A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.12.2012 - 11:00

Að heiman - Guðni Páll

Guðni Páll Viktorsson

Ég er uppalinn á Þingeyri og bjó þar til 12 ára aldurs þá lá leiðin til Reykjavíkur með foreldrum mínum. Við fluttum í Árbæinn þar sem ég lauk grunnskólanámi mínu og stundaði þar knattspyrnuæfingar með Fylkir, ég flutti aftur til Vestfjarða veturinn 2008 fór þá að vinna í gerð Óshlíðargangna og starfaði þar til 2010 eða þegar göngin voru klár. Árið 2011 flutti ég aftur suður og er þar enn í dag.

Hverra manna ertu
Farðir Viktor Pálsson og móðir Sólveig Guðnadóttir.

Hvað ertu að gera í lífinu núna?

Það er ansi mikið að gera hjá mér núna, ég vinn hjá Stoðtækjaframleiðandanum Össur.hf og hef unnið þar í eitt ár. Síðan er ég að skipuleggja hringróður minn í kringum Ísland næsta sumar og það fer ansi mikill tími í æfingar og að skipuleggja allt sem að því kemur.

Gamalt prakkarstrik frá því í æsku

Þau eru nú nokkur, Þegar ég var lítill þá lék ég mér mikið úti í garði heima á Fjarðargötu 14. Einn daginn varð mér brátt í brók og það var enginn tími til að hlaupa inná salernið, ég tók þá uppá því að kúka á stéttina fyrir utan heima og til fela verknaðinn setti ég glænýja leikfangafötu ofaná og stein ofaná hana.

Heimili í dag
Bý með kærustu minni á Háaleitisbraut

Áhugamál

Þau eru nú ansi mörg, en ætli útivist sé ekki það sem ég hef mestan áhuga á og þar hefur Kayak róður fengið mest af mínum tíma. En ég er mikið náttúrubarn og líður vel úti í náttúruni, Einnig finnst mér rosalega gaman af fara á veiðar með góðum vinum og fjölskyldu og hef gert það í nokkur ár og það er fátt sem toppar það. En ef ég ætti að raða þeim upp ætli sá listi myndi ekki líta svona út.
Útivist, Kayak, Fótbolti, Skotveiði, og auðvitað fjölskylda og vinir.

Bestu kaupin
Það mun vera Kayakinn minn.


Verstu kaupin
Þau eru nú orðin nokkur ;) en ætli notaðan tölvan sem ég keypti og dugði mér í einn mánuð með tilheyrandi veseni séu ekki verstu kaupin mín síðustu ár.
 

Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?
Ég hef ekkert tóneyra og get ekki lært neina texta!

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?
Nei ekki eins og staðan er í dag, en ég mun pott þétt búa á Vestfjörðum í framtíðinni

Lífsmottó
Lifðu einn dag í einu og njóttu hans.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31