömmu og knúskyssa hana líka og svo alla sem verða fyrir kossaflóðinu. Og setjast svo við glugga eða á tröppur og horfa yfir alla fegurðina sem er fyrir augunum, næstum alltaf spegilsléttur sjór og heiður himinn.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31