A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Kristján Möller samgönguráðherra sagði í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær að hann hefði orðið fyrir þrýstingi frá ýmsum "Vestfirðingum" að breyta áherslum í jarðgangagerð á Vestfjörðum. Verið væri að þrýsta á hann að fresta Arnarfjarðargöngum (hætta við?) en taka þess í stað göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar fram fyrir.

 

Eitthvað er hér málum blandið varðandi "þrýstinginn" sem ráðherrann verður fyrir. Mér vitanlega hefur hvergi nokkurs staðar verið samin ályktun eða samþykkt um að breyta forgangsröðun verkefna varðandi jarðgöng á Vestfjörðum. Þvert á móti hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar áréttað fyrri samþykktir um nauðsyn á gerð Arnarfjarðarganga nú nýlega, ef mig misminnir ekki. Á síðasta ári var samþykkt í ríkisstjórn að flýta gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012 í stað 2014.

 

Hvaðan kemur þá þessi "þrýstingur"?

Mér finnst að ráðherra verði að skýra það betur. Og hvers vegna tekur hann mark á þessum svokallaða þrýstingi, svo mjög að hann færir málið í tal við fjölmiðla?

 

Í eyrum hins almenna Vestfirðings hljómar þetta allt mjög undarlega, því eins og sakir standa er ekkert sem bendir til þess að Vestfirðingar séu að hverfa frá áður markaðri stefnu í samgöngumálum, hvað svo sem líður afstöðu einhverra einstaklinga sem eiga símtöl við ráðherrann. Enda á þessi landshluti nánast allt sitt undir því að ráðist verði í þessi jarðgöng sem fyrst til þess að tengja saman norður og suðurhluta Vestfjarða og koma Kjálkanum þar með í raunverulegt vegasamband við landið.

 

Sá munur er á þessum tveimur framkvæmdum að göng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar myndu nýtast norðanverðum Vesfjörðum nær eingöngu. Þau myndu flýta för um Ísafjarðardjúp og auka umferðaröryggi milli tveggja bæja - líkt og göngin um Óshlíð bæta samgöngur milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar en nýtast ekki landshlutanum að öðru leyti.

 

Arnarfjarðargöngin hinsvegar nýtast landshlutanum í heild. Þau bæta samgöngur milli byggðarlaganna, gera Vestfirði að einu verslunarsvæði, jafnvel atvinnusvæði líka auk þess að bæta vegasamband við landið allt.

 

Samgönguráðherra hefur sést á ferli hér fyrir vestan síðustu daga. Mér vitanlega hefur hann þó ekki fundað með sveitarstjórnarmönnum um þessi mál, hvorki flokksmönnum sínum né öðrum. Ég leyfi mér að fullyrða að í þeim röðum er varla nokkur maður sem myndi mæla þessari stefnubreytingu bót.

 

Við hverja hefur ráðherrann þá verið að tala?

 

Bloggsíða Ólínu Þorvarðardóttur http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/620054/

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31