Sjónvarpspistill
Rétt einn Vestfirðingurinn sem hefur lag á að tala við fólk
Í þáttunum Um land allt á Stöð 2 heldur um tauma Kristján Már Unnarsson, með vestfirskt blóð í æðum. Hann er einn af reyndustu frétta- og sjónvarpsmönnum landsins. Viðurkenna ber, að undirritaður horfir skjaldan á Stöð 2. Geri hann það, velur hann gjarnan þessa þætti hans Kristjáns Más. Þeir eru einkar forvitnilegir og höfða til okkar þessara gömlu Móhikana. Kristján Már hefur nefnilega lag á að tala við fólk og fá það til að vera afslappað og tjá sig án þess vera nokkuð að spá í upptökuvélina. Minnir hann um margt á þá félaga Ómar Þ. Ragnarsson og Hemma Gunn. Þeir voru auðvitað sjónvarpsmenn á heimsmælikvarða. Hjá Kristjáni er sama taktíkin: Áhugaverðar spurningar og greinilega ekkert stress í efnistökum. Allt einhvern veginn eðlilegt, þvingunarlaust og engin hálfvelgja. Öllu, eða flestu, komið til skila sem er á dagskrá. Enda maðurinn Vestfirðingur sem áður segir!