A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson

Um Þingeyri

Þingeyri stendur við Dýrafjörð og eru íbúar ásamt sveitinni í kring um 400 talsins. Nafnið Þingeyri mun vera dregið af Dýrafjarðarþingi sem þar var háð til forna. Þingeyri er mjög gamall verslunarstaður og þar stendur meðal annars pakkhús eða vörugeymsla frá fyrri hluta 18. aldar. Pakkúsið var byggt 1734 en það er talið vera eitt af elstu húsum landsins.

Á Þingeyri var bækistöð bandarískra lúðuveiðimanna seint á 19. öld og franskir duggarar voru þar tíðir gestir. Aðalatvinna Þingeyringa tengist sjávarútvegi á einhvern hátt, en þó er að finna aðra starfsemi tengda ferðaþjónustu og handverki. 


Aðstaða til íþróttaiðkana er mjög góð hvort sem hún er stunduð inni eða úti. Ný íþróttamiðstöð með sundlaug og íþróttahúsi var tekin í notkun í janúar 1997. Golfvöllur er rétt fyrir utan Þingeyri og áhugaverðar gönguleiðir eru um slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal.


Eitt elsta bridgefélag landsins, Bridgefélagið Gosi, er starfandi með miklum sóma og handverkshópurinn Koltra býr til og selur ýmsan varning.


Með tilkomu brúar yfir Dýrafjörð og jarðgangna undir Breiðadalsheiði hafa samgöngur batnað til muna og gert það að verkum að auðvelt er að komast á menningarviðburði í nágrannabyggðum eða að fá fólk á uppákomur á Þingeyri.


Elsta starfandi vélsmiðja landsins er á Þingeyri. Smiðjan sem er nánast í upprunalegu formi ber nafn Guðmundar J. Sigurðssonar sem tók til starfa árið 1913. Til hennar leituðu innlend og erlend skip eftir þjónustu sem var annáluð jafnt innan lands sem utan. Vélsmiðjan er nú rekin af Kristjáni Gunnarssyni sem rekur einnig bílaverkstæðið, Bíla- og vélaþjónusta Kristjáns og sér hann um nánast alla þá þjónustu í kringum vélar og bíla eins og nafnið gefur til kynna.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31