A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Óttar í hnotskurn
Óttar Angantýsson heiti ég, fæddur 14.nóvember 1982 á Akranesi. Bjó á Þingeyri frá fæðingu og til 16 ára aldurs. Flutti þá í Kópavoginn og stundaði nám við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Kynntist konunni minni 2001, við byrjuðum að búa 2003 og ári seinna kom frumburðurinn í heiminn, Viktor Rivin Óttarsson. Seinna barnið, Nadia Hafdís Óttarsdóttir, kom svo árið 2009. Ég hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2006 og starfa þar enn þann dag í dag.

Hverra manna ertu:
Faðir Angantýr Valur Jónasson og móðir Edda Hafdís Ársælsdóttir.

Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Starfa sem sölustjóri hjá Ölgerðinni, sinni uppeldi barnanna minna og reyni að hafa gaman að lífinu og njóta þess.

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku
Ætli ég hafi ekki verið 5 eða 6 ára og var í heimsókn hjá Ömmu og Afa á Akranesi þegar ég ákvað að kíkja aðeins inní bílskúr að grúska. Þar sá ég þennan líka fína rauða spray brúsa. Tók ég brúsann og rölti með hann út. Þar sá ég bláa Jeppann sem nágranni ömmu og afa var nýbúinn að festa kaup á. Hann varð ekkert voðalega lengi blár og náði ég að gera hann vel rauðan á flestum stöðum.
Við púkarnir vorum líka ansi duglegir við að gera dyra at á tímabili og voru hús bæjarins vel kortlögð og þau hús sem við fengum „verstu" viðbrögð við þessum gjörðum voru pottþétt heimsótt aftur! En þetta er svona toppurinn af ísjakanum.

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég hef beinbrottnað átta sinnum og fengið 5 sinnum gat á hausinn.

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Ég vona það svo innilega. Hugurinn leitar mjög oft vestur og vona ég að í framtíðinni eigi maður eftir að geta komið aftur heim í a.m.k nokkrar vikur á ári. Aldrei að vita nema maður flytji aftur vestur þegar ungarnir eru farnir úr hreiðrinu - það er allavegana draumurinn.


Áhugamál
Fótbolti og allt sem tengist honum, þá sérstakega íslensk knattspyrna. Áhuginn er svo mikill að ég, ásamt góðum hópi manna, stofnaði netmiðilinn www.433.is
Ég hef einnig mjög gaman að eldamennsku og bjórdrykkju. Einn ískaldur Egils Gull við matargerð klikkar seint.

Heimili
Baugakór,Kópavogur og Ölgerðin 

Bestu kaupin
Kaupi mér nú sjaldan eitthvað - veit ekkert leiðinlegra en að fara í búðir.
En svona kannski til að nefna eitthvað þá er það síminn minn - gæti ekki verið án hans.

Verstu kaupin
Gallabuxur sem ég keypti mér einu sinni. Þær rifnuðu stuttu seinna á miðjum fundi með viðskiptavini - í KLOFINU. Frekar vandræðanlegt!
 
 Lífsmottó
Work Hard play Hard / Að lifa fyrir daginn í dag / Koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig / Kurteisi kemur manni langt. 
 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31