26.03.2013 - 07:58 | Hallgrímur Sveinsson
Vandamálið við Austurvöll
Æ, það er eitthvað meira en lítið að í húsinu við Austurvöll á móti styttunni af Jóni okkar Sigurðssyni. Blessað fólkið sem þar ræður húsum kemur sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut og hefur svo verið lengi. Þetta ástand berst oft í tal við fólk sem maður hittir og enginn skilur hvers konar skipulag það er sem ríkir þarna innan dyra. Hugsið ykkur bara hvernig þjóðfélag okkar væri ef þetta ástand væri viðloðandi á öðrum vinnustöðum. Vitlausraspítali er orð sem alþingismenn hafa sjálfir notað er þeir lýsa sínum vinnustað.
Hvað skyldi úthaldið á Alþingi kosta þjóðina daglega? Það væri gaman að vita.
Margir múgamenn segja að Alþingi sé eitt mesta vandamál þjóðarinnar í dag. Og löggjafarsamkoman er rúin öllu trausti. Því miður. 90% þjóðarinnjar treystir ekki þessari samkomu í dag. Það er bæði dapurlegt og sorglegt í senn. Þar þarf svo sannarlega að breyta starfsháttum. Það er til dæmis algjör þjóðarnauðsyn að stytta ræðutíma alþingismanna svo einstaka flokkar og þingmenn geti ekki haldið þinginu í gíslingu ef þeim sýnist svo. Þetta endalausa blaður og ókurteisi sem tíðkast á löggjafarsamkomunni er íslensku þjóðinni til skammar. Það væri hreinlega ráð að fækka meðlimum þessarar stofnunar niður í 40 að minnsta kosti. Svo ættu alþingismenn að taka sér Vestfirðinginn Jón Sigurðsson til fyrirmyndar og læra af honum þinglega framkomu, vinnubrögð og kurteisi. Það skyldi þó ekki vera að tár bliki stundum á hvarmi á styttunni af okkar manni þegar niðurlægingin er sem mest í umræddu húsi?
Hallgrímur Sveinsson.
Hvað skyldi úthaldið á Alþingi kosta þjóðina daglega? Það væri gaman að vita.
Margir múgamenn segja að Alþingi sé eitt mesta vandamál þjóðarinnar í dag. Og löggjafarsamkoman er rúin öllu trausti. Því miður. 90% þjóðarinnjar treystir ekki þessari samkomu í dag. Það er bæði dapurlegt og sorglegt í senn. Þar þarf svo sannarlega að breyta starfsháttum. Það er til dæmis algjör þjóðarnauðsyn að stytta ræðutíma alþingismanna svo einstaka flokkar og þingmenn geti ekki haldið þinginu í gíslingu ef þeim sýnist svo. Þetta endalausa blaður og ókurteisi sem tíðkast á löggjafarsamkomunni er íslensku þjóðinni til skammar. Það væri hreinlega ráð að fækka meðlimum þessarar stofnunar niður í 40 að minnsta kosti. Svo ættu alþingismenn að taka sér Vestfirðinginn Jón Sigurðsson til fyrirmyndar og læra af honum þinglega framkomu, vinnubrögð og kurteisi. Það skyldi þó ekki vera að tár bliki stundum á hvarmi á styttunni af okkar manni þegar niðurlægingin er sem mest í umræddu húsi?
Hallgrímur Sveinsson.