A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
04.12.2012 - 18:10 | KLR

Jólakötturinn

Jólakötturinn er óvættur í íslenskum þjóðsögum og er húsdýr hjá Grýlu og Leppalúða. Jólakötturinn er þekktur fyrir að éta börn sem ekki fá flíkur fyrir jólin. Börnunum var t.d. gefið kerti og einhver spjör, sokkar eða skór, til þess þau þyrftu ekki að klæða köttinn eins og sagt var. Í öðrum útgáfum frásagnarinnar étur jólakötturinn matinn frá börnunum frekar en börnin sjálf, og í enn öðrum gildir þetta jafnt um fullorðna.
Í öðru bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar segir um jólaköttinn:
"Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk jólasveinanna var það trú að óvættur væri á ferð sem kallaður væri jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja nýja flík að fara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jólaköttinn" svo hann tók þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann."

Við skulum nú öll gæta okkur á jólakettinum. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31