A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.02.2013 - 13:03 | Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Vitleysan ríður ekki við einteyming!

Bjarni Georg Einarsson.
Bjarni Georg Einarsson.
« 1 af 2 »

„Þegar ég settist fyrst á þing, hélt ég í bjartsýni minni, að ég gæti gert eitthvert gagn með því að vera á móti því, sem vitlaust var. En eftir að hafa gegnt þingmennsku í sextán ár, var mér orðið ljóst, að ekki er hægt að ráða við vitleysuna, það hefur enginn getað og mun enginn geta.“ Svo sagði Björn Pálsson bóndi á Löngumýri.

   Við Íslendingar, 320 þúsund manns, hvorki kunnum, viljum né getum forgangsraðað þegar fjármunir eru annars vegar. Með öðrum orðum: Við kunnum ekkert með peninga að fara. Það sýnir sig glöggt og sárlega þessa dagana þegar við erum að glopra úr höndum okkar besta heilbrigðiskerfi í heimi. Unga myndarlega húsfreyjan, sem passar landsins kassa, sagði í fréttum fyrir nokkrum dögum að það væru engir peningar í kassanum til að bjarga málum á Landspítalanum. Ef það ætti að gerast yrði að taka lán. Þetta er laukrétt hjá fjármálaráðherranum.Það eru ekki meiri peningar til hjá henni í bili því Alþingi og ríkisstjórn hafa ráðstafað þeim í annað, þar á meðal í alls konar vitleysu. En í rauninni eru alla jafna til nógir peningar í umræddri fjárhirslu, en ef menn kunna ekki að forgangsraða er ekki von á góðu. Þá tekur vitleysan völdin.

   Dæmi af handahófi úr fjárlögum 2013:

 

   Fyrsta vitleysa:Áætlað er að rekstur utanríkisráðuneytisins á þessu ári kosti 11,3 milljarða króna. Þar af er

almennur rekstursendiráða 2,8 milljarðar kr.

   Önnur vitleysa: Rekstur Þjóðmenningarhúss í Reykjavík er áætlaður 89,5 milljónir kr.

   Þriðja vitleysa: Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús í Rvk. Almennur rekstur 564 milljónir kr.

   Fjórða vitleysa: Ríkisútvarpið, almennur rekstur 3,2 milljarðar kr.

   Fimmta vitleysa: Þjóðleikhúsið, almennur rekstur 725 milljónir  kr.

   Sjötta vitleysa: Sinfóníuhljómsveit, almennur rekstur 900 milljónir kr.

 

Nú má vel fallast á að sumt af þessu séu þörf og góð mál ef út í það væri farið. En það er þessi eilífa spurning um forgangsröðunina:

Má ekki fækka utanlandsferðum, kokkteilpartíum og slíku þó það sé gaman? Má ekki fækka sinfóníutónleikum þó þeir séu skemmtilegir? Má ekki virkja einstaklingsframtakið til að reka Hörpu og Þjóðmenningarhús?Þarf Ríkisútvarpið að reka myndbandaleigu með heimsendingarþjónustu? Og má ekki sýna aðeins færri leikrit þegar þrengir að?

   Þeir sem þannig spyrja eru náttúrlega ekki réttu megin við strikið. Við því er víst lítið að gera. En skyldi afdalabóndinn Björn Pálsson hafa haft rétt fyrir sér? Getum við Íslendingaraldrei lært að forgangsraða?

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31