A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Tvisvar verður gamall maður barn!
Tvisvar verður gamall maður barn!

Eins og allir vita er Ævintýra- og leikjanámskeið Höfrungs að byrja í dag (þriðjudag) undir ljúfri en röggsamri stjórn Jóhönnu Jörgensen. Er búist við mikilli þátttöku að vanda. Námskeiðið er fyrir alla 5-13 ára.


Í því sambandi má vel geta þess, og nú erum við að segja alveg satt, að Við bræðurnir og Gaui eru búnir að melda sig inn á námskeiðið. Einnig var við sama tækifæri tilkynntur á námskeiðið Þórður J. Sigurðsson útvegsbóndi frá Ketilseyri. Að vísu ambraði hann á móti og sagðist ekki geta mætt, en ákveðið var að láta sjá. Ef lagður er saman aldur þeirra Bræðranna og Gaua, sem allir vita hverjir eru og Dúdda, þá kemur út talan um 300 ár og hefur lærisveinninn samþykkt það sem rétt.


En mjór er mikils vísir og tvisvar verður gamall maður barn sem kunnugt er. Ef lagt er saman samkvæmt staðreyndum í dag, því réttur reikningur er alltaf byggður á staðreyndum, sagði Arkímedes forðum, þá kemur út talan 7-8 ár á mann og mega þeir kumpánar bara vel við það una. Þeir gerast nú ungir í annað sinn og eiga bara lof skilið fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi!

Upp með Höfrung! Og að sjálfsögðu Vestfirði!


Nefndin.

 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31