A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Þórhallur Arason.
Þórhallur Arason.
Nú eru uppi umræður um val á flugvelli til hugsanlegs millilandaflugs til og frá Vestfjörðum. Hugmyndin er vafalaust tímabær og skynsamleg þegar horft er til framtíðar. Nýlega kom ferðamálafrömuður af norðanverðum Vestfjörðum að máli við mig og tjáði mér að eftir ítarlega skoðun teldi hann sjálfgefið að flugvöllurinn á Þingeyri við Dýrafjörð hentaði best til að sinna þessu hlutverki. Hann benti á ýmis rök því til staðfestingar og hér eru þau helstu:

Fyrirhuguð er gerð jarðgangna á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem hefur þann tilgang að tryggja samgöngur allt árið á Vestfjarðakjálkanum. Þar með er staðsetning millilandaflugvallar ekki einkamál íbúanna sem búa norðan Arnarfjarðar, heldur verður að horfa á hagsmuni Vestfjarðakjálkans í heild. Því er mikilvægt að staðsetning millilandaflugvallarins verði miðsvæðis á svæðinu, þar sem flugvöllurinn á Þingeyri er.

 

Hlutverk millilandaflugvallar á Vestfjörðum er að opna greiðari og ódýrari leið fyrir ferðamenn til að koma beint frá útlöndum til Vestfjarða. Hér er meðal annars horft til þeirra þúsunda ferðamanna sem koma þangað á sumrin til að sækja sjóstangaveiði. Þessi iðnaður er í sókn um alla Vestfirði og því er mikilvægt að flugvöllurinn sé miðsvæðis þannig að þeir sem stunda þessa þjónustu á Vestfjarðakjálkanum sitji allir við sama borð.

 

Hlutverk millilandaflugvallar á Vestfjörðum er jafnframt að auka möguleika til útflutnings á ferskum fiskafurðum. Því er mikilvægt að flugvöllurinn sé miðsvæðis þannig að allir fiskútflytjendur á Vestfjarðakjálkanum sitji við sama borð.

 

Ef af byggingu olíuhreinsunarstöðvar verður Í Arnarfirði er æskilegt að millilandaflugvöllur verði sem næst stöðinni til að þjónusta hana. Með tilkomu jarðgangnanna væri Þingeyri mun betri valkostur en Ísafjörður í því sambandi.

 

Þegar rýnt er í flugöryggi er flestum ljóst að aðstæður á Þingeyrarflugvelli hljóti að teljast öruggari en á Ísafirði, þar sem fjöllin þrengja mun meira að flugvellinum á Ísafirði en í Þingeyri.

 

Varðandi kostnað, ber að horfa til þess að þegar jarðgangagerðin á milli Dýrafarðar og Arnarfjarðar hefst, er vafalaust hagkvæmt að losa þau jarðefni sem koma úr gangnagerðinni til uppfyllingar og lengingar á flugbrautinni á Þingeyri. Mér skilst að lengja þurfi flugbrautina á Þingeyri um ca. 300 metra til að völlurinn uppfylli kröfur fyrir þotur sem taki um 150 farþega.

 

Ég vona að þessi skrif verði til þess að opna umræðu manna á Vestfjörðum í heild sinni fyrir þeim sameiginlegu hagsmunum sem við verðum að standa vörð um.

 

Þórhallur Arason, Þingeyri.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31