A A A
  • 1987 - Milena Cutino Cutino
28.06.2009 - 11:16 | Hallgrímur Sveinsson

Hugleiđing dagsins: Allt landiđ og miđin

Það er vægast sagt undarlegt fyrir okkur landkrabbana, sem sumir okkar
hafa aldrei migið í saltan sjó, að heyra það að nú eigi að draga úr öryggisþjónustu við sjómennina okkar. Fjárveitingar til þyrlusveitar
Landhelgisgæslunnar á að skerða vegna fátæktar.


Þetta eru slæmar fréttir, einhverjar þær verstu sem maður hefur
heyrt lengi. Einkum og sér í lagi vegna þess að þetta er algjörlega út
úr korti. Á árinu 2009 er áætlað að verja samkvæmt fjárlögum mörgum
milljörðum króna í alls konar vitleysu á vegum ríkisins. Menn þurfa
ekki annað en renna augum yfir þann lagabálk til að sjá það. Svo ætla
menn að leyfa sér að draga úr öryggi sjómanna, sem aldrei er of mikið....
Meira
15.06.2009 - 11:19 | Hallgrímur Sveinsson

Enn um Íslandssjóđinn

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Sumir halda að hugmyndin um Íslandssjóðinn sé
fólgin í því að ríkissjóður leggi honum til 100 milljarða króna. Það er
auðvitað fjarri lagi. Hann þarf einungis að leggja blessun sína yfir
þennan fjárfestinga-og lánasjóð fyrir Ísland og koma honum af stað. Svo myndi hann njóta góðs af starfsemi sjóðsins í virðisauka og alls konar gjöldum, fyrir utan þúsundir fyrirtækja og peningarnir hrúgast í kassann til hagsbóta fyrir alla!

Hugmyndin er að Íslandssjóðurinn
fjármagni útlán sín með sölu ríkistryggðra verðbréfa og lántöku á
nákvæmlega sama hátt og Íbúðalánasjóður, með sömu útlánsvöxtum. Þar er
módelið, þrautreynt. Nefna má að á árinu 2008 nam lántaka Íbúðalánasjóðs á lánamarkaði tæpum 130 milljörðum króna. Framlag
ríkissjóðs til niðurgreiðslu vaxta 2008 nam 435 milljónum króna. Það væri ekki há fórnarupphæð fyrir Íslandssjóðinn.
...
Meira
21.05.2009 - 11:22 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrfirđingurinn Jóhanna Guđrún Jónsdóttir

Jóhanna Guđrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guđrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem þessa dagana yljar okkur um hjartarætur, er Dýrfirðingur, ættuð í föðurættina frá Múla í Þingeyrarhreppi. Fyrir utan sönghæfileikana er öll hennar framkoma svo hógvær og skemmtileg, að eftir er tekið. Hún vekur hamingju og gleði með þjóðinni eins og Morgunblaðið komst svo skemmtilega að orði um daginn.

Á fyrri hluta 20. aldar bjuggu á Múla í Þingeyrarheppi Jón Samsonarson og kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir. Þeirra dóttir er Jóhanna, sem giftist Sverri Helgasyni, ættuðum úr Arnarfirði. Einn bræðra hans var Júlíus Helgason í Neista á Ísafirði, sem margir muna enn eftir. Þeirra sonur er Jón Sverrir, faðir Jóhönnu.

Móðir Jóhönnu Guðrúnar er Margrét Steindórsdóttir. Hennar foreldrar Steindór Guðjónsson og Guðrún Guðjónsdóttir. Foreldrar Steindórs Guðjónssonar voru Guðjón Brynjólfsson frá Stykkishólmi og Sigríður Steindórsdóttir frá Ásgeirsá við Blönduós. Foreldrar Guðrúnar Guðjónsdóttur voru þau Guðjón Guðmundsson, sem var alinn upp í Kjós og Ólöf Bjarnadóttir frá Grundarfirði.

Þetta er heilmikil ættfræði, birt með fyrirvara.
10.05.2009 - 11:23 | Hallgrímur Sveinsson

Hrođvirkni og flumbrugangur á mbl.is og vísi.is

Mest lesna fréttavefsíða landsins er víst mbl.is. Skammt á eftir henni í lesendafjölda kemur visir.is. Það er með ólíkindum hvað hroðvirkni, flumbrugangur og subbuskapur er áberandi í vinnslu frétta þar á bæjum. Heita má að í hverri einustu frétt sé annaðhvort ásláttarvilla eða málvilla, nema hvort tveggja sé. Svo er allt morandi í efnisvillum....
Meira
29.04.2009 - 11:25 | Hallgrímur Sveinsson

Leikdómur

Frá sýningunni.
Frá sýningunni.
Ævintýri á vesturslóð: Dragedukken slær í gegn á Þingeyri. Sögulegt leikverk um Þingeyri í denn...
Meira
19.04.2009 - 11:28 | Hallgrímur Sveinsson

Íslandssjóđurinn

Í fyrra leyfði undirritaður sér að leggja fram tillögu um stofnun svokallaðs Vestfjarðasjóðs, í þágu uppbyggingar á Vestfjörðum í anda Roosevelts Bandaríkjaforseta og New Deal stefnu hans, með 20 milljarða króna stofnfé. Ýmsir sérfræðingar og fjármálaspekingar hlógu þessa tillögu að sjálfsögðu út af borðinu. En rétt áður stofnuðu þeir sömu spekingar eitt dularfyllsta eignarhaldsfélag landsins, Stím ehf. svo eitt lítið dæmi sé nefnt um heimsku sumra fármálaspekinga....
Meira
16.04.2009 - 11:30 | Hallgrímur Sveinsson

Útrásarvíkingurinn Albert Guđmundsson - 2.grein

Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áđur en hann flutti heim.
Albert í félagsbúningi Nissa í Frakklandi 1953, tveimur árum áđur en hann flutti heim.
Í fyrstu grein sögðum við frá þvi við hvers
konar aðstæður Albert ólst upp í Reykjavík kreppu-og stríðsáranna
seinni. Það var ekki mulið undir hann frekar en marga aðra á þeim árum.
...
Meira
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson
Vestfirðir eru hálfri öld á eftir öðrum landshlutum varðandi samgöngur. Þetta er eini fjórðungurinn sem ekki hefur aðalflugvöll sem getur verið opinn allan sólarhringinn. Eini fjórðungurinn með engan alþjóðlegan flugvöll. Afleiðingin er sú að í skammdeginu er aðeins fært til að fljúga nokkra klukkutíma á dag til Ísafjarðar og oft falla niður nokkrir dagar í röð sem ekkert er hægt að fljúga. Vestfirðir eru eini fjórðungurinn þar sem ófært er landleið mikinnn tíma árs á milli helstu byggðarkjarna. Það voru mistök á sínum tíma að leggja heilsársleiðina um Steingrímsfjarðarheiði í stað þess að fara vestar og láta aðalleiðina til Ísafjarðar liggja um innri hluta Breiðafjarðar. Það hefði kallað á meiri áherslu á endurbætur á leiðinni um Barðaströnd vestur....
Meira
05.04.2009 - 11:35 | Hallgrímur Sveinsson

Útrásarvíkingurinn Albert Guđmundsson - 1.grein

Albert á ritstjórnarskrifstofu Parísarblađsins “L’Equipe” ađ endurtaka leikbragđ sem blađamenn trúđu ekki ađ vćri í mannlegu valdi ađ leika. Ţetta var 1950.
Albert á ritstjórnarskrifstofu Parísarblađsins “L’Equipe” ađ endurtaka leikbragđ sem blađamenn trúđu ekki ađ vćri í mannlegu valdi ađ leika. Ţetta var 1950.
“Herbergið okkar á Smiðjustíg var súðarherbergi.
Uppgangurinn var þröngur og geymsluloft þegar upp kom. Þarna voru tvö
súðarherbergi sitt hvoru megin í húsinu. Á miðju loftinu, eða á
geymslugangi beint á móti stigaopinu, var vaskur. Þessi vaskur var hið
eina sem við höfðum er til þæginda mætti telja. Okkar herbergi var til
hægri, þegar upp kom, líkast til hefur það verið tuttugu og fimm eða
þrjátíu fermetrar. Dyrnar opnuðust inn og við hurðina var lítil
kolakabyssa, sem bæði var eldað á og kynt með. Annar hiti var ekki. Og
þar sem þetta var undir súð, var ekki vel einangrað og því oft kalt á
vetrum, stundum hrímað.
...
Meira
16.03.2009 - 11:37 | Hallgrímur Sveinsson

Mjallhvít og dvergarnir sjö

Eva María Jónsdóttir
Eva María Jónsdóttir
Þeir eru líflegir viðtalsþættirnir hennar Evu Maríu Jónsdóttur í Kastljósinu á sunndagskvöldum. Hún er ófeimin og frí af sér að spyrja viðmælendur sína, sem yfirleitt eru áhugaverðir og hafa frá ýmsu að segja.

Um daginn ræddi hún við Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund og forstjóra hjá Time Warner samsteypunni, áður hjá Sony, þar sem hann sér m. a. um að dreifa svokölluðu afþreyingarefni um alla heimsbyggðina. Ólafur er gott dæmi um hve Íslendingar eru hæfileikaríkt fólk og hve víða þeir koma við....
Meira
Eldri fćrslur
« Ágúst »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31