A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
09.04.2019 - 23:14 | Hallgrímur Sveinsson

Tuttugu og fimm + þrjátíu og fimm = Sextíu

Stórmerkilegt. Bakaríið á Þingeyri, eitt þekktasta kennileiti Þingeyrar, byggt 1906. Þegar  bárujárnið á húshliðinni var flett af fyrir skömmu, kom þessi áletrun í ljós: Bakarí Café & Konditori.
Stórmerkilegt. Bakaríið á Þingeyri, eitt þekktasta kennileiti Þingeyrar, byggt 1906. Þegar bárujárnið á húshliðinni var flett af fyrir skömmu, kom þessi áletrun í ljós: Bakarí Café & Konditori.

Nú hafa spekingarnir úr Auðkúluhreppi, þeir Grímur gamli á Eyrinni, fyrrum methafi hreppsins í 200 mtr. skriðsundi og Bjössi bóndi á Ósi, sem nokkuð hefur einnig fengist við kvikmyndaleik sem kunnugt er, lokið gjörgæsluúttekt sinni á Þingeyrarkauptúni. Kennir þar ýmissa grasa eins og vænta mátti. Hafa þeir félagar fengið harða gagnrýni á starf þetta, þeir kunni ekki að telja o.s.frv. Þeir vísa þó allri gagnrýni á bug og segja þetta allt vera vel innan skekkjumarka eins og ýmislegt til dæmis í Auðkúluhreppi, sbr. Hitaveitu Auðkúluhrepps.

Nú, nú. Það liggur á borðinu hjá þeim spekingunum, að íbúðarhús, fjöldi og notkun á Þingeyri er sem hér segir:

Íbúðarhús og stakar íbúðir alls 130. Þar af hús í byggingu, tóm hús og íbúðir ekki í heilsársnotkun 34. Vinnustaðahús, skólar, hótel og fleira 39. Samtals fjöldi húsa á Þingeyri 169. (dúfnakofar, hænsnakofar, jarðhús, fjárhús, dúkkuhús og annað slíkt ekki talin með). Sem áður segir er þetta vel innan skekkjumarka, sem eru 2-3% til eða frá eins og hjá Gallup.

Svo koma hér lokatölur:
Á Þingeyri eru 25 hús og íbúðir með 1 íbúa. Aftur á móti eru svo 35 hús með 2 íbúum. Þetta er eins og mál stóðu í kauptúninu 1. apríl s. l. Þeir sem vilja mega taka þetta sem Aprílgabb. En það breytir engu um staðreynd málsins. Umsjónarmaður verkefnisins, Guðberg Kristján Gunnarsson, yfirsmali og sundkappi frá Miðbæ, telur þó ekki svo vera. Menn verði að taka mark á köllunum, því þeir eru alvanir að telja inn og út úr fjárhúsum. Hafi þeir samtals töluvert á annað hundrað ára reynslu í því efni.


Sem sagt: Gott. Verkefninu lokið og nú geta aðrir spekingar spekúlerað og spáð í niðurstöðurnar. (Birt án ábyrgðar og þó)

   

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31