A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.06.2012 - 15:51 | Hallgrímur Sveinsson

Eru Vestfirðingar hættir að geta rifið kjaft?

Þegar mætast stálin stinn í ágreiningsmálum verða menn að semja svo báðir megi sæmilega við una. Þar dugar ekki að annar valti yfir hinn. Útvegsbændur telja sig aðkreppta núna og segja að stefni í óefni hjá þeim. Vel má svo vera hjá þeim sumum. Nú verður löggjafinn að vanda sig og reyna að láta sem flesta njóta sannmælis.

En það er eitt í allri þessari yfirþyrmandi umræðu sem menn virðast alveg gleyma að nefna. Það er hið merkilega ákvæði í lögum, að kvótagreifarnir geta selt frumburðarrétt þeirra sem næstir þeim eru, jafnvel hundruða manna, án þess nokkur geti rönd við reist. Þetta þekkja Vestfirðingar manna best og má undarlegt telja að þeir skuli ekki löngu vera búnir að rísa upp og segja hingað og ekki lengra.

Sagt hefur verið, að þegar Vestfirðingar hætta að geta rifið kjaft séu þeir steindauðir úr öllum æðum. Er kannski svo komið? Menn hafa selt óveiddan fisk í sjónum hér vestra beint við nefið á saklausu fólki fyrir jafnvel milljarða, tilkynnt það samdægurs og pillað sig svo í burtu með blóðpeningana í sekkjum, ef svo mætti segja.

Má ekki nefna þetta svona í framhjáhlaupi þegar þjóðfélagið rambar á barmi upphlaupa? Þurfum við ekki lífsnauðsynlega að breyta þessu ómannlega kerfi, sem virðist uppfundið af andskotanum sjálfum?
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31