13.06.2017 - 17:34 | Vestfirska forlagið,Vestfirðir 2017 - Ferðablað,Björn Ingi Bjarnason
Vissir þú að….
…á Vestfjörðum má finna steingervinga úr voldugum skógum sem þar uxu fyrir tíu til fjórtán milljónum ára?
Loftslagið var þá heittemprað, svipað og nú er í Kaliforníu, þó erfitt sé að gera sér slíkt í hugarlund.
Í hlíð Helgafells við utanverðan Dýrafjörð fannst til dæmis rauðviðarbolur sem er nærri metri í þvermál.
Af öðrum viðartegundum má nefna valhnotu, beyki, hlyn, elri og vínvið.
Loftslagið var þá heittemprað, svipað og nú er í Kaliforníu, þó erfitt sé að gera sér slíkt í hugarlund.
Í hlíð Helgafells við utanverðan Dýrafjörð fannst til dæmis rauðviðarbolur sem er nærri metri í þvermál.
Af öðrum viðartegundum má nefna valhnotu, beyki, hlyn, elri og vínvið.