A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Kátir Dýrfirðingar á aðalfundi 2011
Kátir Dýrfirðingar á aðalfundi 2011

Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins 2014 

68. aðalfundur Dýrfirðingafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 13. maí í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá er hefðbundin og samkvæmt lögum félagsins. Kosið verður í stjórn, skemmtinefnd og kaffinefnd og auk þess leggur stjórn fram tillögur að lagabreytingum. Að venju verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Við hvetjum ykkur til að fjölmenna og láta ykkur varða starfsemi félagsins okkar. Aðalfundurinn gefur öllum félagsmönnum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og taka virkan þátt í ákvarðanatöku um starfsemina. 

Tillögur stjórnar að lagabreytingum

5. gr. (sem fjallar um aðalfund og dagskrá hans) verði:

Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. maí ár hvert. Til aðalfundar skal stjórnin boða skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 14 daga fyrirvara.  Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Auk stjórnar skal á aðalfundi kosið í sjö manna skemmtinefnd sem starfar til eflingar skemmtanalífi innan félagsins og sjö manna kaffinefnd sem sér um undirbúning og framkvæmd Kaffidags félagsins. Nefndirnar velji sér formann á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar er óbreytt nema stjórn leggur til að bætt verði við

lagabreytingum sem verði e) liður og aðrir liðir færist niður sem því nemur.

Stjórn leggur til þær breytingar á úthlutunarreglum Átthaga að umsóknarfresturinn verði 15. mars í stað 1. apríl. Úthlutun verði tilbúin fyrir 1. apríl. Stjórnin leggur ennfremur til að úthlutunarfrestur verði að auki auglýstur á facebook síðu félagsins. Auk þess bætist við 5. liður; Utanfélagsmenn geta leigt lausar vikur í Átthaga þegar hefðbundinni úthutun til félagsmanna er lokið. Utanfélagsmenn greiða aukalega, auk leigu, upphæð sem samsvarar félagsgjaldi.

Stjórn félagsins er nú skipuð eftirtöldum:

Bergþóra Valsdóttir, formaður (bergtora.vals@gmail.com)

Guðmundur Hermannsson, varaformaður

Gyða Hrönn Einarsdóttir, ritari

Þuríður Steinarsdóttir, gjaldkeri

Jón Gíslason, meðstjórnandi

Hanna Laufey Elísdóttir, varamaður

Hanna Jóna Ástvaldsdóttir, varamaður

 

Guðmundur Hermannsson og Jón Gíslason ganga nú úr stjórn.

 

Skoðunarmenn reikninga eru Dýri Guðmundsson og Anna Torfadóttir.

 

Kaffinefnd: Á öðru ári í Kaffinefnd eru Torfi Sigurðsson og Kristín Jóhanna Valsdóttir. Á fyrsta ári eru Guðmundur Árnason, Vilborg Guðmundsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Kristján Ottósson og Ingibjörg Ottósdóttir.

 

Skemmtinefnd: Á fyrsta ári í skemmtinefnd eru Álfheiður Erla Sigurðardóttir, Ósk Elísdóttir, Valgerður Tómasdóttir, Ólafía Steinarsdóttir, Sigurborg Þóra Helgadóttir, Ólafur Sigurðsson og Þorbergur Steinn Leifsson.

Ólafur Sigurðsson hefur beðist lausnar frá störfum og því vantar einn félaga í skemmtinefnd.

 

Góður Kaffidagur
Að þessu sinni var Kaffidagurinn haldinn í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 9. mars sl. Sr. Svavar Stefánsson þjónaði fyrir altari en Aðalsteinn Eiríksson frá Núpi flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi. Eins og undanfarin ár lék Guðbjörg Leifsdóttir á orgelið og kór Dýrfirðinga leiddi safnaðarsönginn eins og þeim er einum lagið.

Að lokinni messu var haldið í safnaðarheimili kirkjunnar en þar beið glæsilegt hlaðborð sem kaffinefnd, stjórn og  skemmtinefnd félagsins höfðu undirbúið. Dagurinn var sérstaklega  ánægjulegur og tókst vel í alla staði. Við viljum þakka öllum þeim sem komu með glæsilegar veitingar, gestunum sem mættu og lögðu sitt af mörkum í Kaffisjóð félagsins og ekki síst sr. Svavari, Aðalsteini, Guðbjörgu og söngfólkinu fyrir fallega messu og eftirminnilega stund.

 

Innheimta félagsgjalda

Eins og fram hefur komið var ákveðið á síðasta aðalfundi félagsins að framvegis verði félagsmönnum send krafa vegna félagsgjalda í heimabanka. Nú ættu allir að vera búnir að fá kröfu í sinn heimabanka. Þessi greiðsla verður valkvæð og opin í sex mánuði. Hún ber enga vexti og verður felld niður að þessum tíma liðnum. Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þið hafið ekki aðgang að heimabanka vinsamlegast hafið þá samband við Þuríði gjaldkera í gsm 691 469.

 

Spurningakeppni átthagafélaganna  

Okkar frækna liði vegnaði ekki eins vel í ár og í fyrra en við þökkum þeim Gyðu, Torfa og Jóhanni kærlega fyrir að vera glæsilegir fulltrúar okkar í keppninni. Það voru Skaftfellingar sem unnu eftir bráðabana við Húnvetninga. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum ykkur sem lögðuð leið ykkar í Breiðfirðingabúð fyrir þátttökuna.

Átthagi að vori og hausti

Formlegur umsóknarfrestur um leigu á Átthaga er nú liðinn og hafa þeir sem hlutu úthlutun þegar fengið tilkynningu um það. Enn eru þó lausar vikur að vori og hausti, t.d. er Sjómannadagshelgin laus (30. maí – 6. júní) og Hvítasunnuhelgin (6. – 13. júní). Auk þess er laust í Átthaga í september en það er oft yndislegur tími í Dýrafirði. Ekki er lengur um neinn sérstakan umsóknarfrest að ræða en um lausar vikur gildir ,,fyrstur kemur, fyrstur fær”. Leigan fyrir Átthaga er 30.000 kr. á viku 21. júní – 23. ágúst og 27.000 krónur fyrir vikuna utan þess tíma. Átthagi er leigður út frá kl. 14:00 á föstudegi til kl. 12:00 næsta föstudag.

Yndislegt er að dvelja í Átthaga og ber mönnum saman um að þar ríki einstaklega góður andi. Bústaðurinn er ekki stór en við vekjum athygli á flötinni þar sem hægt er að tjalda eða koma fyrir tjaldvögnum ef fleiri vilja dvelja saman í Átthaga. Fyrirspurnir vegna Átthaga sendist á bergtora.vals@gmail.com eða í 824-1958.

Áhugafólk um fornleifar í Dýrafirði

Vekjum athygli á hópnum ,,Áhugafólk um fornleifar á Vestfjörðum,, á facebook.Námskeið verður haldið um kortlagningu fornminja í Grunnskólanum á Suðureyri 13. og 14. júlí n.k. – Nánari upplýsingar hjá Bergþóru á bergtora.vals@gmail.com.

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31