A A A
  • 1993 - Heiðrún Arna Rafnsdóttir

Úr Bókunum að vestan: Mannvitið úr Selárdal

Ólafur Hannibalsson, fyrrum bóndi í Selárdal í Ketildölum í Arnafirði, var um hríð varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Eitt sinn meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sat að völdum (1991-1995) kom hann inn á þing fyrir Matthías Bjarnason. Ólafur sat dag einn í þingsalnum þegar bróðir hans Jón Baldvin utanríkisráðherra var í ræðustól og fór geyst. Þá vildi svo til að í salinn gekk Páll Pétursson á Höllustöðum, en hann stóð í mikilli orrahríð við Alþýðuflokkinn út af EES-samningnum sem þá var á döfinni. Páli varð hálfvegis um megn að sjá þá bræður báða komna inn á þing, hlammaði sér í sætið og hnussaði í honum. Nær samstundis rann uppúr honum þessi vísa: Alltaf vex það meir og meir mannvitið í þessum sal. Eru þeir nú orðnir tveir undan gamla Hanníbal.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30