A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
19.09.2011 - 00:12 | Hallgrímur Sveinsson

Hættið þessu röfli!

Sennilega er fátt meira áríðandi á Íslandi þessa dagana en Alþingi Íslendinga álykti að láta hætta beinum sjónvarpsútsendingum frá þingfundum.

Það yrði kannski til þess, að þjóðin fengi eitthvert traust á þessari undirstöðustofnun þjóðfélagsins. Þingmenn mundu þá væntanlega hætta að fleyta kerlingar fyrir framan kjósendur sína og fara að vinna eins og menn að málefnum þjóðarinnar. Slíkt væri sérlega æskilegt. Það yrði vonandi einnig til þess að þeir hættu þessu sífellda rápi í ræðustólinn hafandi lítið sem ekkert að segja. Það er alveg magnað, að sumir okkar blessuðu þingmanna virðast halda, að því oftar sem þeir fara í ræðustól þingsins, þess fleiri atkvæði fái þeir í næstu kosningum!

Nei, nú er komið nóg, alþingismenn góðir. Þið ættuð að hafa gamla heilræðið í huga, að betra er að þegja og vera álitinn fífl, en að tala og taka af allan vafa. Vinnið nú allir sem einn með lagni og lipurð í þingnefndum Alþingis, eins og maður veit að sumir ykkar gera og farið sem sjaldnast í ræðustólinn. Þá mun allt snúast ykkur og þjóðinni til betri vegar. Þið ættuð að hætta þessu tilganslausa röfli. Þið eruð nefnilega miklu skynsamara fólk en maður gæti haldið!
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31