A A A
  • 1946 - Zbigniew Jan Jaremko
  • 1973 - Jón Sigurđson
01.10.2015 - 20:44 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Oft er ţađ gott er gamlir kveđa

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Jónas gamli Kristjánsson ritstjóri skrifar oft hárbeitta og frábæra pistla í Punktum sínum.
Í gær kom þetta hjá kallinum:


„Engar miðaldir takk


Vegna fyrirhugaðrar komu fjölmennra hópa flóttafólks af trú múslima þarf til öryggis að taka þetta skýrt fram: Ísland þarf í sjálfu sér enga flóttamenn. Fólk mun því hafna ýmsum af kröfum múslima um aðlögun af hálfu landsmanna. Svo sem þetta:


1. Ekkert svigrúm verður fyrir halal eða kosher í opinberum mötuneytum.
2. Ekkert svigrúm verður fyrir bænir og föstur á skólatíma og vinnutíma.
3. Ekkert svigrúm verður fyrir trúarlög, sharia, gagnvart landslögum.
4. Ekkert svigrúm verður fyrir feðraveldi, karlrembu og heiðursglæpi.
5. Ekkert svigrúm verður fyrir frávik frá vestrænum mannréttindum.
   Þetta verður útskýrt fyrir flóttafólki. Við munum hindra, að fólk, sem flýr miðaldir, reyni að koma hér upp þeim sömu miðöldum.“


 

...
Meira
« 1 af 2 »

Sannleikurinn er sá, að það mætti oftar heyrast í harmonikunni í Útvarpinu okkar. Þátturinn Dragspilið dunar þar sem Friðjón Hallgrímsson situr við grammófóninn er alveg frábær. Þetta er að vísu endurtekið efni frá 2007 en það gerir að sjálfsögðu ekkert til! Útvarpið þarf að draga fram menn eins og Toralf Tollefsen, John Molinari og Braga Hlíðberg og ótal aðra snillinga.

...
Meira
18.09.2015 - 21:29 | Hallgrímur Sveinsson

Ţćttir úr sögu Hrafnseyrar

Bautasteinn Hrafns á Eyri. Reistur 1994 fyrir forgöngu Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal og fleiri góđra manna.  Ánarmúli í baksýn. Ljósm. H. S.
Bautasteinn Hrafns á Eyri. Reistur 1994 fyrir forgöngu Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal og fleiri góđra manna. Ánarmúli í baksýn. Ljósm. H. S.

2. grein


Hrafn Sveinbjarnarson


 Bærinn Eyri við Arnarfjörð kemur mjög við fornar sögur landsmanna. Þar bjuggu fyrst Án rauðfeldur úr Noregi og Grelöð, sem var jarlsdóttir frá Írlandi. Á Eyri þótti henni hunangsilmur úr grasi. Á Sturlungaöld bjó þar Hrafn Sveinbjarnarson, sem talinn er fyrsti lærði læknir á Íslandi. Í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar segir:

...
Meira
14.09.2015 - 15:04 | Hallgrímur Sveinsson

Ţáttur úr sögu Jóns Sigurđssonar

Jón Sigurđsson.
Jón Sigurđsson.
« 1 af 2 »

Frá foreldum hans


„Þú vilt gefa allt, Þórdís“


Samtímamaður þeirra Hrafnseyrarhjóna, séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafnseyrarstað þegar þau fluttust að Steinanesi með Margréti dóttur sinni 1851, lýsir þeim svo: „Þórdís var í meðallagi há, vel vaxin, andlitið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmikil, kona var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Góðhjörtuð var frú Þórdís talin og örlát við fátæka.“ „Þú vilt gefa allt, Þórdís“, er mælt að séra Sigurður hafi eitt sinn sagt við konu sína er hún var að gefa fátækum.

...
Meira
09.09.2015 - 06:56 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Skjaldan er góđ vísa of oft kveđin!

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson.

Löngu áður en Píratar urðu til, vorum við undirritaðir byrjaðir að hamra á svokölluðu gegnsæi. Við höfum haldið því fram, að gegnsæi og allt uppi á borðum hjá opinberum stofnunum væri lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina. En auðvitað hlustar enginn á svona vitleysinga einhversstaðar fyrir vestan!


   Hvað sem um það er leyfum við okkur að kveða þessa vísu einu sinni enn:

...
Meira
04.09.2015 - 20:37 | Hallgrímur Sveinsson

Sumar ţeirra komu hingađ upp međ togurum. Hugsa sér!

Hallgrímur Sveinsson.
Hallgrímur Sveinsson.
 Að lokinni seinni heimsstyrjöld fóru þeir dr. Lúðvíg Guðmundsson, Gísli Kristjánsson, ritstjóri og blaðamennirnir Þorsteinn Jósepsson og Jón Helgason til Þýskalands, ásamt fleiri hugsjónamönnum. Þeir skipulögðu flutning hundraða kvenna til Íslands. Konurnar voru flóttamenn í eigin landi ef svo mætti segja vegna skelfilegra aðstæðna. Og gerðust flestar vinnukonur hjá íslenskum bændum. Margar þeirra urðu húsfreyjur þeirra....
Meira
02.09.2015 - 17:30 | Lýđur Árnason

Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum

Lýđur Árnason.
Lýđur Árnason.
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka....
Meira
02.09.2015 - 15:49 | Guđmundur Karl Jónsson

Tími Dýrafjarđarganga er kominn

Guđmundur Karl Jónsson.
Guđmundur Karl Jónsson.
Barátta Vestfirðinga fyrir bættum samgöngum sem er orðin áratugalöng hefur ekki komist í fréttirnar á hverjum degi. Sá sem hér stingur niður penna ítrekar að nú er tími Dýrafjarðarganga kominn hvort sem þingmanni Norðausturkjördæmis, Höskuldi Þórhallssyni, líkar það vel eða illa.
Fyrir löngu áttu Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag fjórðungsins og þingmenn Norðvesturkjördæmis að sjá sóma sinn í því að fylgja þessu hagsmunamáli eftir í samgöngunefnd áður en þingmaður Norðausturkjördæmis sá sér leik á borði og hljóp í fjölmiðla með óraunhæfa hugmynd um að 13-14 km löngum jarðgöngum undir heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar verði strax troðið fram fyrir Dýrafjarðargöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000....
Meira
28.08.2015 - 08:49 | Hallgrímur Sveinsson

Bautasteinn Jóns Sigurđssonar

Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Þættir úr sögu Hrafnseyrar


Fyrsta grein:


Á hlaðinu á Hrafnseyri stendur bautasteinn Jóns Sigurðssonar. Steinninn er eins og móðir náttúra gekk frá honum á holtinu fyrir ofan Hrafnseyri . Var hann settur á núverandi stað árið 1911, á hundrað ára afmælishátíð Jóns Sigurðssonar sem var hin fyrsta Hrafnseyrarhátíð sem haldin var. Eirskjöldurinn, sem greyptur er í steininn, er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. 

Séra Böðvar Bjarnason, sem var sóknarprestur á Hrafnseyri frá 1901-1941, segir frá því í bók sinni um Hrafnseyri, hvaða erfiðleikar voru á því að koma steininum á sinn stað: 

...
Meira
24.08.2015 - 19:54 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Spurning dagsins: - Eiga ekki börnin ađ lćra ađ lesa, skrifa og reikna í skólunum?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson

„Þarna erum við að taka saman höndum um að tryggja það að börnin nái að tileinka sér þennan grundvallarþátt, að börnin geti lesið sér til gagns. Níutíu prósent barna sem ljúka grunnskólanámi árið 2018 eiga að geta lesið sér til gagns. Samkvæmt niðurstöðu PISA-prófsins árið 2012 gátu 30 prósent drengja og 12 prósent stúlkna ekki lesið sér til gagns.“


                                                 Illugi Gunnarsson á visi.is


   Þetta er alveg stórmerkilegt rugl. Manni fallast eiginlega alveg hendur.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Maí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör