A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
15.10.2008 - 14:30 |

Oft er þörf, en nú er nauðsyn

Guðjón Þorsteinsson.
Guðjón Þorsteinsson.
Að undanförnu hef ég hugsað æ meira um það hvað ég get gert til að bæta mig og mitt umhverfi. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um það sem gerst hefur undanfarna daga. Það eiga margir um sárt að binda og eitt er víst að kreppan kemur víða við og spyr ekki um stöðu fólks í skattframtali. Allir finna fyrir þessu og er undirritaður einnig í vandræðum. Ég hef ákveðið að taka á þessu með jákvæðnina að vopni. Það er mikið mun auðveldara að falla í gryfju neikvæðni og þunglyndis.

Það veit ég af eigin reynslu, en það gerði hvorki mér né þeim sem standa mér næst vel. Ég er ekki sérfræðingur, ekki er ég mikill spekingur, en ég er mikill félagsmálamaður og þrífst best í því umhverfi. Það sem ég hef til málanna að leggja er áratuga reynsla af því að gleðja aðra, og þá reynslu ætla ég að nýta mér í vetur.

Ég vil benda á að við erum í fámennu bæjarfélagi og við þekkjumst öll vel. Við erum best á raunastund og höfum sýnt það í verki þegar hamfarir hafa riðið yfir okkur. Á þeim stundum höfum við sannað að samkennd er mikil meðal okkar, og okkur er ekki sama. Við viljum hjálpa hvort öðru og það er góð tilfinning. Verkefni okkar núna er klárt að mínu mati. Okkur ber skylda að hlúa hvort að öðru. Okkur ber skylda að vera til staðar fyrir þá sem á okkur þurfa að halda. Nú ríður á að sýna samstöðu og samvirkni. Við eigum hvort annað að og smáerjur, pirringur og slúður á að víkja fyrir uppbyggilegu og jákvæðu umtali.

 

Ég vil hvetja bæjarbúa að snúa bökum saman. Sýnum samstöðu. „Oft er þörf, en nú er nauðsyn."

 

Baráttukveðja.
Guðjón M. Þorsteinsson.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31