A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
09.10.2018 - 17:01 | Hallgrímur Sveinsson

Eru Færeyingar ekki bestu vinir okkar?

Tingnes í Færeyjum þar sem Landsþing þeirra hefur aðsetur.
Tingnes í Færeyjum þar sem Landsþing þeirra hefur aðsetur.

Þessa afmælisdaga er því ekki mikið hampað í fjölmiðlum hverjir reyndust okkur vinir í raun þegar allt fór á hliðina. Hverjir voru það? Jú, það voru engir aðrir en frændur vorir, Færeyingar. Á þetta hefur margoft verið bent á Þingeyrarvefnum. 


Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.


En korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Það fer best á því að vera ekkert að tala um það. En það má vel glugga í skýrsluna hans Hannesar Hólmsteins.


Aftur á móti Færeyingar


Þeir skröpuðu hverja krónu sem þeir áttu út um allar eyjar og sendu okkur sjö milljarða króna til ráðstöfunar í beinhörðum gjaldeyri. Áttum bara að endurgreiða eftir hentugleikum sögðu sumir. Þetta gerði það að verkum, að sögn kunnugra, að við gátum lifað frá degi til dags.  Greitt til dæmis kortareikninga fyrir mat og allt. Og Grænlendingar? Þeir hefðu örugglega gert það sama og Færeyingar. Þeir áttu bara ekki fimmeyring til! Þetta og fleira í okkar sögu, segir skýrum stöfum að þessir næstu nágrannar okkar eru bestu vinir Íslands, sé litið á heilar þjóðir. Það er ekki margbreyttara en það. Við ættum hreinlega að stofna ríkjabandalag með þessum kæru vinum okkar!

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31