A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
15.06.2009 - 11:19 | Hallgrímur Sveinsson

Enn um Íslandssjóðinn

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Sumir halda að hugmyndin um Íslandssjóðinn sé fólgin í því að ríkissjóður leggi honum til 100 milljarða króna. Það er auðvitað fjarri lagi. Hann þarf einungis að leggja blessun sína yfir þennan fjárfestinga-og lánasjóð fyrir Ísland og koma honum af stað. Svo myndi hann njóta góðs af starfsemi sjóðsins í virðisauka og alls konar gjöldum, fyrir utan þúsundir fyrirtækja og peningarnir hrúgast í kassann til hagsbóta fyrir alla!

Hugmyndin er að Íslandssjóðurinn fjármagni útlán sín með sölu ríkistryggðra verðbréfa og lántöku á nákvæmlega sama hátt og Íbúðalánasjóður, með sömu útlánsvöxtum. Þar er módelið, þrautreynt. Nefna má að á árinu 2008 nam lántaka Íbúðalánasjóðs á lánamarkaði tæpum 130 milljörðum króna. Framlag ríkissjóðs til niðurgreiðslu vaxta 2008 nam 435 milljónum króna. Það væri ekki há fórnarupphæð fyrir Íslandssjóðinn.

Stóra spurningin er hvort ekki er alveg eins gott eða jafnvel betra fyrir ríkissjóð að ábyrgjast lántökur sjóðs, sem endurlánar til fyrirtækja um land allt, sem strax fara að mala fé í kassann. Eða er það steinsteypan sem á að stjórna öllu áfram?
Veð sjóðsins í fjölda smáfyrirtækja væru pottþétt, þó einhver þeirra færu á hliðina. Þetta bið ég alla sérfræðinga og áhugamenn vinsamlegast að íhuga.

Menn þurfa að horfa á þetta öðrum augum en þeim að heimta arð og vexti að kveldi. Hér er verið að tala um langtíma fjárhagsaðgerðir sem munu skila sér margfaldlega beint í kassa landsmanna. Svo er löngu kominn tími á að við förum að líta á landið okkar sem eina heild. Við erum öll á sama báti. Burt með alla hreppapólitík. Og allt upp á borðið!

Íslandssjóðurinn ætti að vera fyrir allt landið og miðin og gæti byrjað að starfa strax á morgun ef svo mætti segja. Það má hafa sem viðmiðun, að ef stofnfé sjóðsins yrði 100 milljarðar króna, gætu tvö þúsund fyrirtæki strax fengið fyrirgreiðslu, hvort sem þau væru staðsett á Langanesi, Reykjavík eða Árneshreppi á Ströndum. Er þá miðað við hámarkslán 50 milljónir króna. En lánaupphæðir eru auðvitð eitthvað sem færi eftir atvikum.

Íslandssjóðurinn mundi hafa gífurleg margfeldisáhrif strax frá fyrsta degi. Fjármunirnir eru til. Það sem þarf er kjarkur og þor til að veita þeim í rétta farvegi. Upp með Ísland!
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31