A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
28.09.2017 - 17:18 | Hallgrímur Sveinsson

Vilhjálmur Bjarnason og sauðfjárræktin

 Hallgrímur Sveinsson.  Höf­und­ur er bóka­út­gef­andi og létta­dreng­ur á sauðfjár­búi eig­in­konu sinn­ar.
Hallgrímur Sveinsson. Höf­und­ur er bóka­út­gef­andi og létta­dreng­ur á sauðfjár­búi eig­in­konu sinn­ar.
Mogg­inn væri snöggt­um þurr­ari af­lestr­ar ef ekki nyti við smell­inna greina Vil­hjálms Bjarna­son­ar alþing­is­manns. Hann fer oft á kost­um á síðum blaðsins. Nú síðast á veg­um sauðkind­ar­inn­ar og sauðamann­anna sem snú­ast í kring­um hana. Með bein­greiðslur en samt svo til kaup­laus­ir. Allt sem Vil­hjálm­ur skrif­ar um þetta mál er satt og rétt. Ann­ar eins maður og Oli­ver Lod­ge fer ekki með neina lygi eins og þar stend­ur. Og Skáldið sem hann hef­ur að jafnaði sér til fullting­is stend­ur fyr­ir sínu. En skrif Vil­hjálms okk­ar um sauðkind­ina eru ekki nema hálf­ur sann­leik­ur. Hálf­kveðin vísa.

Ef sauðkind­ar­inn­ar hefði ekki notið við væri ís­lenska þjóðin löngu út­dauð. Þetta vita nú flest­ir. En það breyt­ir engu. Vil­hjálm­ur og marg­ir aðrir af sama sauðahúsi hafa lög að mæla. Sauðfjár­rækt­in er von­laus at­vinnu­veg­ur sem slík­ur eins og hann er praktíseraður á Íslandi í dag. Og hef­ur raun­ar alltaf verið. Þetta veit Vil­hjálm­ur, sem kann að vera hinn versti maður af því hann ligg­ur ekk­ert á þeirri skoðun sinni. En hann hef­ur margt sér til ágæt­is. Vin­ur er sá er til vamms seg­ir.

Nú er það svo að fleiri njóta góðs af sauðkind­inni hjá okk­ur en sauðfjár­bónd­inn og hyski hans. Vil­hjálm­ur þegir þunnu hljóði um það í skrif­um sín­um. Hann nefn­ir ekki allt fólkið í ýms­um sveit­ar­fé­lög­um lands­ins sem hef­ur fram­færi af þjón­ustu við sauðfjár­bænd­urna né alla milliliðina. Nokk­ur þúsund manns. Villi seg­ir að eitt best varðveitta leynd­ar­málið í ís­lenskri hag­fræði sé af­koma sauðfjár­bú­skap­ar. Jæja. Hann get­ur trútt um talað, há­skóla­kenn­ar­inn. En skal nokk­urs staðar í þeirri hag­fræði vera talað um öll af­leiddu störf­in sem hér hafa verið nefnd í fram­hjá­hlaupi?

Íslensk sauðfjár­rækt hef­ur alltaf verið reist á til­finn­ing­um að hluta til. Eng­inn hef­ur bent eins ræki­lega á það og Skáldið okk­ar. Marg­ir hafa bæði lifað og dáið fyr­ir sauðkind­ina. Og öf­ugt. Sum­ir gaml­ir smal­ar og sauðfjár­bænd­ur voru bún­ir að vera þegar þeir hættu að um­gang­ast þessa merki­legu skepnu. En þau fræði eru utan marka hag­fræðinn­ar.

Matth­ías Johann­essen skrif­ar í viðtali við Þor­geir í Gufu­nesi:

„Hann gekk til hests­ins og ég í humátt á eft­ir: „Fol, fol, fol,“ sagði hann. Gnýfari þekkti hús­bónda sinn og rétti hon­um snopp­una, svip­mik­ill klár, ein­beitt­ur í and­liti og þybb­inn eins og eig­and­inn. Kind­urn­ar góndu á mig, þenn­an ókunna gest, sum­ar færðu sig nær, nokkr­ar stukku upp á brjóstið á mér, þefuðu af mér, hnusuðu, and­ar­drátt­ur þeirra hlýr eins og sum­arþeyr, og ég skildi allt í einu þetta fólk sem hef­ur unnað fénu sínu og látið sér líða vel í návist þess.“ (M Sam­töl 4)

Auðvitað er ekk­ert vit í þessu. Og þó. Það stytt­ist kannski í að mann­skepn­an verði nokk­urs kon­ar vél­menni. Með al­vöru­vél­menni í kring­um sig. Ætli sum­ir vildu þá ekki bara vera smal­ar?

 

Hallgrímur Sveinsson

 

Höf­und­ur er bóka­út­gef­andi og létta­dreng­ur á sauðfjár­búi eig­in­konu sinn­ar.

Morgunblaðið 28. september 2017.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31