A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
01.06.2018 - 14:40 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni af upphafi hægriumferðar á Íslandi 26. maí 1968

Frá Hrafnseyri árið 2000. Þá var þar meðal annars stundaður sauðfjárbúskapur.  Ljósm. H. S.
Frá Hrafnseyri árið 2000. Þá var þar meðal annars stundaður sauðfjárbúskapur. Ljósm. H. S.

26. maí 1968:

 

Lögreglustjóri Auðkúluhrepps stóð sína pligt!

 

Nokkrum dögum fyrir 26. maí 1968 barst stífasta valdamannabréf frá dómsmálaráðuneyti og Valgarð Briem til allra lögreglustjóra landsins. Efni máls var að þeir yrðu að fylgjast vel með umferðarlagabreytingunni frá vinstri til hægri. Þar yrði allt að fara skikkanlega fram og samkvæmt lagabókstafnum.

Þá var hreppstjóri Auðkúluhrepps heiðursmaðurinn Þórður Njálsson, bóndi á Auðkúlu. Snemma morguns, örlagadaginn, lagði hinn samviskusami hreppstjóri leið sína inn að Hrafnseyri til að standa sína pligt. Var þó húfulaus eins og flestir aðrir hreppstjórar þá hér um slóðir, en kom ekki að sök. Hafði hann beðið staðarins mann, Hallgrím Sveinsson, seinna arftaka hans, að leggja sér lið við að fylgjast með umferðinni. Að allir færu að lögum og héldu sig við hægri kantinn.

Fóru þeir félagar niður á bakkana fyrir neðan bæinn á Hrafnseyri. Sást þar vel of heima alla eins og segir hjá Snorra. Blasir þjóðvegurinn þar við langt inn á Hrafnseyrarhlíð. Er nú skemmst frá því að segja að lögreglumennirnir máttu bíða lengi eftir fyrsta bílnum. Þegar hann loks birtist, var ekki örgrannt um að hann keyrði bara eftir miðjum hinum mjóa vegi. Hinir þrír bílarnir sem leið áttu fram hjá Hrafnseyri þennan dag voru á svipuðum nótum. Þó kannski aðeins meira hægra megin. Lögreglustjórinn og aðstoðarmaður hans töldu þó engin efni til að ákæra neinn. Héldu til bæjar og voru kaffinu fegnir, enda fremur hráslaglegt í Arnarfirði þennan eftirminnilega dag.

 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31