Vísnagátur Ella Kjaran
Margir hafa gaman af að glíma við gátur, að ekki sé talað um ef þær standa í hljóðstöfum. Elís Kjaran, bóndi og ýtustjóri, frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, var einn af þessum náttúrulegu hagyrðingum sem eru ómetanlegir í sinni sveit. Hér birtum við þrjár vísnagátur eftir kallinn, sem þið verðið auðvitað fljót að ráða, eða hvað?Þær eru úr bókinni Svalvogavegur sem Vestfirska forlagið gaf út 2007. Lausnir verða birtar síðar.
Alloft er hann undir fæti
upp til fjalla stundum séður.
Heiti manns ég hér við bæti
Hafölduna stundum treður.
Í stofunni er ég staðlað par
stundum ýtt á saltan mar.
Í fornum veislum fagnaðar
og flyt enn boðskap gleðinnar.
Bæjarnafnið þekkt var þá
þrátt á beittu vopni finnst.
Glaður lækur liðast hjá
líka geymt í búri innst.