A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir

Vestfirska forlagið

Vestfirska forlagið einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Bækurnar að vestan.
Lögð er áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu og gamni og alvöru, líkt og gerist í mannlífinu yfirleitt. Allt áhugafólk um mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú ætti að finna í þeim eitthvað við sitt hæfi.

Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt.


Sendið okkur tölvupóst á jons@snerpa.is eða sláið á þráðinn í síma 456-8181

Frá Bjargtöngum að Djúpi komin út

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Frá Bjargtöngum að Djúpi, nýr flokkur 2. bindi. Þetta er tólfta bókin í þessum vinsæla bókaflokki, en í honum er fjallað um mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Mjög aðgengileg bók fyrir alla sem áhuga hafa á vestfirskum fróðleik og unna Vestfjörðum og Vestfirðingum. Meðal efnis er grein um athafnamanninn Gísla Jónsson á Bíldudal eftir Jakob Fal Kristinsson. Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar um Árna Jónsson, verslunarstjóra Ásgeirsverslunar, sem var mikill áhrifamaður á Ísafirði áratugum saman, en um hann hefur lítið verið fjallað. Hjalti Jóhannsson skrifar um sitthvað frá Súðavík og birt er viðtal Böðvars frá Hnífsdal við Hrefnu-Láka og sagt er frá einhverju fjölmennasta ættarmóti sem haldið hefur verið á Vestfjörðum. Þá er fjallað um vélbyssukjaftana fyrir vestan og fjöldinn allur af vestfirskum sögnum í léttum dúr eru í þessu bindi svo nokkuð sé nefnt.

Vestfirska forlagið gefur út Nóbelsskáld

Vestfirska forlagið gefur út Kvöldheima
Vestfirska forlagið gefur út Kvöldheima
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu ljóðabálkurinn Kvöldheimar eftir Pär Lagerkvist í þýðingu Tryggva Þorsteinssonar læknis frá Vatnsfirði í Djúpi. Í Svíþjóð er Nóbelshöfundurinn Pär Lagerkvist ekki síður þekktur sem ljóðskáld en höfundur skáldsagna. Margir gagnrýnendur kölluðu ljóðabálkinn Aftonland eða Kvöldheima, snilldarverk og lýstu yfir að í því verki næði hann sínum hæstu hæðum sem skáld. Eins og nafnið gefur til kynna, er efni ljóðanna að stórum hluta hugleiðingar og vangaveltur um vegferð mannsins og lífdaga hans þegar líður að kvöldi ævinnar. Ljóðabálknum er skipt í fimm kafla. Fyrsti kaflinn fjallar beinlínis um ævikvöldið og viðskilnaðinn, þar sem samfélagið horfir á einstaklinginn án hluttekningar eða viðbragða og um afskiptaleysi heimsins við brottför mannsins úr samfélagi lifenda. Margt ber á góma í hinum köflunum, svo sem eins og þrá mannsins eftir visku og löngun hans til að fá ráðið dulrúnir tilverunnar. Svo er það spurningin um guð og mann, tilvist guðs og erindi hans við manninn og mannsins við guð, og við sjáum manninn villuráfandi án tilgangs og takmarks.

Jólagetraun Vestfirska forlagsins

Sendið rétt svör á jons@snerpa.is
Sendið rétt svör á jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið stendur fyrir jólagetraun þessa dagana. Svarið þessum 10 spurningunum hér fyrir neðan, og sendið á jons@snerpa.is fyrir áramót. Dregið verður úr réttum lausnum og fá 10 heppnir svarendur glaðning sendan heim (5.000 kr. í peningum) á nýja árinu. Gamli hreppstjórinn mun annast útdrátt.

1. Árni Jónsson rak um áratugaskeið eitt stærsta og farsælasta fyrirtæki á Íslandi, Ásgeirsverslun á Ísafirði. Þegar hann féll frá 1919 var sagt frá því í örfáum línum í Morgunblaðinu en hvergi annars staðar. Í hvaða nýrri bók að vestan er sagt ítarlega frá þessum áhrifamikla manni?

 

2. Hvaða prestur er aðalsöguhetjan í vestfirsku þjóðsögunum og hvar býr hann?

 

3. Hvað heitir bókin hans Gunnlaugs Júlíussonar ofurhlaupara og hver fær 300 krónur af hverju seldu eintaki?

 

4. Hemmi Gunn tók saman Þjóðsögur og gamanmál að vestan, úrval af vestfirskri fyndni. Úr hvaða firði fyrir vestan er Hemmi Gunn ættaður?

 

5. Ein af nýju bókunum að vestan er eftir Ólaf Helga Kjartansson sýslumann á Selfossi. Það er fyrsta bókin hans. Hvað heitir hún?

 

6. Í bókinni Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða er segir frá þeim möguleikum sem Vestfirðir hafa að bjóða, bara ef menn vilja nota þá. Hver var aðalhvatamaðurrinn að því að sú bók var gefin út?

 

7. Um hvað er fjallað í litlu bókinni Humorous tales sem Haukur Ingason þýddi á ensku?

 

8. Ljóðabálkurinn Kvöldheimar (Aftonland) er eftir sænska Nóbelsskáldið Pär Lagerkvist. Hvaða Vestfirðingur þýddi bókina?

 

9. Hvaða vestfirska rithöfund telur Oddur Björnsson leikritaskáld fyndnasta höfund landsins?

 

10. "_________ er skemmtileg bók aflestrar og afar fróðleg því að hún veitir bæði upplýsingar um daglegt líf og aðstæður stéttar sem lítið hefur verið fjallað um og geymir upplýsingar sem hafa ekki verið ritaðar í kirkjusögu okkar". (kirkjan.is). Hvaða bók er hér verið að lýsa?

Úr Bókunum að vestan: Ábekingarnir

Það var nokkru fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 1966, að maður nokkur gekk á fund Bjarna Guðbjörnssonar útibússtjóra Útvegsbankans á Ísafirði og bað um víxillán til heimilisþarfa, en Bjarni neitaði. Litlu síðar hittir maðurinn Matthías Bjarnason, sem var efstur á lista sjálfstæðismanna á Ísafirði, og segir honum frá erindislokum sínum hjá Bjarna, sem var framsóknarmaður. Matthías segir honum að láta sig fá víxileyðublaðið. Daginn eftir afhendir Matthías manninum víxilinn á ný og segir honum að fara aftur til Bjarna og sjá hvort hann neiti aftur. Þá voru komnir átján ábekingar á víxilinn eða allur framboðslisti sjálfstæðismanna í réttri röð frá Matthíasi sjálfum og niður í heiðurssætið. Bjarni keypti víxilinn og ekki er annað vitað en Útvegsbankinn hafi í fyllingu tímans fengið peningana sína til baka með skilum.

 

Úr Bókunum að vestan: Mannvitið úr Selárdal

Ólafur Hannibalsson, fyrrum bóndi í Selárdal í Ketildölum í Arnafirði, var um hríð varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Eitt sinn meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sat að völdum (1991-1995) kom hann inn á þing fyrir Matthías Bjarnason. Ólafur sat dag einn í þingsalnum þegar bróðir hans Jón Baldvin utanríkisráðherra var í ræðustól og fór geyst. Þá vildi svo til að í salinn gekk Páll Pétursson á Höllustöðum, en hann stóð í mikilli orrahríð við Alþýðuflokkinn út af EES-samningnum sem þá var á döfinni. Páli varð hálfvegis um megn að sjá þá bræður báða komna inn á þing, hlammaði sér í sætið og hnussaði í honum. Nær samstundis rann uppúr honum þessi vísa: Alltaf vex það meir og meir mannvitið í þessum sal. Eru þeir nú orðnir tveir undan gamla Hanníbal.

Tvær nýjar bækur um Jón forseta

Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið gefur um þessar mundir út tvær nýjar bækur um Jón Sigurðsson.
Vestfirska forlagið sendir frá sér þessa dagana tvær bækur um þjóðhetjuna Jón Sigurðsson. Maður sem lánaðist nefnist önnur og inniheldur svolitla umfjöllun af ýmsu tagi handa íslenskri alþýðu um Jón forseta í tilefni tímamóta, í samantekt Hallgríms Sveinssonar. Fjallað er um uppruna og helstu áfanga á æviferli hans. Í tilkynningu segir um bókina: „Umsagnir samtíðarmanna eru áberandi, en ætla verður að þeir geti trútt um talað. Hverja ætti svo sem frekar að kalla til vitnisburðar um þennan óskason Íslands? Ýmislegt annað markvert og jafnvel smálegt, sem vel má rifja upp þessa dagana, ber á góma.

Gaman er að segja frá því, að svo þótti á tímum Jóns í sölum og samkvæmum þar sem hann var, að flestir hyrfu hjá honum, enda maðurinn geðþekkur og glæsilegur á velli, að sögn samtíðarmanna. Og á götum úti í Kaupmannahöfn, þar sem Jón var á ferli, námu menn staðar eða litu um öxl, ekki síst kvenfólkið, til þess að virða hann fyrir sér!"

 

We call him President er á ensku eftir sama höfund og fjallar einnig um Arnfirðinginn Jón forseta Sigurðsson. „Stutt og laggóð ævisaga í hnotskurn með mörgum ljósmyndum, þar á meðal öllum þeim myndum sem vitað er um af Jóni á ýmsum aldri. We call him President er einkum ætluð ferðamönnum," segir í tilkynningu. Haukur Ingason þýddi bókina.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31