A A A
  • 1962 - Þorgerður Gunnlaugsdóttir
  • 1964 - Karl Þór Karlsson



Dýrafjarðardagar eru árleg bæjarhátíð Dýrfirðinga og eru alltaf haldnir fyrstu helgina í júlí. Sumarið 2012 verður í ellefta sinn sem hátíðin fer fram.

Dagskrá Dýrafjarðadaga hefst yfirleitt á fimmtudegi og er ávallt þéttskipuð. Meðal þess sem boðið hefur verið upp á eru listasýningar, leikrit, strandblak, golf, gönguferðir undir leiðsögn, kajak- og bátsferðir, súpa í garði, kúabingó, hestaferðir, hoppukastalar, kassabílarallý og ótal fleira skemmtilegt. Á laugardagskvöldi er grillveisla og kvöldvaka á Víkingasvæðinu fyrir hátíðargesti, þar sem að vanda er boðið upp á góðan mat og margs konar skemmtiatriði.

Víkingar á Vestfjörðum hafa einnig verið áberandi á Dýrafjarðardögum en á Þingeyri er búið að koma upp Víkingasvæði á Eyrarodda. Víkingar hafa meðal annars boðið upp á námskeið í ýmis konar handverki, siglingar á víkingaskipinu Vésteini og sýnt listir sínar með sverð og boga, svo fátt eitt sé nefnt.

Myndir frá Dýrafjarðardögum má finna hér.


----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------



« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31