Ferðamennskan: - Ferðamaður leigir sér inniskó: 1.500. - kr. takk! 4. grein
Erlendur ferðamaður ekur blístrandi eftir Keflavíkurveginum. Þá sér hann stóran baðstað, Bláa Lónið- Blue Lagoon. Hann ákveður að skella sér í bað. Samkvæmt verðskrá er aðgangseyrir 7,300 – 11,600 fyrir fullorðna. Luxury aðgangur 28,300. Þetta er allt miðað við að panta á netinu. Aðgangseyrir er 1,400 kr. hærri ef greitt er við komu í Bláa lónið. Fyrir utan sundskýlur og handklæði eru þar einnig leigðir út inniskór. Ferðamaðurinn leigir sér eitt par
. Leigan á þeim er 1,500 kr.
Við sjáum í hendi okkar að leigan á einum skóm á dag yfir árið er 547,500 kr. Séu 5 pör í útleigu á dag gerir það 2.737,500 kr. yfir árið. Séu 100 pör í útleigu á dag gerir það svo mikið sem 54,750,000 kr. –fimmtíu og fjórar milljónir sjöhundruð og fimmtíu þúsund krónur á ársgrundvelli eins og þeir segja, með virðisaukaskatti! Og Bláa lónið rúmar 700 manns í einu. Þangað koma mörg þúsund gestir á dag. Spurning er hve margir þeirra leigja sér inniskó. Kannski 1000? 547,500,000 – fimm hundruð sjötíu og fimm milljónir og fimmhundruð þúsund í kassann bara fyrir inniskóna!!!
Þessar tölur eru birtar hér með öllum fyrirvörum. En þær eru í rauninni alveg skelfilegar hvernig sem á er litið.