A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Bylgja við ánna í Árósum.  Rétt fyrir neðan má sjá ósinn sem bærinn er kenndur við.
Bylgja við ánna í Árósum. Rétt fyrir neðan má sjá ósinn sem bærinn er kenndur við.
Bylgja Dögg er brottfluttur Dýrfirðingur sem býr ásamt manni sínum, Sigfúsi Erni Guðmundssyni og dóttur, Rakeli Talíu í Árósum í Danmörku þar sem þau hjúin stunda nám. Þess má til gamans geta að þau eiga von á öðru barni í næsta mánuði.

Hverra manna ertu?

Foreldrar mínir heita Hafsteinn Aðalsteinsson og G. Matthildur Gestsdóttir.

Hvað hefurðu verið að bralla síðan þú fluttir frá Þingeyri?
Ég flutti frá Þingeyri þegar ég var 16 ára, þá flutti ég í Breiðholtið í Reykjavík. Ég fór að heiman til að fara í menntaskóla og valdi að fara í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Eftir FG þá fór ég að vinna á leikskólanum Rofaborg í Árbænum, með vinnu var ég í fjarnámi frá Kennaraháskóla Íslands sem er núna Menntavísindadeild HÍ. Sumarið 2006 flutti ég til Danmerkur vegna þess að Sigfús var að fara í Árósaháskóla í nám. Okkur líkar mjög vel hér í Árósum (Aarhus).

Fallegasti staðurinn?
Mér finnst fallegasti staðurinn í Dýrafirði vera Haukadalurinn. Þegar ég var yngri þá lifnaði dalurinn við á sumrin og alltaf nóg að gera þar. Skemmtilegt að labba í fjörunni þar og fram á dal, skoða t.d. Gíslahól eða Vatnahjalla. Síðan finnst mér líka ótrúlega gaman að sjá smá í Þingeyri á einum stað uppi á Hrafnseyrarheiðinni, þegar maður er alveg að verða kominn í Dýrafjörð, finnst það rosa skemmtileg mynd/sjón ;)

Besta minningin?
Besta minningin mín úr Dýrafirði eru svo margar. Ég man t.d. eftir einni minningu þegar við stelpurnar, Borgný, Sigríður Guðrún og Krista hjóluðum inn í botn. Tókum með okkur nesti sem við borðuðum inn í botni. Það var alveg geggjað veður, sléttur sjór og sól. Gátum ekki fengið betra veður. Þessi ferð var rosalega ánægjuleg í alla staði og skemmtilegt að hjóla hana.

Hvað er ómissandi að gera þegar þú kemur til Dýrafjarðar?
Mér finnst svo gaman að keyra strax út á pláss þegar ég kem vestur á Þingeyri. Sjá Þingeyri, hvort eitthvað sé búið að breytast og hvað allir krakkarnir eru búnir að stækka. Svo er ég líka farin að byrja alltaf á að stoppa á Aðalstræti 31 þegar Sigfús er með, af því að hann byrjar alltaf á að fara þangað þegar hann kemur vestur, til að stimpla sig inn segir hann. Á morgnana þegar gott veður er úti, þá er frábært að setjast út og horfa á fjörðinn endurspeglast í sjónum rétt áður en innlögnin kemur yfir.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31