A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Þeir Miðbæjarfeðgar, Kristján og Hákon, felldu 30 hlaupatófur á rúmum sólarhring fyrir nokkrum árum á útnesjunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér eru þeir með hluta af veiðinni. Þetta er alveg svakalegt. Ótrúlegt en satt. Sjá grein á Þingeyrarvefnum 27. 04. 2017.
Þeir Miðbæjarfeðgar, Kristján og Hákon, felldu 30 hlaupatófur á rúmum sólarhring fyrir nokkrum árum á útnesjunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér eru þeir með hluta af veiðinni. Þetta er alveg svakalegt. Ótrúlegt en satt. Sjá grein á Þingeyrarvefnum 27. 04. 2017.

Nú er kominn sá tími að æðarbændur eiga í vök að verjast. Sá merki fugl, æðarfuglinn, er nú að búa sig til að verpa i æðarverunum og má hann þá eiga á ýmsu von. Það er tófa, minkur, örn, krummi gamli, hettumávur, veiðibjalla og nefndu það bara.  Æðarrækt er viðurkennd sem einhver merkasta atvinnugrein sem til er. Sjálfbær, vistvæn og mannbætandi.

Þannig er nú í pottinn búið þessa dagana hér í Vestfirsku Ölpunum, að melrakkinn gengur ljósum logum í náttúrunni. Hvarvetna þar sem bændur og búalið hittast og tala saman eru sagnir á lofti um tófu hér og tófu þar. Elstu menn muna ekki aðra eins tófugengd, þó sumir segi að þeir muni aldrei neitt! En það er nú alls ekki alveg rétt! Tófan á þegnrétt hér í landinu, því hún kom hingað löngu á undan Pöpum og svokölluðum landnámsmönnum. En auðvitað má hún ekki vaxa okkur yfir höfuð. Trúlega er búið að fella upp undir 90 - 100 dýr á svæðinu í vetur og vor. Samt sér ekki högg á vatni. Minkurinn er svo allsstaðar. Jæja.

Á síðasta fundi sínum samþykkti hreppsnefnd Auðkúluhrepps að beina þeim eindregnu tilmælum á öldum ljósvakans til flugvargs og landvargs, einkum melrakka og minks, að halda sig fjarri æðarvörpunum. Vera ekkert að þvælast þar. Æðarbændur og búalið þeirra eru nefnilega gráir fyrir járnum þessa dagana. Flestir vita að vargur og æðarfugl fara alls ekki saman. Það er hægt að eyðileggja stórt æðarvarp á örfáum nóttum. Það gengur bara ekki. 

Þessi ályktun nefndarinnar, verður að teljast mjög sérstök, jafnvel einsdæmi. Enda hafa þeir þarna í Auðkúluhreppi löngum þótt svolítið spes. En hver veit nema slík tilmæli geti orðið að áhrínsorðum. Það verður að reyna allt. Þingeyrarvefurinn er beðinn fyrir hana, því eins og margir vita er það áhrifaríkur miðill. Svo munu fleir slíkir koma á eftir. Dýr merkurinnar skynja oft meira en herra jarðarinnar vill vera láta. Þarf ekki annað en horfa á Sjónvarpið okkar á mánudagskvöldum, til að fá það staðfest.

 

 

 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31